Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 199
Úr gerðabókum háskólaráðs
197
Bjarna Ármannssyni að vinna, ásamt rektor,
að endurskoðun á orðalagi þessa liðar. Liður
8 var samþykktur, en 12. lið frestað. Sam-
þykkt var að vísa 14. lið til millifundanefndar
þeirrar, sem fjallar um í 7. lið.
134)2.92: Lagt var fram bréf mm, dags. 30.
m., ásamt ljósriti af bréft til Gunnlaugs H.
Jónssonar, Örlygs Geirssonar, skrifstofustjóra
menntamálaráðuneytisins, og Ásdísar Sigur-
jónsdóttur, deildarsérfræðings fjármálaráðu-
neytisins, um Samráðsnefnd um fjármál
Háskóla íslands, menntamálaráðuneytisins
°8 fjármálaráðuneytisins, skipun nefndar-
innar og hlutverk.
Næst voru teknir fyrir þeir liðir í tillögum
Fjármálanefndar, sem ekki höfðu hlotið
afgreiðslu á fundi þann 30. f. m. Millifunda-
nefnd háskólaráðs lagði til, að 7. liður orðað-
lst svo: „Heildarfjöldi kennslustunda með
vtðveru kennara (fyrirlestrar, dæmatímar og
verklegir tímar) fyrir nemendur í fullu námi
Ö5e) verði að jafnaði ekki meiri en 24 á viku
nema, þar sem tímafrekar verklegar æfingar
eru óhjákvæmilegar vegna eðlis námsins."
Samþykkt samhljóða. Að tillögu millifunda-
nefndar orðaðist 14. liður svo: „Leitað verði
'eiða til að draga úr kostnaði við próf. Meðal
iiða, sem þar kæmu til greina, eru: 1) Fjölgun
tve8gja missera námskeiða og samsvarandi
ækkun prófa. 2) Stytting á tímalengd prófa úr
stundum í 3. 3) Hluti einkunna verði
nyggður á frammistöðu á misserinu og loka-
Próf í námskeiðinu stytt.“ Samþykkt einróma.
I heild voru samþykktir, sem byggðu á til-
mgum Fjármálanefndar, þessar:
i • Skráningargjöld verði innheimt að fullu í
samræmi við heimildir í fjárlögum og
verði 17.000 kr. á háskólaárinu 1992-
•993 í stað 2.000 kr. nú. Auk þess verði
innheimt gjöld til Stúdentaráðs og
Félagsstofnunar stúdenta.
Ekki verði stofnaðar nýjar tímabundnar
•ektorsstöður, nema tryggt sé, að fjárveit-
lng til vinnuskyldu við rannsóknir og
kennslu sé fyrir hendi.
• Á árinu 1992 verður ekki ráðið í stöður,
sem losna við það, að starfsmaður hættir.
lelji rektor það óhjákvæmilegt vegna
stöðu viðkomandi kennslugreinar eða
verkefnis, getur hann veitt undanþágu.
• Þak á yftrvinnu vegna kennslu, sem lyft
var á árinu 1991 vegna erfiðleika við að
fá stundakennara, verði fært í fyrra horf.
Telji rektor það óhjákvæmilegt vegna
stöðu viðkomandi kennslugreinar eða
verkefnis, getur hann veitt undanþágu.
5. Tfmabundið verði settar strangari kröfur
en áður um skráningar í námskeið til þess
að þau verði kennd. Mat á þessu verði í
höndum deilda.
6. Fjöldi fyrirlestra verði takmarkaður
þannig, að þeir verði ekki fleiri en einn á
viku á hverja námseiningu (13-15 alls á
hverja einingu). Telji rektor það óhjá-
kvæmilegt vegna stöðu viðkomandi
kennslugreinar eða verkefnis, getur hann
veitt undanþágu.
7. Heildarfjöldi kennslustunda með viðveru
kennara (fyrirlestrar, dæmatímar og
verklegir tímar) fyrir nemendur í fullu
námi (15e) verði að jafnaði ekki fleiri en
24 á viku, nema þar sem tímafrekar verk-
legar æfingar eru óhjákvæmilegar vegna
eðlis námsins.
8. Deildir leiti leiða til að draga úr kostnaði
við málstofur, dæmatíma og verklegar
æfingar með breyttu skipulagi og með
því að nota nemendur í framhaldsnámi
og á síðasta námsári sem leiðbeinendur.
Hver deild athugi sérstaklega, hvaða
námskeið eru hlutfallslega dýrust og end-
urskipuleggi þau, ef fært er.
9. Athugað verði með samdrátt og uppsögn
á leiguhúsnæði.
10. Dregið verði úr kaupum á rekstrarvörum
og þjónustu, eftir því sem hægt er. Leitað
verði tilboða í þjónustu, þar sem það er
talið hagkvæmt.
11.1 samráði við deildarforseta og mennta-
málaráðuneytið verði skoðað, hvort ein-
hver verkefni, sem hafa verið kostuð af
fjárveitingum til Háskóla Islands, oft að
frumkvæði ráðuneytisins, skuli felld
niður í spamaðarskyni eða komið fyrir
annars staðar.
12. Þessar ráðstafanir hafa mismikil áhrif á
deildir og ólíklegt, að nægjanlegur spam-
aður náist fyrir Háskólann í heild. Þeim
deildum, sem verða fyrir litlum niður-
skurði með ofangreindum tillögum, er
falið að leita annarra leiða til niður-
skurðar (frestað).