Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 215
Prófessor dr. phil. et jur. Alexander Jóhannesson - Aldarafmæli
IX
Persóna Alexanders Jóhannessonar
Hvers konar persóna var Alexander Jóhannesson? Það gat engum dulist
sem sá Alexander á götu, að þar fór maður sem var vanur að koma stórum
hugsunum í framkvæmd. Hann var hár vexti, tígullegur á velli, reisn yfir
fasi hans, bar höfuðið hátt og hallaði því örlítið til hægri.
Það var einkenni Alexanders hve fljótur hann var að taka ákvarðanir.
Allar umræður um mál skyldu miðast við framkvæmdina. Og framkvæmdir
skyldu heíjast strax. Ýmsar gamansögur eru af því sagðar hve skjótur hann
gat verið til ákvarðana og vinir hans hafi stundum gegnt því hlutverki að
toga hann niður á jörðina.
Alexander Jóhannesson var ókvæntur framan af ævi og bjó rausnarlega
að Vonarstræti 4, þar sem nú er til húsa Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar. Þar er marmari á gólfum og búnaður allur ber vott um höfðingslund
og smekk húsbyggjandans. í desember 1934 gekk Alexander að eiga Hebu
Geirsdóttur, vígslubiskups á Akureyri, Sæmundssonar, ljúfa gáfukonu.
Bjuggu þau sér fagurt rausnarheimili við Hringbraut. Þar var gott að koma,
og ríkti listræn stemmning andlegrar orku á heimilinu.
Bókmenntaáhugi námsáranna í Þýskalandi varð kveikjan að fyrstu
ritstörfum Alexanders. — Árið 1916 birti hann í fyrsta sinn þýska þýðingu
sína á íslensku kvæði, og síðasta rit hans, sem kom út 1965, nokkrum
vikum áður en hann andaðist, voru þýskar þýðingar er hann hafði gert á
íslenskum ljóðum frá Hallgrími Péturssyni til vorra daga, Gruss aus Island.
Ubersetzungen islándischer Gedichte.
Þannig veíjast þræðir saman í lífsins vef sem hnýttur er við þverstæður
tilvistar mannsins. Alexander Jóhannesson var einhver hinn minnisstæðasti
persónuleiki í allri baráttu- og starfssögu Háskólans. Hann lifði iðjusömu
og verkmiklu fræðimannslífi í nánum tengslum við dagsins önn
þjóðarinnar allrar og tengdi vísindin öllu því sem mestu máli skipti hverju
sinni. Ævistarf hans skilaði ekki aðeins arfi í framkvæmdum og ytri starfs-
skilyrðum Háskólans. Lífssaga hans vekur með okkur, sem nú lifum,
hvatningu og innblástur til kyrrláts starfs við vísindaiðju, sem markast skal
ætíð og við hvert spor sem stigið er af því hlutverki sem Háskóla íslands er
ætlað að gegna í lífsháttum íslensku þjóðarinnar og andlegu lífi heimsins.
213