Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 274
272
Árbók Háskóla íslands
haga. Fastir starfsmenn skrifstofunnar þetta
tímabil voru fjórir: Pálmi Jóhannesson, lic.-
és-lettres, og Sigurður V. Friðþjófsson, cand.
mag., skrifstofustjórar, og Lilja Þorleifsdóttir
og Edda Einarsdóttir, fulltrúar. A fjárlögum
teljast Pálmi og Lilja starfsmenn verkfræði-
deildar, en Sigurður og Edda starfsmenn
raunvísindadeildar, þótt öll vinni jöfnum
höndum fyrir báðar deildimar.
Nefndir
Innan raunvísindadeildar starfar fjöldi
nefnda. Þessar eru þær helstu:
Framgangsnefnd: Hún gerir tillögur til
deildarforseta um meðferð umsókna um
framgang. Frá 1.10.1987 sátu í nefndinni
Eggert Briem, Unnsteinn Stefánsson og Þor-
leifur Einarsson. I september 1989 tók Hall-
dór Þormar sæti Unnsteins. Haustið 1991 til-
nefndi deildarforseti Jakob Yngvason, Hall-
dór Þormar og Þorleif Einarsson í nefndina.
Vísindanefnd: Vísindanefnd raunvís-
indadeildar var stofnuð 10.6.1992 til að fjalla
um tækjakaupaumsóknir, skipulagningu og
fjármögnun M. S. náms og um vísindastarf
innan deildarinnar. I nefndina voru kjömir
Agúst Kvaran, Sigurður Steinþórsson og Örn
Helgason. Hinn 16.3.1994 kaus deildarráð
Ara Ólafsson, Agúst Kvaran og Halldór
Þormar í nefndina.
Nefnd um M. S. nám: Þessi nefnd var
stofnuð 16.1.1989 til að afgreiða umsóknir
um M. S. nám o. fl., og í hana vom kjörnir
Bragi Arnason, Halldór Þormar og Stefán
Arnórsson. Sumarið 1994 kaus deildarráð
Jakob Yngvason í nefndina.
Fjármálanefnd: Nefndin var stofnuð
29.9.93 til þess að fylgjast með fjármálum
deildarinnar, kanna forsendur Fjármála-
nefndar háskólaráðs fyrir úthlutun fjár og
gera tillögur um skiptingu fjárveitinga milli
skora. I nefndina voru skipaðir Þorsteinn Vil-
hjálmsson, Jón Bragi Bjamason og Logi
Jónsson.
íðorðanefnd raunvísindadeildar var
stofnuð 28.11.1990 og í hana kjömir Sigur-
jón N. Ólafsson, Sigurður S. Snorrason og
Jón Eiríksson. Iðorðastarf deildar hefur ann-
ars að mestu farið fram í skorum.
Kennsluháttanefnd I: Hún var skipuð í
mars 1992 til að gera tillögur um breytingar
á kennsluháttum í deildinni. í nefndinni sátu
Hjálmtýr Hafsteinsson, Jakob Yngvason
(formaður), Ragnar Sigurðsson, Sigmundur
Guðbjamason, Sigurður Snorrason, Stefán
Amórsson og Guðmundur Georgsson, full-
trúi stúdenta. I september 1992 tók Hösk-
uldur Ari Hauksson sæti Guðmundar Georgs-
sonar í nefndinni. Nefndin skilaði skýrslu
dags. 10.12.1992.
Kennsluháttanefnd II: Þessi nefnd var
sett á laggimar 11.5.1994 í framhaldi af
hinni fyrri. I hana voru skipaðir Oddur
Benediktsson (formaður), Einar Ámason,
Jón I. Magnússon, Leó Kristjánsson, Sigur-
jón N. Ólafsson og Stefán Amórsson. Full-
trúi stúdenta var Bjami Fr. Kristjánsson. I
september 1994 tóku Einar H. Guðmunds-
son og Jón K. F. Geirsson sæti Leós og Sig-
urjóns. Starfsmaður nefndarinnar var Hall-
dór Guðjónsson. Nefndin skilaði skýrslu í
nóvember 1994.
Kennaramenntunamefnd: Þessi nefnd
var skipuð þeim Sigurði Steinþórssyni, Sven
Þ. Sigurðssyni og Þóru Ellen Þórhallsdóttur
og var sett á laggirnar 9.10.1991 til að gera
tillögur um leiðir til að efla kennaramenntun
við deildina.
Húsnæðismál
Á tímabilinu 1990-1994 urðu engar telj-
andi breytingar í húsnæðismálum deildar-
innar, hún hafði aðsetur í eftirtöldum 12
húsum: VR-I, VR-II, VR-III, húsi Raunvís-
indastofnunar við Dunhaga, Tæknigarði,
Loftskeytastöð, Jarðfræðahúsi, Aðalbygg-
ingu, Grensásvegi 9 og 12, Ármúla 1 og
Skúlagötu 4. Háskólaráð samþykkti á fundi í
febrúar 1994, að hús yfir náttúmfræðigreinar
og Norrænu eldfjallastöðina yrði reist >
Vatnsmýrinni sunnan við Norræna húsið.
Kynningar
Raunvísindadeild tók þátt í sameiginlegri
kynningu Háskólans og framhaldsskólastigs-
ins alls í Þjóðarbókhlöðu í mars 1992, en
síðan hefur deildin tekið þátt í árlegri náms-
kynningu á vegum Háskólans og fleiri skóla.
I mars 1994 kom út endurskoðaður kynning-
arbæklingur um deildina, en eldri útgáfa var
frá febrúar 1990. Á vegum Kynningar-
nefndar háskólaráðs var búin til 40 mínútna