Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Side 197
195
undanfarin ár önnur en sú, sem alltaf á sér stað í viðtali og uin-
gengni við fólkið.
Vopnafi. Kenndi heilsufræði og reikning við unglingaskóla í kaup-
túninu, sem hófst í janúar og starfaði um 3 mánaða tíma.
Seijðisfi. Engin opinber alþýðufræðsla. Rauðakrossdeild Seyðis-
íjarðar stóð fyrir námskeiði í hjálp í viðlögum. Kennari var ungfrú
Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarkona úr Reykjavík. Þátttakendur
voru 75.
Vestmannaeyja. Fólki leiðbeint, eftir því sem ástæður leyfa.
11. Skólaeftirlit.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðanir vantar í þetta sinn úr 2 læknisliéruð-
um (Hafnarfj. og Kópaskers). Skýrslur þær, er borizt hafa, taka alls
tii 13121 barns.
Samkvæmt heildarskýrslu (tafla X), sem gerð hefur verið upp
úr skólaskoðunarskýrslum héraðslæknanna, hafa 10954 börn, eða
83,5% allra barnanna, notið kennslu í sérstökum skólahúsum öðrum
en heimavistarskólum, 420 börn, eða 3,2%, hafa notið kennslu í
heimavistarskólum, en þau hafa þó hvergi nærri öll verið vistuð i
skólunum. 1230 börn, eða 9,4%, hafa notið kennslu í sérstökum her-
bergjum í íbúðarhúsum og 517, eða 3,9%, í íbúðarherbergjum innan
um heimilisfólk. Upplýsingar um loftrými eru ófullkomnar, en það
virðist vera mjög mismunandi: í hinum alinennu skólahúsum er loft-
rými minnst 1,6 m8 og mest 11,2 m3 á barn, en jafnar sig upp með
3,5 m3. í heimavistarskólum 1,8—19,1 m3, meðaltal 4,7 m3. 1 hinum
sérstöku kennsluherbergjum í íbúðarhúsum 1,0—15,0 m3, meðaltal
4,1 m3. í íbúðarherbergjum 1,6—5,9 m3, meðaltal 3,2 m3, sem heimilis-
fólkið notar jafnframt. í hinum sérstöku skólahúsum, þar sem loft-
rýmið er minnst, er það oft drýgt með því að kenna börnunum til
skiptis i stofunum. Vatnssalerni eru til afnota í skólunum fyrir 10931
þessara barna, eða 83,3%, forar- og kaggasalerni fyrir 1872 börn,
eða 14,3%, og ekkert salerni hafa 318 börn, eða 2,4%. Leikfimishús
bafa 8187 barnanna, eða 62,4%, og bað 8847 börn. eða 67,4%. Sér-
slakir skólaleikvellir eru taldir fyrir 8375 börn, eða 63,8%. Læknar
telja skóla og skólastaði g'óða fyrir 9391 þessara barna, eða 71,6%,
viðunandi fyrir 3316, eða 25,3%, og óviðunandi fyrir 414, eða 3,1%.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Akranes. Eins og áður er að vikið, voru húsakynni barnaskólans
hér orðin of þröng, en ekki batnaði á þessu ári, er annað skólahúsið
brann. Var það eldra húsið og þar 1 kennslustofa stór og 2 minni.
Hefur skólinn því að nokkru Ieyti síðan verið í herbergjum gagn-
fræðaskólans og í leiguherbergi, er áður var matarbúð.
Stykkishólms. Úti um sveitirnar er hvergi sérstakt skólahús nema
í Grafarnesi í Eyrarsveit. Þvi húsi er að vísu ekki lokið enn þá, en
kennt hefur verið í því 2 undanfarna vetur, og hefur það bætt mikið
úr vandræðum skólahússleysis þar. Annars staðar er farkennslufyrir-