Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 153
Glettni sem gríma raunveruleikans
Jónas fer til Níníve
Nú er öllu snúið við um hagi og hugsun Jónasar, og frásögnin endurspeglar
þessa tumun. Sem endranær er frásögnin byggð á andstæðum. I upphafi
bókarinnar var andstæðan milli boðs Guðs og óhlýðni Jónasar. Nú kemur
það lesandanum skemmtilega á óvart að boð Guðs hljómar, en Jónas flýr
ekki heldur fer af stað samkvæmt orði Drottins. Sömu sagnimar koma nú
fyrir og í bókarbyrjun, en með öfugri merkingu. Jónasi er boðið að rísa á
fætur, eins og líka kom fyrir er skipstjórinn ávarpaði hann niðri í lest, og
honum er boðið að fara, eins og í upphafinu, en nú flýr hann ekki heldur
fer til Níníve. Samt er eins og lesandinn finni á sér að eitthvað sé bogið við
hve Jónas er fljótur á sér að halda til Níníve. Og sá gmnur á eftir að fá sína
kímilegu staðfestingu.
Þá er Níníve lýst. Útmálun hennar á ekkert skylt við hina sögulegu
Níníve, höfuðborg hins máttuga Assýríuríkis, heldur er henni lýst sem
ævintýraborg, guðlegri að stærð, „svo að þrjár dagleiðir vom í gegnum
hana“ og þar situr kóngur á tróni sínum íklæddur pelli og purpura. Jónas
hlýðir boði Drottins, gengur heila dagleið inn í borgina, og flytur þar sína
prédikun. Hún er með styttra móti, aðeins sjö orð: „Eftir 40 daga er Níníve
í rúst!“ Hér er kominn hebreskur Savonarola sem sveiflar logandi sverði
dómsins yfir syndum spillta þjóð, eins og engill með sveipanda sverði loki
dymm Paradísar.
En strax að prédikun lokinni fer allt á annan veg en ætlað var, Jónasi til
mikillar gremju. Því viti menn! Fólkið snýr sér, boðar föstu til iðrunar
synda og klæðist grófum kuflum úr striga eða grófri ull, hærusekkjum
(hebreska orðið er samstofna íslenska orðinu sekkur) til að tákna iðmn og
yfirbót. Og það á síðar eftir að koma fram að þetta uppátæki fólksins, að
snúa sér, rústar fyrirætlunum Jónasar.
Fregnin af viðbrögðum fólksins berst til kóngsins þar sem hann situr á
hástól sínum. Og skyndilega verður þess háttar viðsnúningur sem í bók-
menntum er ætíð merki um mestu snilld og heldur athygli lesandans vak-
andi: Kóngurinn af Níníve bregst svo við, að hann sviptir af sér purpur-
anum í einu svifkasti og sest í ösku líkt og Job til þess að tákna djúpa iðmn
sína. Og hann sendir þegar í stað út kallara sem flytja lýðnum konunglega
tilskipun að allir, menn og skepnur, skuli iðrast í sekk og ösku.
Þegar hér er komið sögu liggur við að glensið fái yfirhöndina í frá-
sögunni. Tilskipunin býður að ekki skuli einungis allt fólkið fasta til
iðrunar og yfirbótar heldur skuli naut og sauðir ífærð hærusekkjum og
151