Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Page 115
113
orðið að vera rúmliggjandi frá barnæsku. Hún er, sein vænta má, mjög
erfiður og dýr ómagi.
Vestmannaeyja. Meðferð fávita er góð.
Laugarás. Fávitar sömu og áður. Meðferð þeirra og gæzla viðun-
andi.
U m d a u f d u m b a.
Reykhóla. 1 daufdumbur. Hefur einnig geðveikislcöst.
Blönduós. Stúlka, 14 ára gömul, fluttist á árinu inn í héraðið frá
Noregi, á íslenzka móður.
U m málhalta.
Reykhóla. Smávegis klauf í palatum molle hafa 2 stúlkur. Var önn-
ur ópereruð í vetur í annað sinn, og gekk nú vel.
Vestmannaeyja. 2 sjúklingar þyrftu lækningar við.
U m heyrnarlausa.
Blönduós. Nú taldir 6, og hafa þó 2 þeirra aðeins talsvert gallaða
heyrn, 3 eru mjög heyrnarsljóir, en 1 má teljast með öllu heyrnar-
laus. Það er karl á áttræðisaldri.
Egilsstaða. Á árinu kom hér sendimaður frá félaginu Heyrnarhjálp.
Mér er kunnugt um 2 menn, sem fengu heyrnartæki hjá honum, báð-
ir sér til mikils gagns.
U m b 1 i n d a.
Reykhóla. Blindur er aðeins skráður 1 maður, hálfníræður. Vona
eg, að þar séu flest kurl til grafar koniin, þó að örfá gamalmenni
önnur kunni að eiga erfitt um lestur.
Ogur. Blindir tiltölulega margir hér.
Blönduós. Má vera, að frekar sé vantalið en oftalið. Helmingur
þess fólks er sjónlaus með öllu, enda allt gamalmenni, um eða yfir
áttrætt.
Sauðárkróks. Blindir skráðir um helmingi fleiri en undanfarin ár,
uer eg eftir framtali prestanna, og býst ég við, að sumir af þessum
luönnum hefðu átt að vera skráðir fyrir 1—2 árum.
Egilsstaða. Allir hinir skráðu hafa verið blindir árum saman, nema
einn. Enginn bættist í þann hóp á árinu.
Um deyfilyfjaneytendur.
Búðardals. 1 morfínisti, öldruð kona. Ekki veit ég, hve mikils hún
hefur neytt á árinu.
Blönduós. 1 gömul kona, komin yfir áttrætt, notar bæði ópíum og
uiorfín í inntökum eða lyfjastautum, og hef ég ekki getað verið að
heita hana hörðu með því að draga af henni skannnt hennar, sem
hefur farið heldur vaxandi upp á síðkastið.
Sauðárkróks. 1 kona skráð, hin sama sem í fyrra. Hún fluttist á
árinu til Eyjafjarðar.
Dalvíkur. Deyfilyfjaneytandinn fluttist til Akureyrar.
Vestmannaegja. 2 konur, þær sömu og áður.
15