Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 152
Þórir Kr. Þórðarson
Þakkarsálmur Jónasar
Eins og Yahweh sendi ofurveður, e.k. gjömingaveður, sem stöðvaði Jónas
á flóttanum, sendir Hann nú sæskrímsl eins konar, stórhveli eða stórfisk til
þess að forða Jónasi frá drukknun og til þess einnig að kenna honum nýja
tóna trúar og þakkargjörðar. — Við sjáum aftur að við erum á mörkum
dæmisögunnar, ævintýrsins, þar sem kynngi og ódæmi gegna veigamiklu
hlutverki í frásöguþræðinum til þess að birta dýpri merkingu en ella væri
kleift. Upp úr sjónum brýst sjóskepna ein mikil (sjóskrímsl, Matteus 12.40,
þýtt þar stórhveli), í ætt við hafdrekann í Jobsbók (26.12), og gleypir Jónas
með húð og hári, og dvaldi hann (væntanlega skraufþurr) í kviði þessa nýja
farkosts síns og hóf að syngja sálm. Ófarir Jónasar, synd hans og ill örlög
verða honum bænarefni, og raunar tilefni þakkargjörðar, því sálmurinn sem
hann syngur í maganum á skepnunni er þakkarsálmur.
Táknkerfi sálmsins, sem Jónas tónar, byggist á andstæðunni niður-
stigning — uppstigning. Niðurstigning Jónasar til dauðraheima táknar neyð
hans, uppstigning til nærveru Guðs í musterinu frelsun hans. Jónasi tekst að
lokum, eftir þrautir sínar allar, að sjá Guð, fmna návist hans. Jónas steig
niður til Heljar, til dauðraríkisins. Hann vistaðist í gröf sinni og var dauður.
En Guð lífgaði hann við, kallaði hann aftur upp til lands lifenda og flutti
hann fram fyrir sig í sínu heilaga musteri.
Með þessum þakkarsálmi er frásögninni lyft í einu svifkasti á hærra
svið. Raunir Jónasar, sem er fyrst lýst á kímnilegan hátt, eins og hæfir
santiri alvöru, eru með sálminum settar á svið í stærra hverfi. Með því að
rata í þennan lífsháska í raunverulegasta skilningi þess orðs sér lesandinn
hvar skilur milli feigs og ófeigs, milli Guðs vilja og uppreisnargirni
mannsins gegn guðlegum vilja til góðs. í sálminum verður ljóst um hvað
Jónasarbókin fjallar. Það er ekkert minna en ferð sálarinnar frá glötun til
frelsunar og baráttan sem háð er á þeirri vegferð. En eins og fram kemur í
niðurlagi bókarinnar er sú trú sem bókin flytur mjög andstæð réttlætis-
hyggju manneðlisins og þar með hugmyndum Jónasar sjálfs, sem getur ekki
kyngt þeirri þverstæðu sem miskunn Guðs er.
En eins og til þess að viðhalda hinum fislétta blæ frásagnarinnar er
grunnt á gamanseminni: Skepnan er látin æla Jónasi á land. Og enn er hann
ráðlaus, nærri ráðvilltur. Lesandinn mætti ætla að nú væri Jónas nýr maður,
nýsloppinn úr prísund, en spennunni linnir ekki í frásögninni, og margt á
enn eftir að koma á óvart.
150