Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 88
Þórir Kr. Þórðarson
Margir álíta að sumt af sögu Davíðs hafi verið skráð af samtíma-
mönnum, og sést það af ýmsum þáttum sögunnar um uppreisn Absalons.
Þá er bersýnilegt að varðveist hafa ítarlegar skrár og skjöl úr skrifstofum
konungdæmis Salómons, er konungurinn í Jerúsalem var oddviti eina
heimsveldisins sem til var á þessum slóðum í þann tíð.
En tíminn leyfir ekki annað en að ég haldi mig við það efni sem ég gat
um í upphafi þessa erindis, landnámsfrásögn Jósúabókar, þótt hún sé ekki
dæmigerð um heimildir sagnaritarans.
Jósúabók er beint framhald 5. Mósebókar, sem er í formi mikillar ræðu
er Móse hélt á Móabsheiðum austan Jórdanar. Það var áður en hebresku
kynkvíslimar héldu yfir Jórdan til þess að leggja undir sig Fyrirheitna
landið, sem Yahweh, guð þeirra, hafði heitið þeim til lífsviðurværis. í
Jósúabók heldur lýðurinn yfir ána Jórdan í yfimáttúrlegri sigurför er tekur
mið af sigurgöngu Guðs um öræfín. Vötn Jórdanar klofna og lýðurinn
gengur yfir þuirum fótum. Frásögnin minnir á undrið við Rauða hafið eða
Sefhafið, er vötnin klofnuðu og Guð leiddi fólk sitt þurrum fótum úr ánauð
til frelsis. Frásögnin er í ætt við ljóð og tónlist í óratoríó, þar sem það
verður fullkomlega eðlilegt að greina frá atburðum í stíl kraftaveksins, sem
er innsti kjami atburðanna eins og þeir em skynjaðir í heimi trúarinnar.
Upphafskaflar Jósúabókar eru fornar sögur sem skera sig úr öðrum
heimildum sagnaritarans. Við emm í sögum þessum ekki stödd á hinu
eiginlega sögulega sviði, fremur á sviði trúarljóðs, og leikrænna helgi-
athafna. Tólf minningarsteinar em reistir og er merking þeirra tengd
helgisiðum. Farið er með hina heilögu sáttmálsörk í skrúðfylkingu með
lúðraþyt og helgisöng sjö sinnum umhverfis Jeríkóborg, uns múrar hennar
hrynja. Páskahátíð er haldin og umskumarskím. Frásögnin er öll á hinu
táknræna sviði lista og litúrgíu, og em viðhorf slíkra helgiathafna allt önnur
en vísindaleg nútímaviðhorf í sagnfræði, sem byggjast á aðferðum náttúm-
vísinda. Sést viðhorf þessara frásagna glöggt af því að í 5. kafla birtist
Jósúa engill Drottins eða Yahweh sjálfur, og hefur maður þessi sverð í
hendi, og fellur Jósúa fram og tilbiður. „Drag skó þína af fótum þér, því að
það er heilagur staður er þú stendur á.“ Hér er kominn sá sem fara skal í
fylkingarbrjósti. Geisast nú herfylkingar Yahweh fram um landið, suður
eftir því og síðar í norður, uns Jósúa hefur náð undir sig öllu landinu í einni
samfelldri herför í linnulausri og blóðugri styrjöld við íbúa landsins.
86