Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 188
186
Árbók Háskóla íslands
maður Sjónvarpsnefndar, og prófessor Stefán
Már Stefánsson, sem samið hafði tillögu
að stofnskrá fyrir sjálfseignarstofnunina
Kennsluvarp Háskólans. Stefán gerði grein
fyrir stofnskránni, en Sigmundur rakti störf
fyrri Sjónvarpsnefndar. Tillaga að stofnskrá
Kennsluvarps Háskólans var samþykkt ein-
róma með lítilsháttar orðalagsbreytingum.
Rektor mælti fyrir drögum að viljayf-
irlýsingu. Samkvæmt henni lýstu Háskóli
Islands og Frjáls fjölmiðlun hf. yfir þeim
ásetningi að stofna hlutafélag, sem hefði
þann tilgang að reka sendistöðvar fyrir
útvarp ásamt meðfylgjandi dreifikerfi og
annan skyldan atvinnurekstur. Rektor og Sig-
ntundur svöruðu fyrirspurnum og athuga-
semdum, sem fram komu. Háskólaráð sam-
þykkti síðan einróma að heimila rektor að
undirrita viljayfirlýsinguna. Ný Sjónvarps-
nefnd var skipuð.
28.10.93: Rektor rifjaði upp tillögur Sjón-
varpsnefndar háskólaráðs og áætlun hennar
um Kennsluvarp Háskólans fyrir tímabilið
nóvember 1993 til desember 1994. Hann
óskaði eftir heimild háskólaráðs til að veita
fé úr sjóðunt Háskólans til Kennsluvarpsins,
eftir því sem hann mæti þörf á í samræmi við
fyrirliggjandi kostnaðaráætlun. Tillaga rekt-
ors var samþykkt.
11.11.93: Rektor hóf umræðu um framlagða
endurskoðaða stofnskrá sjálfseignarstofnun-
arinnar Kennsluvarp Háskólans. Endurskoð-
unin var gerð að fengnum athugasemdum frá
dómsmálaráðuneytinu við fyrri stofnskrá.
Endurskoðuð stofnskrá var samþykkt.
Mannréttindastofnun Háskólans
03.02.94: Lögð var fram skipulagsskrá fyrir
sjálfseignarstofnunina Mannréttindastofnun
Háskólans. Samkvæmt 1. gr. eru stofnendur
Háskóli Islands, Lögmannafélag fslands og
Dómarafélag íslands. Gunnar G. Schram,
forseti lagadeildar, gerði grein fyrir málinu.
Afgreiðslu var frestað.
17.02.94: Samþykkt var, að stofnuninni yrði
komið á fót og að endanlegar samþykktir
yrðu lagðar fyrir háskólaráð.
28.04.94: Samþykkt var að staðfesta undir-
ritun rektors á samþykktum sjálfseignar-
stofnunarinnar Mannréttindastofnun Háskól-
ans.
Námsráðgjöf Háskóla íslands
03.09.92: Ásta Kr. Ragnarsdóttir, forstöðu-
maður Námsráðgjafar H. í. greindi frá starf-
semi stofnunarinnar. Fram kom, að mikil
þörf er fyrir námsráðgjöf og að mikil aukning
hefur orðið á starfseminni. Á árinu 1991 voru
viðtölin 3.409 samanborið við 797 árið 1986.
Vegna þess kostnaðar, sem þjóðfélagið og
einstaklingurinn bera af háskólanámi, er
mjög mikilvægt, að nemendur velji nám við
hæfi, og þar getur námsráðgjöf orðið að
miklu liði.
Reiknistofnun Háskólans og upplýsinga-
stefna
03.10.91: Douglas Brotchie, forstöðumaður
Reiknistofnunar Háskóla Islands, og Guðjón
Guðmundsson, lektor, komu á fundinn til að
kynna tillögu sína um „Upplýsingastefnu
Háskóla íslands," sem lögð var fram til
kynningar á fundi 5. f. m. Tillagan gerði ráð
fyrir, að myndaðir yrðu vinnuhópar, sem
mörkuðu samræmda upplýsingastefnu fyrir
Háskólann. Douglas og Guðjón svöruðu
mörgum spumingum um málið.
14.10.93: Á háskólaráðsfund komu Þórður
Kristinsson, formaður stjómar Reiknistofn-
unar, Douglas Brotchie, forstöðumaður
Reiknistofnunar, og Þórir Ragnarsson, settur
háskólabókavörður. Fyrir fundinum lá bréf,
dags. 31. mars 1993, undirritað af Þórði
Kristinssyni, um efnið „Upplýsingastefna
Háskóla íslands.“ Þórður og Douglas gerðu
grein fyrir nauðsyn þess, að Háskólinn mark-
aði sér stefnu í upplýsingamálum, og Þórir
greindi frá þróun Háskólabókasafns og
upplýsinganeti Þjóðarbókhlöðu. Málið var
rætt, og fram komu fyrirspumir og athuga-
semdir, sem gestir fundarins svöruðu.
20.01.94: Forstöðumaður Reiknistofnunar,
Douglas Brotchie, kynnti starfsemi stofnun-
arinnar og þá möguleika, sem opnuðust með
nútíma upplýsingatækni og upplýsinganeti
Háskólans. Starfsmenn Reiknistofnunar
kynntu upplýsingatæknina frekar, m. a. nota-
gildi hennar til kennslu.
17.02.94: Fram var lögð ályktun stjórnar
Reiknistofnunar, dags. 28. f. m., um nauðsyn
stefnumótunar í upplýsingamálum. Háskóla-
ráð samþykkti að skipa nefnd til að móta
drög að slíkri stefnu.