Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 236
Þórir Kr. Þórðarson
á víxl og spinna fjörlegt samtal, oft kryddað sögum af kellingum og köllum
á Djúpavogi frá uppvaxtarárum hans, sumar glettnislegar, aðrar lærdóms-
ríkar. Og ekki lét ég undir höfuð leggjast að svara símleiðis í sömu mynt
þegar tækifæri gafst. Séra Jakob var, eins og aðrir dauðlegir menn, ákaflega
feginn þegar einhver lét svo lítið að renna þangað augum sem hann var að
fást við eitthvað og var því innilega þakklátur hve margir komu að sjá ein-
þáttungana hans í Hallgrímskirkju nú í vor (sem sýndu skáldið og
fræðimanninn í einni hugfrjórri persónu), og lét það óspart í ljós.
Við vorum ákaflega ólíkrar gerðar og baksviðs, mín hetja var séra
Bjami en hans Haraldur Níelsson. En séra Jakob staðnaði aldrei. Hann mat
nýjungar lærifeðra sinna á sínum tíma en skildi þá eftir í fortíð sinni og hélt
stöðugt áfram að hugsa og vinna, var í lifandi sambandi við umheiminn um
leið og hann var uppruna sínum á Austfjörðum trúr. Hann var bindindis-
samur heimsmaður og fór um allt, frakkur að koma sér áfram og hugðar-
efnum sínum, stundum af kappi fremur en forsjá, eins og í Lundi. En heim-
kominn með doktorsritgerðina vængbrotna leitaði hann til okkar í deildinni
og fékk þær ordrur, sem hann hlýddi samviskusamlega, að leggja nýja
ritgerð undir dóm nýrra manna annarra háskóla, sem hann gerði og varð
doktor frá Háskóla íslands með sóma á ábyrgð háskólanna í Strassborg og
Edinborg, án nokkurs stuðnings innlendra vinatengsla. Gat því engin
hrukka né blettur fallið á fræðimannsheiður hans.
Fræg var tilhneiging hans að segja sögur til þess að koma málstað fram,
jafnvel þótt tíminn leyfði það ekki, og kom það sér eitt sinn vel þegar hann
sótti stuðning prestum í greipar ráðuneytisins. Við vorum saman í stjóm
Prestafélags íslands, hann sem formaður og ég sem „menig Soldat,“ og var
stefnt að því að halda hér norrænt prestaþing, en peninga vantaði. Var þá
séra Jakob falið að ganga á fund ráðuneytisstjóra, sem þá var Gústav A.
Jónasson, en neitaði að fara nema ég kæmi með. Fórum við sem leið liggur
niður í Amarhvol, en þegar við komum í kirkjumálaráðuneytið var þar allt
á flugi. Eitthvað óskaplegt var á seyði, og þeyttist ráðuneytisstjórinn um
allt og mátti ekkert vera að því að tala við okkur. Séra Jakob sagði með
stóískri ró að við myndum bíða, og settumst við þar. Eftir langa hríð bar
ráðuneytisstjórann að á flugferðum sínum meðal starfsmannanna og sá
okkur sitjandi á bekk. „Emð þið þama enn?“ spurði hann undrandi, „best
þið komið inn.“ Við snömðum okkur inn á einkaskrifstofuna, en séra Jakob
settist makindalega í hægindastól í suðausturhominu, sveiflaði nasa-
vængjunum, eins og honum einum var lagið, eins og til að gefa til kynna að
234