Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1994, Blaðsíða 64
Þórir Kr. Þórðarson
Samband trúar og sögu er öllu víðtækara umræðuefni. Og þarfnast það
fyllri lýsingar en hér verður unnt að gera. En sagan, söguskilningurinn, er
slíkt meginviðfangsefni og öndvegishugsun í guðfræði ritningarinnar, að
fram hjá honum er ekki unnt að ganga.
Þrennt er grundvallandi um skilning sögunnar, hlutverk- sögunnar, eðli
sögunnar í ritningunni: (a) saga, sagngeymd og söguritun á sér fyrst og
fremst rætur í guðsþjónustu Forn-Hebrea og frumkirkju, — hefst þar og
verður aðeins skilin út frá þessu meginupphafi sínu: og (b) „saga” er ekki
geymd og minning liðins tíma einvörðungu. Hún er — einmitt í sinni kúlt-
ísku notkun (í guðsþjónustunni) — fyrst og fremst atburður „hic et nunc”,
hún á við hér og nú, er lifuð að nýju sem nútíðaratburður, einatt á drama-
tískan hátt í helgigöngum og drama guðsþjónustunnar. (c) Með þessu móti
er gjáin milli fortíðar og nútíðar brúuð, og hefir „saga” þá fengið á sig þann
merkingarblæ, að hún táknar fyrst og fremst hinn síbreytilega vettvang
mannlegs lífs og starfs, hið fjölbreytilega svið mannlegra örlaga í athöfn og
önn, striti og stríði, gleði og sorg. „Saga ” í ritningunni er þá bókstaflega
ekkert annað en vettvangur mannlegs lífs í nútíð ogframtíð sem ífortíð.
Sagan, sem er um hönd höfð í guðsþjónustu ísraels, minning atburð-
anna er Guð útvaldi Abraham af öllum kynkvíslum heims, leiddi lýð sinn
úr ánauð í Egyptalandi og bast þeim böndum ævarandi tryggðar og gagn-
kvæmrar við Sínaí, leiddi þá um óbyggðir til fyrirheitna landsins. Þessi
saga er ekkert annað en eins konar dæmi, eins konar hneigingardæmi öldu-
falla guðlegrar náðar í baráttu Guðs við öfl tortímingar til frelsunar lýð sín-
um ísrael. Þessi saga var um hönd höfð í guðsþjónustunni, sennilega bæði í
framsögn og dramatískum leik. Þessi saga er trúarjátningin, sem borin var
fram í guðsþjónustugjörð einstaklings og þjóðar, og hún var eitt fyrsta upp-
haf söguritunar í ísrael.
Það er tvennt, sem grundvallast á þessari sögu í guðsþjónustunni. Hið
fyrra er kenningin. Kenningin, trúarkenningin (dogman) er í Biblíunni fyrst
og fremst flutt í formi sögunnar sem lofgjörð. Hið heimspekilega (trúfræði-
lega) kenningarkerfi er síðar til komið; það hófst af þeirri nauðsyn að túlka
þurfti kristin trúarsannindi á máli „erlendrar” hugsunar hins grísk-róm-
verska heims. En Biblían öll, og þá fyrst og fremst Gamla testamentið,
byggir kenninguna eindregið á sögunni. Kenningin er fyrst og fremst lof-
gjörð, játning náðarverka Guðs er hann útvaldi sinn lýð, frelsaði hann úr
ánauð og þrældómi og viðhélt honum. Þessi játning innifelur jafnframt
kröfu til mannsins, þar sem réttur og réttlæti eru einkunnir Guðs náðarverka
62