Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 43
Ræður rektors
41
starfsnefnd atvinnulífs, stofnana og skóla
landsins, sem ber heitið Sanimennt og nýtur
tttyndarlegs styrks frá Evrópubandalaginu og
jafnhás mótframlags frá íslenskum þátttak-
endum. Að nefndinni standa 19 atvinnu-
§reinasamtök, fyrirtæki, skólar og stofnanir.
Markmiðið er að auka samstarf milli skóla og
fyrirtækja, hér og erlendis, á sviði nýrrar
tækni. Einnig skal stuðlað að góðri endur-
menntun starfsfólks í fyrirtækjum til að bæta
samkeppnisfæmi þeirra. Sammennt hefur
ni- a. kannað þarfir íslensks atvinnulífs fyrir
tækni- og starfsþjálfun og leiðbeint við end-
nrmenntun og símenntun starfsmanna.
Starfsmenn skóla og fyrirtækja eru sendir til
þjálfunar í fyrirtækjum í Evrópu, námskeið
eru haldin um ýmis framfaramál, nýja staðla
1 ntálmiðnaði, geymsluþol matvæla og papp-
'fslaus viðskipti, svo að dæmi séu tekin, en
stærsta viðfangsefnið á næstu árum verður
§erð kennslugagna og rekstur námskeiða um
§æðamál og gæðastöðlun í sjávarútvegi fyrir
starfsmenn og stjómendur í sjávarútvegi í
Evrópu. Samhæfing verkefnisins verður í
höndum íslendinga, en auk þeirra standa að
þessu máli fyrirtæki, stofnanir og skólar í
Danmörku, Þýskalandi, Spáni, Portúgal, ír-
'andi, Noregi og Frakklandi.
Af því, sem nú hefur verið talið, má ráða,
að Háskólinn hefur lagt sig vemlega fram til
nð brúa það bil, sem er milli rannsókna og at-
vmnulífs. Þó verður að játa, að þessi viðleitni
er enn veikburða og fremur aukageta með
öðrum skyldustörfum starfsmanna Háskól-
ans. Bein fjárveiting til rannsókna við Há-
skólann er svo naumt skorin, að umsvif
flestra rannsóknastofnana hans eru borin
uPpi af sjálfsaflafé, sem hann fær ýmist sem
styrki úr sjóðum eða sem endurgjald fyrir
Þjónustu við stofnanir og fyrirtæki. Þetta fé
er aldrei tryggt nema til skamms tíma í senn
°§ nægir ekki til að byggja upp festu í þeim
grunnrannsóknum, sem eiga að vera megin-
verkefni starfseminnar. Háskólinn hefur
neldur ekki notið þess mikilvæga framlags,
sem stúdentar skila með rannsóknum í fram-
taldsnámi. Hann hefur til þessa aðeins boðið
grunnnám, sem veitir nemendum lítið svig-
rum til rannsókna. Reyndar hafa nokkrir
studentar jafnan verið ráðnir til sumarvinnu
v'ð rannsóknarstörf, og á þessu sumri var
gert sérstakt átak í þeim efnum, þar sem rík-
isstjómin veitti að tillögu menntamálaráð-
herra 10 m. kr. til að kosta sumarvinnu 68
nemenda við margvísleg verkefni. Þessi til-
raun þótti takast með ágætum og vonandi, að
hún verði að föstum þætti í sumarstarfi nem-
enda. Eigin rannsóknir nemenda hefjast þó
fyrst með framhaldsnámi til meistaragráðu.
Meðan þetta nám fer að mestu fram erlendis,
fara bæði Háskólinn og þjóðlífið á mis við
frjóa hugsun og ósérhlífið framlag áhuga-
samra framhaldsnema, og þeir ná ekki þeim
skilningi á íslenskum atvinnuháttum, þörfum
vinnumarkaðar og takmörkunum hans, sem
tryggja ætti, að þeir nýtist að námi loknu. Því
miður hefur sá vísir að framhaldsnámi, sem
kominn var í mörgum deildum á síðasta ári,
orðið að víkja á þessu ári vegna fjárskorts, og
ekki er útlit fyrir, að unnt verði að taka þráð-
inn upp að nýju á næsta ári, nema til komi
sérstök framlög af nýsköpunarfé. Fátt gæti
þó orðið til að tengja rannsóknir Háskólans
betur þörfum atvinnulífs en styrkir, sem
gerðu rannsóknarstofnunum Háskólans kleift
að taka nema til framhaldsnáms og láta þá
glíma við verðug íslensk rannsóknarverkefni.
Hér er rétt að minna á, að mörg fyrirtæki
hafa veitt Háskólanum styrki til rannsókna
og kostað verkefni nemenda og sérfræðinga.
íslenska jámblendifélagið hefur til dæmis
kostað stöðu rannsóknarprófessors um árabil,
og stúdentar hafa unnið að rannsóknum til
meistaraprófs undir handleiðslu hans. Nú í
vikunni var staðfestur nýr rannsóknarsamn-
ingur við rannsóknardeild Alusuisse-Lonza
samsteypunnar í Sviss, þar sem íslenskum
stúdentum verða boðnir rannsóknarstyrkir til
meistara- eða doktorsnáms, þar sem rannsak-
að verður eðli svonefndrar títan-bór koma-
myndunar í áli, en hún getur verið mikill
skaðvaldur í álframleiðslu.
Styrkur Háskólans til rannsókna felst í
fjölbreytni þeirrar rannsóknarstarfsemi, sem
fram fer innan hans veggja og í stöðugum
straumi nýrra nemenda með opinn huga, frjó-
ar hugmyndir og dugnað til starfa. Þessi öfl-
ugi nemendahópur gerir sér grein fyrir því,
að framtíð íslensks þjóðfélags veltur á góðri
menntun, og að góð menntun verður einung-
is fengin, þar sem rannsóknir á mörgum
fræðasviðum eru stundaðar af krafti. Engin