Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 190
188
Árbók Háskóla íslands
stöðumaðurinn er jafnframt prófessor í
læknadeild frá sama tíma.
Upplýsingaþjónusta Háskólans
16.12.93: Jón Erlendsson, forstöðumaður
Upplýsingaþjónustu Háskólans, kynnti stofn-
unina og þá þjónustu, sem hún býður. Helstu
verkefni eru: Atvinnumálaátak, samvinna
kennara og nemenda um námsgagnagerð,
námskeið um upplýsingaöflun og hagræð-
ingarverkefni. Háskólaráð tók fundarhlé og
kynnti sér aðstöðu Upplýsingaþjónustunnar í
kjallara Aðalbyggingar Háskólans.
Úttekt á verkfræðideild (ABET)
11.11.93: Júlíus Sólnes, forseti verkfræði-
deildar, kynnti úttekt, sem nýlega hafði verið
gerð á verkfræðideild. Margt, sem kom fram
í niðurstöðum úttektarinnar, átti vel við
Háskólann í heild. Almennt fékk deildin
góða einkunn, en matsmenn töldu þó bóka-
safnið vera fyrir neðan allar hellur. Þá voru
gerðar sérstakar athugasemdir við launa-
kerfið og tíundaðir ýmsir ágallar á því auk
athugasemda við stjómkerfi deildarinnar. Að
loknu máli Júlíusar lýstu menn ánægju með
úttektina og lærdóminn, sem af henni mátti
draga. Talið var æskilegt að gera hliðstæðar
úttektir á öðrum deildum skólans og á stjórn-
kerfi deilda og Háskólans í heild, og þegar
væri í undirbúningi úttekt á hagfræðinámi.
Kostnaður við úttektina í verkfræðideild var
tiltölulega lágur og að hluta til greiddur af
Verkfræðingafélaginu, menntamálaráðuneyt-
inu og iðnaðarráðuneytinu. Ákveðið var, að
rektor, forseti verkfræðideildar og fulltrúi
Félags verkfræðinga ræddu niðurstöður
úttektarinnar við menntamálaráðherra.
Styrkur til ytra mats á starfsemi hagfræði-
skorar
16,12,93: Menntamálaráðuneytið veitti með
bréfi, dags. 15. f. m., Háskóla íslands
400.000 kr. styrk á næsta ári til ytra mats á
starfsemi hagfræðiskorar.
Viðskiptafræðistofnun Háskóla íslands
03.10,91: Lagt var fram bréf mm. frá 25.
f. m. Þar er vísað til bréfs rektors, dags. 16.
f. m., viðvíkjandi tillögu um reglugerð fyrir
Viðskiptafræðistofnun Háskóla íslands.
Ráðuneytið óskaði eftir greinargerð með
umræddri tillögu, og yrði þar gerð grein fyrir
verkaskiptingu og samvinnu fyrirhugaðrar
Viðskiptafræðistofnunar og Hagfræðistofn-
unar Háskóla íslands.
III. Próf og kennsla
Djáknanám
10.12.1992: Forseti guðfræðideildar mælti
fyrir tillögu, um að guðfræðideild fengi
heimild til að hefja kennslu í djáknafræðum
við Háskóla Islands. Nemendur í djáknanámi
sæktu að mestu þau námskeið, sem þegar
væru kennd í guðfræðideild, en upp yrði
tekið eitt nýtt námskeið í djáknafræðum.
Nemendur án háskólaprófs tækju 90 einingar
og fengju B. A. próf. Nemendur með
háskólapróf tækju 30 einingar. Kostnaður
yrði lítill. Samþykkt var, að rektor leitaði
heimildar menntamálaráðuneytisins til að
taka upp djáknakennslu.
01.04,93: Menntamálaráðuneytið heimilaði
með bréfi, dags. 18. f. m., að djáknakennsla á
vegum guðfræðideildar hefðist frá og með
næsta kennsluári. Einnig taldi ráðuneytið
æskilegt, að reglugerð H. í. breyttist til sam-
ræmis við þessa nýju skipun, og var óskað
tillagna Háskólans um þessa reglugerðar-
breytingu.
Dýralæknanám
15.08.91: Lagt var fram bréf mrn, dags. H-
f. m., um skipun nefndar til að kanna,
hvemig stofnað yrði til fyrri hluta náms i
dýralækningum til B. S. prófs við Háskóla
Islands í tengslum við Tilraunastöð Háskól-
ans í meinafræði að Keldum. Hlutverk
nefndarinnar var að meta eftirspum eftir
náminu, gera tillögur um fyrirkomulag og
innihald þess, þegar til kæmi, og áætla starfs-
mannaþörf og kostnað.
Erlendir stúdentar
09.04.92: Tekið var fyrir bréf, dags. 19. febr-
úar sl., frá samstarfsnefnd félagsvísinda-
deildar og heimspekideildar um leyfi til að
halda námskeið fyrir erlenda stúdenta um
íslenskt samfélag og menningu. Gert var ráð
fyrir, að sérstaklega yrði sótt um fjárveitingu