Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 224
222
Árbók Háskóla íslands
02,01,92: Háskólaráð samþykkti að auka
hlutafé Háskóla íslands í Tækniþróun hf. að
jöfnu við fyrri hluthafa um allt að 1,7 m. kr.
og að greiða til þess fé úr Háskólasjóði.
Vísindaráð og Rannsóknarráð Islands
03.10.91: Fram var lögð skýrsla Magnúsar
Magnússonar, prófessors, um störf hans sem
fulltrúi tilnefndur af Háskóla Islands í stjóm
Vísindaráðs frá 1. nóvember 1987 til 26.
ágúst 1991.
31.10.91: Magnús Magnússon, prófessor, var
endurkjörinn fulltrúi Háskóla Islands í Vís-
indaráði og Guðrún Kvaran, fræðimaður,
varamaður. Prófessor Magnús gaf kost á sér
með þeim fyrirvara, að hann drægi sig í hlé
innan tveggja ára, en kjörtímabil fulltrúa í
Vísindaráð var fjögur ár. Magnús og Guðrún
voru sjálfkjörin.
03.02.94: Rektor greindi frá fundum, sem
menntamálaráðherra hafði átt með fulltrúum
Háskólans, Vísindaráðs og Rannsóknarráðs
vegna væntanlegs frumvarps um Vísinda- og
tækniráð, sem átti að koma í stað núverandi
Vísindaráðs og Rannsóknarráðs. Frumvarp
um þetta efni yrði lagt fram á næstunni og
kæmi þá til umsagnar Háskólans.
10.03.94: Auk umsagnar Vísindanefndar
háskólaráðs um vísindastefnu ríkisstjómar-
innar, sem lögð var fram á síðasta fundi, voru
nú lagðar fram umsagnir frá heimspekideild,
raunvísindadeild og guðfræðideild. Helgi
Valdimarsson, formaður Vísindanefndar, hóf
umræðuna og gerði grein fyrir umsögn
nefndarinnar. Rektor bar fram tillögu, um að
skipuð yrði millifundanefnd til að gefa
umsögn um Frumvarp til laga um Vísinda-
og tœkniráð Islands. Samþykkt var að skipa
nefndina þannig: Helgi Valdimarsson, pró-
fessor, formaður, Júlíus Sólnes, prófessor,
Guðmundur Magnússon, prófessor, Sverrir
Tómasson, fræðimaður, og Brynhildur Þórar-
insdóttir, fulltrúi stúdenta. Samþykkt var
ennfremur að fela rektor að senda með bréfi
fyrirliggjandi umsagnir um vísindastefnu
stjómvalda. Bréfið var sent 11. mars.
23.06.94: Fyrir var tekin tilnefning Háskóla
Islands á 6 mönnum í hóp 10 manna, sem
menntamálaráðherra veldi úr 3 menn til setu
í Rannsóknarráði fslands til þrigeja ára. Kjör
fulltrúa fór fram í tvennu lagi. í fyrri hópinn
voru tilnefnd Anna Soffía Hauksdóttir, pro-
fessor, Helgi Valdimarsson, prófessor, og
Vésteinn Olason, prófessor. I síðari hópinn
voru tilnefnd Sigmundur Guðbjamason,
prófessor, Þórdís Kristmundsdóttir, pr°'
fessor, og Pétur Pétursson, prófessor.
Þjóðminjaráð og fornleifanefnd
04,08.94: Vegna gildistöku nýrra þjóðminja-
laga 1. júlí 1994 óskaði menntamálaráðu-
neytið þess, að Háskóli íslands tilnefndi
aðalmann og varamann til setu í þjóðminja-
ráði til fjögurra ára. Einnig var óskað eftir til-
nefningu aðalmanns og varamanns til setu i
fornleifanefnd til fjögurra ára. Háskólaráð
tilnefndi Helga Þorláksson, dósent, sem aðal-
mann og Margréti Hermanns-Auðardóttur,
fomleifafræðing, sem varamann til setu i
þjóðminjaráði.
01.09.94: Lagt fram bréf mm., dags. 20.
f. m., sbr. erindi rektors, dags. 15. f. m. I
svari ráðuneytisins kemur fram, að þeir, sem
Háskóli íslands og Félag íslenskra fomleih'-
fræðinga tilnefna í fomleifanefnd, skuh
a. m. k. hafa lægsta stig háskólaprófs skv. 2.
gr. laga frá 7. maí 1994, svo fremi fornleifa-
fræði hafi verið aðalgrein í viðkomandi
námi. Hvað varðar þjóðminjaráð lítur ráðu-
neytið svo á, að hvorki ákvæði þjóðminja-
laga né ákvæði stjómsýslulaga nr. 37/1993
girði beinlínis fyrir, að sami einstaklingur se
tilnefndur af Háskólanum til setu í þjóð-
minjaráði og fornleifanefnd, en sú skipan
kynni þó að orka tvímælis, þegar fjallað cr
um starf fomleifanefndar í þjóðminjaráði.
01.09.94: Háskólaráð tilnefndi Mjöll Snæs"
dóttur, fomleifafræðing, sem aðalmann °2
Margréti Hallgrímsdóttur sem varamann ti
setu í fornleifanefnd.
IX. Ýmislegt
Heiðursdoktorar
Sjá kafla 3, bls. 67-71.
Heimsókn aðalritara ESF
26.08.93: Próf. Peter Fricker, aðalritari Vis-
indastofnunar Evrópu (European Sciencs
Foundation) hélt erindi í Odda unt stofnuninu
og vísindasamstarf í Evrópu. 1 för m