Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 200
Þórir Kr. Þórðarson
Reykjavíkur, og er það Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum.
Þar hefur verið unnið mikið brautryðjendastarf í margs konar rannsóknum
í meinafræði, eins og kunnugt er. Heyrir tilraunastöðin undir læknadeild.
Þá var komið á fót nýjum kennslustólum í íslenskum fræðum og fleiri
greinum í stríðslok og á árunum eftir stríð. Allt horfði þetta til betri vegar
um rannsóknir og kennslu.
Síðast en ekki síst ber að minnast á Háskólabókasafn. Stofnun þess, um
það leyti sem Háskólinn flutti í sína nýju byggingu, markar alger þáttaskil í
rannsóknasögu Háskólans, en um leið vekur það hryggð, hve þröngt hefur
verið þar um fjárhag. Samt ber að minnast þess, að frá því £ fyrstu, að
bókavörður var aðeins einn, og til vorra daga, hefur öll þjónusta verið með
miklum ágætum. En fjárskortur og húsnæðisekla hamla því, að safnið geti
gegnt því hlutverki, sem Háskólinn þarf á að halda.
V
Þróunarsaga Háskólans tók stökk fram á við í átt að auknum rannsóknum á
sjöunda áratugnum, eins og áður sagði. Þessu tengdist almenn skoðun, sem
um þær mundir var að ryðja sér til rúms; að á íslandi væri að rísa ný gerð
þjóðfélags, byggð á tækni, vísindum og efnahagsframförum.
Þegar Landsbanki íslands átti 75 ára afmæli í júlí 1961, tilkynnti bank-
inn, að haxm myndi á næstu tíu árum standa straum af kostnaði við að bjóða
til landsins erlendum sérfræðingi í hagfræði eða skyldum greinum til fyrir-
lestrahalds og rannsókna við Háskóla íslands. Ekki er fjarri lagi að álíta að
bankinn hafi með þessari ákvörðun talið, að Háskólinn myndi gegna lykil-
hlutverki í uppbyggingu þjóðfélagsins á ýmsum sviðum.
Nokkrum mánuðum áður hafði Seðlabanki íslands verið stofnaður með
lögum frá 24. mars 1961. Skv. þeim lögum skyldi verulegur hluti tekna
bankans renna til Vísindasjóðs, sem stofnaður hafði verið með lögum árið
1957. Þessar tvær ákvarðanir má vafalaust túlka á þann veg, að menn hafi
verið sannfærðir um, að framtíð landsins væri á ýmsa vegu undir því kom-
in, að rannsóknir á ýmsum sviðum efldust sem mest. Miklar vonir voru á
þessum árum bundnar við Vísindasjóð. Og engum manni getur blandast
hugur um, að báðar deildir hans, hugvísindadeild og raunvísindadeild, hafi
gegnt veigamiklu hlutverki í uppbyggingu rannsóknastarfsemi í landinu.
Enda þótt Vísindasjóður sé ekki háskólastofnun, hefur hann unnið Háskól-
198