Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 38
36
Árbók Háskóla íslands
máls. Eftir að nokkur reynsla væri komin á
þetta próf, mætti hafa niðurstöður þess til
hliðsjónar við mat á stúdentsprófí og við val
á umsækjendum.
Aðrir hallast að því, að Háskólinn eigi að
gefa öllum stúdentum, sem þess óska, kost á
að byrja háskólanám, en velja síðan úr hópn-
um þá, sem bestan árangur sýna á fyrstu
misserisprófum. Takmörkun þeirra, sem
komast áfram, miðast þá við lágmarks-
einkunn á þessum misserisprófum, en ekki
ákveðinn fjölda nemenda, nema í greinum,
þar sem aðstaða til starfsþjálfunar takmarkar
þann fjölda, sem unnt er að kenna. Það er
reyndar þessi aðferð, sem Háskólinn beitir í
dag, en hugsanlegt er, að deildir telji sig
nauðbeygðar til að hækka lágmarksskröfur
um einkunnir, ef fjárveitingar duga ekki til að
kenna öllum, sem í námið sækja. Þessi aðferð
er að því leyti sanngjöm, að öllum er gefinn
kostur á að reyna við háskólanám, og valið
byggir á sömu forsendum fyrir alla. Kostnað-
ur er einnig í lágmarki, þar sem nemendum er
kennt í stórum hópum, og öll dýrari kennsla,
sem krefst þjálfunaraðstöðu, bíður til seinni
missera og er einungis boðin þeim, sem lík-
legir eru til að ljúka náminu. Beinn kennslu-
kostnaður á hvem nemanda á 1. misseri er
rúmlega 40 þús. kr., og mun leitun að skóla,
sem gæti kennt með ódýrara hætti.
Okostur við þessa leið er, að kennt er í
mjög stórum hópum, fráhvarf frá námi er
mikið, og hætt er við, að þeir, sem aðeins
hafa gluggað í byrjun fagnáms, hafi lítið
gagn af því námi, ef þeir hverfa frá því á
fyrsta ári. I þessu sambandi má einnig nefna
hugmynd, sem fram hefur komið, að bjóða
nýnemum að byrja nám sitt ekki með
fagnámi, heldur almennri þjálfun í rökræðu
og gagnrýninni hugsun, þar sem þeir lærðu
fræðileg vinnubrögð, sem mundu nýtast al-
mennt í lífi og starfi. Tilgangur þess náms
væri að veita traustari grunn og þroska til að
takast á við það fagnám, sem á eftir fylgdi.
Aðrir, sem yrðu afhuga langskólanámi,
mundu láta þetta nám duga, en hefðu samt
fengið gagnlega almenna þjálfun.
Við hugsanlega takmörkun á fjölda stúd-
enta við Háskóla íslands hefði það lítinn til-
gang að vísa stúdentum á aðra háskóla og
sérskóla landsins til að stunda þar sama nám
og kennt er við Háskóla íslands. Þar með er
ekki sagt, að Háskóli íslands sé andvígur því,
að þessir háskólar og sérskólar séu efldir og
þeim verði gert kleift að bjóða nám á há-
skólastigi, sem er með öðru markmiði eða
öðru sniði, en nú er boðið við Háskóla ís-
lands. I sumum tilvikum getur jafnvel verið
rétt að bjóða skylt nám í fleiri en einum
skóla. Þar geta m. a. ráðið sjónarmið byggða.
Háskólinn á Akureyri er gott dæmi um þetta.
Ef horft er til lengri tíma, mun fátt verða
byggð á Norðurlandi heilladrýgra en rekstur
háskóla þar. Háskólinn á Akureyri hefur sett
sér það mark að bæta úr skorti menntaðs
fólks utan höfuðborgarsvæðis í mikilvægum
störfum svo sem hjúkrun og kennslu bama.
Hann hefur einnig tekið upp kennslu í sjávar-
útvegsfræðum og iðnrekstrarfræði, sem lík-
leg er til að verða lyftistöng atvinnulífs víða
um land. Þessi viðbót við námsframboð á há-
skólastigi er fagnaðarefni, en henni verða að
fylgja auknir fjármunir til menntamála. Ann-
ars er verið að dreifa of litlum fjármunum í
marga skóla, og enginn þeirra getur rækt
hlutverk sitt með viðunandi hætti.
Gott samstarf þarf að vera með skólum á
háskólastigi. Að því stuðlar Samstarfsnefnd
háskólastigsins, sem auk fulltrúa mennta-
málaráðuneytisins er skipuð fulltrúum Há-
skóla Islands, Kennaraháskóla Islands, Há-
skólans á Akureyri, Bændaháskólans á
Hvanneyri, Samvinnuháskólans á Bifröst og
Tölvuháskóla Verzlunarskóla íslands. I
nefndinni eru einnig fulltrúar skóla, sem eru
að hluta á háskólastigi eða gætu færst á það
stig á næstunni. Þessir skólar eru Tækniskóli
Islands, Myndlista- og handíðaskóli Islands,
Leiklistarskóli Islands, Tónlistarskólinn í
Reykjavík, Fósturskóli Islands, Iþróttakenn-
araskóli Islands og Þroskaþjálfaskóli Islands.
Alls eru þetta 13 skólar, sem bjóða nú eða
stefna að því að bjóða nám á háskólastigi.
A vegum samstarfsnefndarinnar er verið
að leita leiða til virkari samvinnu þessara
skóla, skipta á kennurum og nemendum og
gagnkvæmrar viðurkenningar námskeiða og
prófa. Hugsanlegt er, að með nánari sam-
vinnu þyki skynsamlegt að sameina ein-
hverja þessara skóla til að auka hagkvæmni
og auðvelda stúdentum að nýta sér það nám,
sem þeir bjóða. Einnig er rætt um sameigin-