Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 246
244
Árbók Háskóla íslands
fræði væri kennd af viðkomandi deild eða
skor innan Háskólans í stað þess að fela
þessa kennslu stundakennurum eins og gert
hafði verið. Kennsla í eðlisfræði og stærð-
fræði var því færð yfir til viðkomandi skora
raunvísindadeildar. Kennsla í líffæra- og líf-
eðlisfræði var færð yfir til kennara á vegum
Rannsóknarstofu í lífeðlisfræði og eiturefna-
fræði yfir til Rannsóknarstofu í lyfjafræði.
Framhaldsnám í lyfjafræði
Veturinn 1993 til 1994 skráðu tveir nem-
endur sig til meistaranáms í lyfjafræði.
Námið er metið til 60 eininga (þ. e. fjögurra
missera nám). Það felur í sér þjálfun í vís-
indalegum vinnubrögðum, og er ritgerð
byggð á eigin rannsókn hluti námsins. Stærð
rannsóknaverkefnisins er 30 til 45 einingar,
en annarra eininga aflar nemandinn sér með
þátttöku í námskeiðum, hér heima og erlend-
is. Auk ritgerðar er ætlast til þess, að nemandi
skrifi a. m. k. eina vísindalega grein í ritrýnt
alþjóðlegt tímarit. Fyrsti nemandinn mun
væntanlega ljúka námi vorið 1996. Veturinn
1994 til 1995 var tekið upp doktorsnám í
lyfjafræði, og hafa þegar tveir nemendur inn-
ritast í námið. Tii að styrkja þetta rannsókn-
artengda nám í lyfjafræði hefur lyfjafræði
lyfsala gerst aðili að samtökum lyfjafræðihá-
skóla í Evrópu, Association Européenne des
Facultés de Pharmacie og Nordisk Feder-
ation för Farmaceutisk Undervisning
(NFFU), sem eru samtök lyfjafræðiháskóla
og eftirmenntunarstofnana lyfjafræðingafé-
laganna á Norðurlöndum.
Rannsóknir
Mikil gróska var í grunnrannsóknum í
lyfjafræði, og voru helstu rannsóknaverkefni
kennara þessi: Akonitíninnihald bláhjálms,
innihaldsefni í íslenskum fléttum, fram-
leiðsla og eiginleikar lípósóma, lyfjagjöf um
nef, samtenging lyfja, cýklódextrínfléttur,
leysanleiki og stöðugleiki krabbameinslyfja í
vatni, mjúk lyf, míkróhylki, matrixutöflur og
steralausnir til meðhöndlunar á bólgusjúk-
dómum í munnholi. Virkt rannsóknarsam-
starf var við háskóla og stofnanir í Evrópu,
Bandaríkjunum og Japan, sem og við aðra
kennara Háskóla Islands. Á tímabilinu hlutu
kennarar margvíslega styrki til rannsókna
sinna, bæði innlenda og erlenda. Kennarar
hafa birt fjölda ritgerða, sem byggðar eru a
þessum rannsóknum, og eru þær taldar upp 1
sérútgáfum um rit háskólakennara.
Erlend samskipti
Á vormisseri 1992 var dr. John Cleary frá
háskólanum í Mississippi í Bandaríkjunum
Fulbright-gestaprófessor við Háskólann, og
kenndi hann lyfjafræðinemum eitt námskeið
um notkun lyfja á sjúkrahúsum. Dr. Cleary
kenndi auk þess endurmenntunamámskeið
fyrir lyfjafræðinga og leiðbeindi sjúkrahús-
lyfjafræðingum í umræðuhópum. Ymstr
aðrir erlendir gestir komu í styttri heimsóknir
og fluttu fyrirlestra á vegum Málstofu í lyua'
fræði.
Rannsóknarstofa í lyfjafræði lyfsala
Rannsóknarstofa í lyfjafræði lyfsal3
hefur síðan 1974 annast þjónusturannsókntr.
Þær hafa að mestu verið fólgnar í þroun
framleiðsluforskrifta lyfjaforma og aðferða-
þróun í tengslum við gæðaeftirlit í lyfjafram-
leiðslu. Framan af var gæðaeftirlit fyrir lyf)a'
framleiðslufyrirtæki snar þáttur í starfsem-
inni. Samfara aukinni uppbyggingu fyr|r-
tækjanna og minnkandi framleiðslu í apO'
tekum, hefur dregið mjög úr þessari start-
semi. Nú eru rannsóknir fyrir Lyfjaeftirht
ríkisins megin verkefni rannsóknarstofunnar-
Formaður stjómamefndar lyfjafræði lyfsala
er jafnframt yfirmaður rannsóknarstofunnar.
Þorsteinn Loftsson,
Þórdís Kristmundsdóttir-