Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Page 29

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Page 29
27 burtu úr héraði. Hafði það verið veikt í nokkra daga, er hann kom heim. Er þess þá getið við hann, að barnið hafi daginn áður komizt í einkennilegt ástand. Varð það skyndilega náfölt í framan, kalt á útlimum, og aðstandendur bjuggust við dauða þess. Brátt bráði þó af því aftur. Þegar læknir sá það, virtist það vera sæmilega frískt, en hafði þá lágan sótthita. Enginn hósti var né hrygla í lungum heyran- leg. Snemma næsta dags var kallað á lækni og sagt, að barnið sé í sama ástandi sem áður er lýst. Þegar hann kom, var barnið með dauðahryglu og dó að vörmu spori. Á sjúkdómaskrá er þetta talið orsakast aí myocarditis acuta sem fylgikvilla garnabólgunnar. Læknir gat varla dregið aðra ályktun af sjúlcdómseinkennum þessum en að hér hefði hjartað bilað. Uppsalan og niðurgangurinn höfðu að- eins staðið í nokkra daga og ekki verið áköf. Einna mest bar á garna- bólgunni i ársbyrjun og í árslok. ísajj. Með minna móti. Gömul kona talin dáin iir sjúkdómnum. Hólmavíkur. Stakk sér niður. Blönduós. Stakk sér öðru hverju niður allt árið, eins og venja er til, en í júlí hófst í Höfðakaupstað mjög illkynjaður faraldur með há- unr hita, heiftarlegum kveisuverkjum, bunandi niðurgangi, blóðugum hjá sumum, og jafnvel með óráði. Um þessar mundir var fjöldi að- komumanna þar á staðnum við uppsetningu og útbúnað vélanna i nýju sildarverksmiðjuna. I þessum mánuði einum veiktust 30 þessara manna, og voru þeir flestir í sama mötuneyti. Við athugun á salernum kom það í Ijós, að þau voru i megnasta ólagi, því að vatn var ekki nægi- legt og salernin allt of fá. Auk þess var matargeymsla mötuneytisins mjög léleg, kjötið geyint úti, þar sem flugur sóttu í það og áttu greiðan aðgang að þvi. Lagt var fyrir heilbrigðisnefnd og forráðamenn fram- kvæmdanna á staðnum að hreinsa sorp frá húsum, gæta betri þrifn- aðar með sglernin og geyma matinn þannig, að flugur kæmust ekki að honum. Dró þá mjög úr þessum faraldri, þótt ekki væri hann til fulls um garð genginn fyrr en í september. Ég var um tíma hræddur um, að um paratyphus væri að ræða, en blóðvatnsrannsókn sýndi, að svo var ekki. Eftir að aðalhrinunni í mötuneytinu lauk, varð faraldur- inn vægari og lagðist þá mest á börn. Sauðárkróks. Gerir nokkuð vart við sig alla mánuði ársins, og eru smáfaraldrar á milli. Engin slæm tilfelli. Ólafsfi. Með minna móti nú í nokkur ár. Einstök dreifð tilfelli. Dalvikur. Allt árið. Faraldur í nóvember, slæmur. Grenivíkur. Fá dreifð tilfelli. Breiðumýrar. Gerði lítið var við sig. Þó er 1 barn talið devja úr þessari sótt, 4 vikna gamalt, vanheilt allt frá fæðingu. Vopnafj. Gekk sem faraldur í janúar og svo í sláturtíðinni, svo sem venjulegt er. Mest kvað að kvilla þessum i börnum, eftir aðsókn að lækni að dæma. Sjúklingar, sem leituðu ekki læknis fyrr en seint og síðar meir, áttu alllengi í þessu, sumir hverjir. Hinum, sem læknis leiluðu strax, batnaði eftir 2—3 daga. Hgilsstaða. Meira cða minna flesta mánuði ársins, en áberandi mest sumarmánuðina, oft mjög þrálátt. Mest í börnum og unglingum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.