Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 263
Starfsemi háskóladeilda
Heimspekideild
261
Almenn stjórnsýsla
Heimspekideild skiptist í átta skorir: 1)
íslenskuskor, 2) sagnfræðiskor, 3) heim-
spekiskor, 4) bókmennta- og málfræðiskor,
5) enskuskor, 6) skor þýsku og Norðurlanda-
mala, 7) skor rómanskra og slavneskra mála
°8 B) skor íslensku fyrir erlenda stúdenta.
Skorarformenn eiga sæti í deildarráði heim-
spekideildar ásamt deildarforseta, varadeild-
arforseta og tveimur fulltrúum stúdenta.
Kristján Amason gegndi starfi deildar-
forseta háskólaárin 1991-1992 og 1992-1993
°8 Gunnar Karlsson varadeildarforseta-
storfum á sama tíma. Vésteinn Ólason var
kjörinn deildarforseti fyrir háskólaárið 1993-
1994 og Páll Skúlason varadeildarforseti.
Á deildarráðsfundi, 25. október 1991,
v°ru samþykktar nýjar reglur um verkaskipt-
'ngu valdstofnana heimspekideildar í stað
gildandi reglna frá nóvember 1981. Einnig
voru samþykktar vinnureglur um doktors-
nam í deildinni, unnar af Sveinbimi Rafns-
*yni, Þór Whitehead, Gunnari Karlssyni,
hiríki Rögnvaldssyni og Vésteini Ólasyni.
essar reglur eru ítarlegar og vísast til þeirra
i netútgáfu.
Kosnir voru fulltrúar kennara í stjómir
rannsóknarstofnana heimspekideildar, gildis-
l'"m' frá 1. janúar 1992. Matthías Viðar
Bæniundsson og Vésteinn Ólason voru
osnir f stjóm Bókmenntafræðistofnunar til
tveggja ára; Mikael M. Karlsson og Erlendur
onsson í stjóm Heimspekistofnunar til
þriggja ára; Guðrún Þórhallsdóttir og Halldór
^nnann Sigurðsson í stjóm Málvísindastofn-
nnar til tveggja ára og Gísli Ágúst Gunn-
augsson og Guðmundur Hálfdanarson í
^jpm Sagnfræðistofnunar til tveggja ára.
jnlfkjörið var í allar stöðumar.
Heildarforseti greindi frá því á deildar-
raðsfundi, 20. nóvember 1992, að útlit væri
yrir 8 m. kr. halla á rekstri deildarinnar árið
1992.
^úsnaeðismál
Á deildarráðsfundi, 28. ágúst 1992, var
sjofnuð ný húsnefnd fyrir Ámagarð og í hana
Sk,Puö Margrét Jónsdóttir, formaður, Svein-
bjöm Rafnsson og Sverrir Tómasson. Á
deildarráðsfundi, 19. maí 1993, greindi
Mikael M. Karlsson frá bágu ástandi í hús-
næðismálum kennara í Aðalbyggingu H. I.
og taldi mikilla úrbóta þörf. Þann 1. október
1993 var stofnuð nefnd til að kanna nánar
húsnæðisþörf deildarinnar og til að gera til-
lögur um úrbætur og ráðstöfun þess hús-
næðis, sem fengist. I nefndina vom kosnir
Þór Whitehead, formaður, Sigurður Péturs-
son og Mikael M. Karlsson. Bréf háskóla-
rektors frá 1. júlí 1993 var kynnt, en þar lýsir
hann áhyggjum vegna ástands byggingar-
innar Ámagarðs og fer þess á leit við ráð-
herra, að hann beiti sér fyrir því, að útveguð
verði sérstök fjárveiting til viðgerðar á hús-
inu.
Alþjóðasamskipti, ráðstefnur
Samþykkt var að bjóða James Kissane
frá Grinnell-háskóla í Iowa að flytja opin-
beran fyrirlestur í október 1991 og að bjóða
Arthur E. Imhof, prófessor í félagssögu frá
Freie Universitát Berlin, til fyrirlestrahalds.
Samþykkt var, að Jan Ragnar Hagland, pró-
fessor í norrænu við háskólann í Þrándheimi,
kenndi á vegum Nordplus vestumorræna
rúnafræði og málsögu á vormisseri 1993.
Samþykkt var, að á þessu misseri flyttu
einnig fyrirlestra Paavo V. T. Kettunen frá
háskólanum í Jyváskylá, hann fjallaði um
sænskt ríkismál og sænskar mállýskur, Ase
Hjort Lervik, prófessor í norrænum bók-
menntum við háskólann í Tromsö, sem ræddi
um norrænar kvennabókmenntir, og Áke
Jonsson frá háskólanum í Umeá, en fyrir-
lestrar hans yrðu um málrækt.
Samþykkt var einróma í deildarráði að
bjóða Javier Donezar, prófessor við Univer-
sidad Autónoma de Madrid (UAM), að halda
30 fyrirlestra á vormisseri 1993 um nútíma-
sögu Spánar. Námskeiðið var á vegum
Erasmus samstarfsnetsins. Aitor Yraola,
lektor í spænsku, átti frumkvæði að því að
koma á þessu námskeiði á milli Háskóla
íslands, UAM og háskólans í Trieste á Italíu.
Á vormisseri kenndi Nordplus-skiptikennar-
inn Jon Askeland frá Bergen argentískar bók-