Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Síða 272
270
Árbók Háskóla íslands
ráða aðstoðarmann við yfirferð prófa og gerð
verkefna, og heimiluð yrði aukagreiðsla
vegna stjómunarálags.
Námsnefnd í sálfræði bar fram ósk um
auknar kröfur um námsárangur í tilteknum
greinum í sálfræði á fyrsta ári námsins, og
var borið við hinum mikla fjölda nemenda í
greininni. A þessar kröfur var ekki fallist,
vafasamt væri að nota tilfallandi fjölda nem-
enda sem forsendu fyrir hertum námskröfum.
Námsnefnd í stjómmálafræði fjallaði
ekki um námskeið Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar í kennsluskrám 1993-1995
vegna samskiptaörðugleika við viðkomandi
kennara, og var þá ákveðið, að námskeið
hans heyrðu beint undir deildarráð. Mælst
var til þess af samskiptaráði, að tekið yrði
upp nám túlka heymarlausra við Háskólann.
A deildarfundi, 6. maí 1994, var samþykkt að
taka upp nám í atvinnulífsfræði sem auka-
grein til 30 eininga.
Nemendur
Á deildarráðsfundi, 9. október 1992,
ræddi fulltrúi stúdenta, Gerður Gestsdóttir,
hagsmunamál stúdenta, húsnæði vantaði
fyrir félagsstarf og lestur, sérstaklega fyrir
þá, sem væru að útskrifast. Óskir væm einnig
um prófnúmerakerfi, og að sama form væri
alltaf á haustprófum og vorprófum. Stúdentar
töldu einnig tímabært að samræma eininga-
mat milli greina.
Heiðursdoktorar
Ákveðið var að sæma Hafstein Guð-
mundsson, forstjóra Þjóðsögu, heiðursdokt-
orsnafnbót við félagsvísindadeild. Við athöfn
í hátíðarsal Háskólans, 25. júní 1994, var
honum veittur titillinn doctor scientiae rerum
socialium lionoris causa.
Rannsóknir, fyrirlestrahald
Deildarráðsfundur, 13. nóvember 1992,
samþykkti að bjóða Temple Grandin að halda
opinberan fyrirlestur við deildina. William
Key, gistilektor, hélt fyrirlestur í desember
1992 í boði Félagsvísindastofnunar. Þar
ræddi hann um um vísindi, tækni og hlutverk
ríkisvaldsins. Vladimir J. Konecni, prófessor
í sálfræði við Kaliforníuháskóla í San Diego,
hélt tvo fyrirlestra í boði deildarinnar, þann 7.
og 9. september 1992. Samþykkt var að
bjóða John R. Bockstoce, fornleifafræðingi.
að halda fyrirlestur við deildina, og sam-
þykkt var að bjóða Daniel Vasey, prófessor
við háskólann í Iowa, að halda fyrirlestur
sumarið 1993, en hann var þá hér við rann-
sóknarstörf. Charles B. Schudson, dómari i
áfrýjunarrétti bamavemdarmála í Wisconsin
í Bandaríkjunum, hélt fyrirlestra við deildina
20.-21. september 1993 í boði deildarinnar.
Árið 1993 var dr. Gregory Boyle boðið að
flytja opinberan fyrirlestur um þáttagrein-
ingu.
Sjóðir
Samþykkt var að stofna þróunarsjóð, sem
styrkti áætlanagerð og nýmæli í kennslu.
Umsjá var falin Jóni Torfa Jónassyni og
Gunnari Helga Kristinssyni.
Opið hús
Opið hús var haldið í Háskóla íslands 21-
mars 1993.
Reykingar
Með bréfi til deildarfundar, dagsettu 25-
mars 1994, kvörtuðu nokkrir kennarar í Odda
undan óþægindum af tóbaksreyk í bygginS'
unni og fóru fram á, að reykingar yrðu ekki
leyfðar í kaffistofu hússins, enda hefðu reyk-
ingar þá þegar verið bannaðar annars staðar i
húsinu. Bréfið undirrituðu Guðný Guð-
björnsdóttir, Friðrik H. Jónsson, Sigrún Aðal-
bjamardóttir og Þorbjöm Broddason.
Rannsóknarstöð í bókasafns- og upP'
lýsingamálum
Rannsóknarstöð í bókasafns- og upP'
lýsingamálum var sett á laggimar árið 19°°.
og hefur hún alla tíð síðan verið rekin ein-
göngu fyrir sjálfsaflafé. Til samanburðar nu
benda á, að innan annarra deilda svo sem
heimspekideildar hafa litlar rannsóknarstofn-
anir fengið fjárveitingar, sem nema hálfr*
stöðu. Slíkar stöður nýtast til að afla verketiu
og annast rannsóknarþjónustu. Því var óska
eftir, að Rannsóknarstöð í bókasafns- °2
upplýsingamálum fengi að búa við sömu kjor
og hlyti hálfa stöðu.