Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 27
Ræður rektors
25
Brautskráning kandídata 26. október 1991
Menntamálaráðherra, kœru kandídatar og
gestir, ágœtir samstarfsmenn
Eg býð ykkur hjartanlega velkomin til
þessarar Háskólahátíðar, þegar kandídatar
taka við prófskírteinum úr hendi deildarfor-
seta. Háskólaprófið, sem við fögnum á þess-
ari stundu, er mikilvægur áfangi í lífi hvers
stúdents. Að baki er langvinnt strit námsins,
cn framundan líf og starf eða næsti hjalli í
framhaldsnámi. Hvort heldur sem þið, kæru
kandídatar, nú snúið til starfa í atvinnulífi eða
hyggið á frekara nám, fylgja ykkur velfam-
aðaróskir Háskólans og einlægar vonir, að
það vegamesti, sem þið takið með ykkur
héðan, reynist heilladrjúgt. Reyndar mun
fljótt fymast yfir margan þann fróðleik, sem
þið hafið kynnst á námsárunum. Þekkingu
Eeygir ört fram, og því verða mörg efnisat-
nði fagbóka úrelt á skömmum tíma. Það veg-
arnesti, sem við vonum, að reynist ykkur
hrýgst, er hins vegar traust þjálfun í gmnn-
greinum fræðanna og aðferðunt þeirra, geta
til sjálfsnáms og afkasta í vinnu, víðsýni og
gagnrýnin hugsun. Með þessa þjálfun sem
vegarnesti ættuð þið að kunna sundtökin í
Þeim flaumi upplýsinga, sem færir ósynda á
kaf. Ykkur ætti að reynast létt að sía mark-
verðar nýjungar úr þessum flaumi og end-
arnýja þekkingarforðann jafnskjótt og lær-
dómur skólagöngunnar gengur úr sér. Gildi
háskólamenntunar felst einmitt í þessari
þjálfun til sjálfsbjargar, sem gerir ykkur
kleift að læra af erfiðleikum og nýta ný við-
horf og þekkingu til aukins þroska.
Oft hafa þær raddir heyrst, að þjóðin
stefni í ógöngur vegna offjölgunar háskóla-
menntaðra manna og ekki blasi annað við
mörgum þeirra en atvinnuleysi eftir langa
skólagöngu. Þessar raddir eru skiljanlegar, ef
Þ$r gera ráð fyrir, að háskólamenntun nýtist
aðeins til starfa hjá ríki og opinberum stofn-
unurn. Þannig var þessu lengi farið hér á
landi, þar sem helstu atvinnuvegir okkar,
fiskveiðar og landbúnaður, gátu lítið nýtt sér
háskólamenntun en þurftu mikinn mannafla.
Nú eru tímar breyttir og tækni þessara at-
vinnugreina komin á það stig, að tiltölulega
fáir sjómenn geta veitt þann afla, sem fiski-
stofnarnir geta gefið og fáir bændur geta
framleitt þær afurðir landbúnaðar, sem þjóð-
in þarfnast. Stærstur hluti vinnandi fólks
sinnir þjónustu, verslun og iðnaði, og þar fer
hlutur háskólamenntaðra starfsmanna vax-
andi. Flestum mikilvægustu fyrirtækjum
landsmanna er nú stjómað af mönnum með
háskólamenntun, og ljóst er, að velferð þeirra
veltur öðru fremur á traustri þekkingu starfs-
manna og fæmi þeirra til að laga sig að
breyttum viðhorfum. Nú em samningar að
takast um evrópskt efnahagssvæði, og við
blasir, að í kjölfar þeirra munu verða róttæk-
ari breytingar á efnahagslífi okkar en nokkru
sinni fyrr í sögu lýðveldisins. Þar mun reyna
á þekkingu okkar og hæfni. Fyrir réttum
fimmtíu ámm, þegar styrjöld geisaði um Evr-
ópu, og íslendingar voru að búa sig undir
stofnun lýðveldis og fullt sjálfstæði í utanrík-
ismálum, tók Háskóli íslands upp menntun í
viðskiptafræðum. Á Háskólahátíð fyrsta
vetrardag 1941 komst rektor Alexander Jó-
hannesson m.a. svo að orði: „... Háskólinn
væntir þess, að kennsla í þessum fræðum
verði til þess, að margir gagnmenntaðir menn
bætist í hóp forystumanna í verzlun og við-
skiptum, en undir meðferð þeirra mála er að
miklu leyti komin efnaleg afkoma hverrar
þjóðar. Samningamenn við erlendar þjóðir í
verzlun, í viðskiptum, í utanríkismálum
verða að standa jafnfætis að þekkingu þeim
mönnum, er þeir eiga að semja við, og ef vel
á að vera, öllu framar. Úrslit samninga jafn-
rétthárra aðila eru ætíð að verulegu leyti
komin undir þekkingu samningsaðila, og
þekkingin ber að lokum sigur úr býtum ...“
Þær væntingar, sem rektor Alexander bar í
brjósti til þeirra, sem stunduðu nám í laga- og
hagfræðisdeild eins og hún var þá kölluð og
nú viðskipta- og hagfræðideild, hafa fyllilega
ræst. Á fimmtíu árum hefur deildin braut-
skráð 1.661 kandídat, og margir þeirra hafa
orðið forustumenn okkar í verslun og við-
skiptum. Með vaxandi efnahagssamvinnu og