Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 282
280
Árbók Háskóla íslands
fræði, eðlisfræði og efnafræði, dreifðust á öll
námsárin. Háar kröfur voru gerðar í stærð-
fræði og kennarar mjög vel menntaðir, en of
lítið mið var tekið af þörfum verkfræðinema.
Eðlisfræðikennslunni var hælt, efnafræði-
námskeið voru talin hæfilega þung og voru vel
kennd, en gagnrýnt var, sbr. áður, að nemendur
í rafmagnsverkfræði tóku þau ekki.
Einna versta einkunn fékk bókasafnið.
Það var talið alls ófullnægjandi „... to meet
the intellectual needs of its faculty members
and students ..." I skýrslunni segir, að Islend-
ingar ættu að gera það að forgangsverkefni
að bæta bókasafn Háskólans.
Framgangs- og launakerfi verkfræði-
deildar var talið flókið, og í því voru þættir,
sem höfðu neikvæð áhrif á móral og afköst
starfsmanna, menn hylltust til að kenna of
mikið og of lengi. Deildarforsetar og skorar-
formenn skyldu valdir úr hópi þeirra, sem
væru hæftr og áhugasamir um slík störf,
fremur en kosnir reglubundið úr hópi allra;
stjómun ætti að meta til launa engu síður en
rannsóknir. Þá var bent á, að starfslið skrif-
stofu væri alltof fámennt.
Pétur K. Maack, varadeildarforseti,
þakkaði fráfarandi deildarforseta, Þorsteini
Helgasyni, forgöngu hans um gerð ABET-út-
tektar á verkfræðideild og þá miklu undir-
búningsvinnu, sem úttektinni var samfara.
Vísindanefnd/M. S. samræmisnefnd
Erindisbréf nýstofnaðrar vísindanefndar
var samþykkt á deildarráðsfundi, 16. nóvem-
ber 1993. Hlutverk nefndarinnar verður: I)
að annast hlutverk M. S. samræmingar-
nefndar samkvæmt reglum um M. S. nám í
verkfræðideild; 2) að fylgjast með vísinda-
legum rannsóknum og rannsóknartengdu
námi við deildina og leiðbeina við umsóknir
um rannsóknarstyrki; 3) að fara yfir um-
sóknir um tækjakaup á vegum deildarinnar
og forgangsraða umsóknum fyrir deildarráð;
4) að annast ýmis þau verkefni, sem deildar-
ráð kann að fela nefndinni svo sem mótun
vísinda- og rannsóknarstefnu deildarinnar,
kanna samstarfsmöguleika við erlendar og
innlendar rannsóknarstofnanir og að hjálpa
starfsmönnum til þess að komast á ráðstefnur
eða fundi vegna rannsóknarsamvinnu. Sam-
þykkt var, að skorarformenn sætu í þessari
nefnd og að Ragnar Sigbjörnsson kallaði
hana saman. Nefhdin var skipuð til tveggja
ára.
Nefndir
Á deildarfundi, 25. september 1991, voru
eftirtaldir kennarar tilnefndir í starfsnefndir
háskólaráðs; Valdimar K. Jónsson í Stjóm-
sýslunefnd; Sæmundur Oskarsson í Kennslu-
nefnd; Þorsteinn Helgason í Alþjóðasam-
skiptanefnd; Þorbjöm Karlsson í Vísinda-
nefnd og Anna Soffía Hauksdóttir í Þróunar-
nefnd. Á deildarfundi, 18. desember 1991,
var tilkynnt, að Þorsteinn Þorsteinsson, Pétur
K. Maack og Jón Atli Benediktsson hefðu
verið skipaðir af hálfu kennara í nefnd til að
gera úttekt á verkfræðinámi. Stúdentar áttu
einnig fulltrúa í nefndinni, þá Ara Hauksson,
Sigurjón Þ. Ámason og Sigþór Ara Sigþórs-
son. Pétur K. Maack lagði til, að nefndin
skilaði af sér ekki síðar en 1. maí 1992. I
nefnd til að ræða samræmingu próf- og
kennslutímabila raunvísindadeildar og verk-
fræðideildar voru tilnefnd af hálfu verkfræði-
deildar Valdimar K. Jónsson, Anna Soffia
Hauksdóttir og Bjami Þ. Bjamason.
Þorgeir Pálsson var kjörinn fulltrúi verk-
fræðideildar í Vísindanefnd háskólaráðs til
þriggja ára (frá hausti 1991). í janúar 1992 var
hann einnig skipaður til þriggja ára í Ráðgjaf-
amefnd háskólaráðs um framgang. Bragi
Árnason var skipaður fulltrúi verkfræði- og
raunvísindadeildar í Vísindaráð frá 1. nov-
ember 1991 að telja. Pétur K. Maack var skip-
aður í Tækjakaupanefnd háskólaráðs. Sam-
þykkt var á deildarráðsfundi, 9. september
1992, að skipa 3ja manna nefnd til þess að
athuga fjáröflunarleiðir vegna M. S. náms og
mælst til, að Valdimar K. Jónsson, Guðleifur
Kristmundsson og Ragnar Sigbjömsson sætu
í nefndinni. Þorsteinn Helgason var kjörinn >
Lögskýringamefnd háskólaráðs. Jens Bjama-
son, Jón Atli Benediktsson og Sigurður
Brynjólfsson vom tilnefndir í Kennsluskrar-
nefnd 1993. Þá hreyfði deildarforseti jteirri
hugmynd, að deildin réði mann í 6 mánuði til
þess að aðstoða Kennsluskrámefnd við að
samræma og endurskoða námið í deildinm.
slík endurskoðun væri í samræmi við tillögur
ABET-nefndarinnar, og að á sínum tíma hefð'
menntamálaráðuneytið gefið fyrirheit um að