Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 21
Ræður rektors
2
Ræður rektors Háskóla íslands
19
Rektoraskipti 5. september 1991
Ávarp
Sveinbjörns Björnssonar, rektors
Menntamálaráðherra, fyrri rektorar, ágœtir
samstarfsmenn og gestir.
Enda þótt auðlindir náttúru hafi veitt
mörgum þjóðum drjúga búbót, er mönnum
nú orðið ljóst, að helsta auðlind hvers nú-
tímaþjóðfélags er fólgin í mannauði þess og
Þjálfun hans til nýsköpunar. Þær þjóðir, sem
búa við mesta hagsæld, leggja því kapp á að
hvetja ungt fólk til háskólanáms og rann-
sóknarstarfa. Samt hafa þær áhyggjur af því,
að þær muni skorta vel menntað fólk og taka
fegins hendi við ungum efniviði frá öðrum
Þjóðum, sem leitar sér þekkingar og starfa,
sem krefjast vísindalegrar sérþjálfunar.
Bandarfkin gerðu sér þetta snemma ljóst
°g hafa undanfama áratugi laðað til sín
menntafólk frá Evrópu. Nú er Evrópu vaxinn
fiskur um hrygg. í ríkjum Evrópubandalags-
ins er lagt mikið kapp á að hvetja ungt fólk til
náms, en þó er ljóst, að vegna fækkandi bam-
eigna og fámennari árganga munu þau eiga í
erfiðleikum að sjá atvinnulífi sínu fyrir nægu
nienntuðu starfsliði. Jafnvel frændur okkar á
Norðurlöndum óttast, að þeir séu að dragast
aftur úr þróun Vesturlanda og telja sig þurfa
að tvöfalda fjölda þeirra, sem stunda rann-
soknamám í háskólum til að geta mannað at-
vinnulíf sitt nægilega menntuðu fólki til að
standast vaxandi alþjóðlega samkeppni.
Hér á landi virðist skilningur á þessu enn
eiga langt í land. Brjóstvitið hefur löngum
Þótt traustari grunnur en löng skólaganga.
Frekar hefur verið rætt um hættu á offjölgun
háskólamanna en skort á þeim. og atvinnu-
vegir okkar hafa verið svo fábreyttir, að þeir
hafa ekki getað nýtt sér háskólamenntað fólk
nema í takmörkuðum mæli. Störf fyrir há-
skólamenn hefur helst verið að finna í opin-
berum stofnunum og á seinni ámm í marg-
víslegri þjónustu.
A síðastliðnu hausti voru boðuð nokkur
sinnaskipti í þessu máli með vísinda- og
tæknistefnu ríkisstjómarinnar. Þar var því
heitið, að stefnt yrði að þróun þjóðfélags,
sem byggði á vísindalegri þekkingu og tækni
í stað einhliða sóknar í auðlindir lands og
sjávar. í þessu skyni skyldi raungildi fjár-
framlaga til rannsókna aukið í samvinnu við
atvinnulífið í landinu um 10% á ári næsta
áratuginn. í stefnuyfirlýsingunni var hvatt til
þess, að menntun til vísindastarfa yrði efld í
landinu m. a. með skipulegri uppbyggingu
framhaldsnáms við Háskóla íslands og aðrar
æðri menntastofnanir landsins og endurskoð-
uð verði tilhögun opinberrar fjárhagsaðstoð-
ar við námsmenn á síðari stigum framhalds-
náms og við unga vísindamenn að framhalds-
námi loknu.
Þetta eru góð áform, og við hljótum að
vona, að við þau verði staðið, svo skjótt sem
þjóðin hefur unnið sig út úr því svartnætti
ríkisfjármála, sem nú grúfir yfir okkur. Takist
okkur ekki að nýta þekkingu háskólamennt-
aðra ungmenna í íslensku atvinnulífi og þjóð-
lífi, blasir ekki annað við en að blómi þeirra
flytjist úr landi og sá mannauður, sem við
hyggjumst njóta, renni í greipar annarra
þjóða. Við þurfum ekki að leita langt til að
sjá dæmi þessa. Frændur okkar írar telja, að
þriðji hver námsmaður, sem þar lýkur tækni-
námi frá háskóla, tapist úr landi.
Hver verður þá hlutur Háskólans í þróun
þjóðfélags, sem byggir á vísindalegri þekk-
ingu og tækni í stað einhliða sóknar í auð-
lindir lands og sjávar?
Háskóli íslands hefur verið og mun verða
ein mikilvægasta forsenda sjálfstæðrar þjóð-
menningar á íslandi og jafnframt höfuðfor-
senda þátttöku okkar í alþjóðamenningu og