Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 185
183
Pr gerðabókum háskólaráðs_____________
II. Málefni deiida og stofnana
fcndurmenntunarstofnun Háskóla ísiands
0ÁlL9L_Fram var lögð til kynningar
Keglugerð um Endurmenntunarstofnun Há-
skóla íslands, sem menntamálaráðuneytið
setti 7. f. m. Stofnunin tekur við því hlut-
yerki, sem Endurmenntunamefnd gegndi
aður. Jafnframt var lagður fram samningur,
sem gilt hefur um samstarf að endurmenntun
háskólamanna milli þeirra aðila, sem að
Endurmenntunamefnd stóðu og drög að
nyjum samningi unt Endurmenntunarstofn-
Ur>. Að samstarfmu koma Háskóli Islands,
Tækniskóli íslands, Bandalag háskóla-
mantia, Tæknifræðingafélag Islands, Verk-
fræðingafélag íslands og Hið íslenska kenn-
arafélag.
Í2JÍ91: Á fund kom Margrét Bjömsdóttir,
forstöðumaður Endurmenntunarstofnunar
Háskóla Islands, og gerði grein fyrir þeim
breytingum, sem verða með því, að End-
trrmenntunamefnd verður að stofnun. Nem-
endur em nú um 4.000 á ári. Samþykkt var
túlaga um skipan stjómar til tveggja ára.
QÍLQ6V4: Valdimar K. Jónsson, formaður
jtjórnar Endurmenntunarstofnunar Háskóla
Islands, og Guðrún B. Yngvadóttir, settur
ffamkvæmdastjóri, gerðu grein fyrir starf-
semi stofnunarinnar, framtíðaráformum og
þörf fyrir aukið húsnæði. Fyrir fundinum lá
skýrsla um stefnumótun Endurmenntunar-
stofnunar, sem samþykkt hefur verið af stjórn
hennar ásamt skýrslu um starfsemina, dags.
26. maí sl. Valdimar greindi frá því, að
gerður hefur verið nýr samningur um sam-
starf að endurmenntun háskólamanna með
aðild að Endurmenntunarstofnun Háskóla
Islands. Aðilar samningsins eru auk Háskóla
Islands: Tækniskóli íslands, Bandalag
háskólamanna, Verkfræðingafélag íslands,
Hið íslenska kennarafélag, Tæknifræðingafé-
lag Islands og Arkitektafélag fslands. Starf
stofnunarinnar og framtíð voru rædd og kom
fram almenn ánægja með starf hennar.
QL09.94: Valdimar K. Jónsson, formaður
stjómar Endurmenntunarstofnunar Háskóla
Islands, og Margrét Bjömsdóttir, fram-
kvæmdastjóri stofnunarinnar, ræddu verka-
skiptingu Endurmenntunarstofnunar og
deilda Háskóla íslands og endurmenntun og
nám með starfi. Fram var lögð skýrsla
nefndar um mat á rekstrar- og viðskiptanámi
Endurmenntunarstofnunar. Margrét Bjöms-
dóttir greindi frá því formi, sem er á námi
með starfi við bandaríska háskóla. Algengast
er, að sérstök endurmenntunardeild sjái um
kennsluna og veiti formlegar gráður. Valdi-
mar K. Jónsson greindi frá núverandi starf-
semi stofnunarinnar og húsnæðisvanda
hennar. Málið var rætt, og komu fram spum-
ingar og ábendingar, sem Valdimar og Mar-
grét svöruðu. Fram kom, að rektor telur, að
Endurmenntunarstofnun hafi mikilvægu
hlutverki að gegna í þjónustu Háskólans við
almenning í formi náms með starfi. Fram
kom, að aukin tengsl deilda og Endurmennt-
unarstofnunar við skipulag kennslu og ráðn-
ingu kennara væru æskileg, ennfremur sú
hugmynd, að stofnunin greiði 10% gjald í
rannsóknasjóð.
Háskólabókasafn - Landsbókasafn, Pjóð-
arbókhlaða
03.02.94: Rektor greindi frá viðræðum
sínum við menntamálaráðuneytið vegna
frumvarps til laga um Þjóðbókasafn Islands -
Bókasafn Háskóla íslands. Menntamálaráð-
herra myndi leggja slíkt frumvarp fyrir
Alþingi á næstunni, og þá kæmi það til
umsagnar Háskóla Islands. Fjárhagsleg
tengsl safnsins við Háskólann voru rædd.
03.03.94: Til umræðu var frumvarp að löggjöf
um Þjóðarbókhlöðu. Einar Sigurðsson,
háskólabókavörður, og Þórir Ragnarsson,
settur háskólabókavörður, kynntu frumvarp-
ið. Fjölmargar athugasemdir komu fram, þar á
meðal um nafnið á bókasafninu og tengsl þess
við Háskóla íslands, fjárhagsleg og skipu-
lagsleg. f millifundanefnd til að semja tillögu
að athugasemdum Háskólans við frumvarpið
voru kjömir Vésteinn Olason, varaforseti
háskólaráðs, formaður, Einar Sigurðsson,
háskólabókavörður, Gunnar G. Schram, pró-
fessor, Sigurður Steinþórsson, prófessor, og
Andri Már Þórarinsson, fulltrúi stúdenta.
10.03.94: Þorsteinn I. Sigfússon, stjómarfor-
maður Háskólabókasafns, og Einar Sigurðs-
son, háskólabókavörður, komu á háskóla-
ráðsfund, en tillaga millifundanefndar að
athugasemdum háskólaráðs við drög að
frumvarpi til laga um Þjóðarbókhlöðu lá