Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 256
254
Árbók Háskóla íslands
Hagfræðiskor
Kennsla
Hagfræðiskor brautskráði 51 hagfræðing
með B. S. (Econ.) próf í hagfræði á tímabil-
inu, eða 15 hagfræðinga á hverju heilu ári að
jafnaði, og 1 meistara með M. S. (Econ.)
próf.
Kennslan til B. S. prófs var í nokkuð
föstum skorðum allan tímann. Nemendur
lásu einkum hagfræði, tölfræði og stærðfræði
á fyrsta námsári. A öðru ári lásu þeir síðan
rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði og hagrann-
sóknir auk annarra greina. A þriðja og síðasta
námsári lögðu þeir stund á alþjóðahagfræði,
opinber fjármál og ýmsar hagnýtar valgreinar
svo sem atvinnuvegahagfræði, fiskihagfræði,
kerfishagfræði, peningamál og vinnumark-
aðshagfræði og sömdu lokaritgerð. Það færð-
ist í vöxt á tímabilinu, að nemendur í öðrum
deildum, einkum félagsvísindadeild, sæktu
námskeið í hagfræðiskor. Nokkrir þeirra hag-
fræðinga, sem brautskráðust frá skorinni á
tímabilinu, héldu utan til framhaldsnáms,
ýmist til meistaraprófs eða doktorsprófs,
einkum til Bandaríkjanna, en einnig til Bret-
lands og annarra Evrópulanda. Aðrir réðust
til margvíslegra starfa að loknu námi, t. d. við
hagfræðilegar athuganir og úttektir af ýmsu
tagi, stjómsýslu, atvinnurekstur, framhalds-
skólakennslu og fjölmiðlun.
Kennsla til meistaraprófs hófst í hag-
fræðiskor 1992. Nemendur sóttu námskeið í
rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði, aðferðum í
hagrannsóknum og auðlindahagfræði og
skrifuðu síðan meistararitgerð. Náminu var
og er enn unnt að ljúka á einu ári hið
skemmsta. Meistaranámið fór hægt af stað,
en efldist með tímanum.
Kennarar
Kennarar hagfræðiskorar voru níu allan
tímann: prófessoramir Guðmundur Magnús-
son, Ragnar Amason, Þorvaldur Gylfason og
Þráinn Eggertsson, dósentinn Tór Einarsson,
og lektorarnir Birgir Þór Runólfsson, Helgi
Tómasson, Jón Daníelsson og Þórólfur
Matthíasson. Þráinn Eggertsson var í fjarvist-
arleyfi 1992-1994 við rannsóknir í Banda-
ríkjunum og víðar.
Rögnvaldur Hannesson, prófessor í Við-
skiptaháskólanum í Bergen, heimsótti skor-
ina nokkrum sinnum á tímabilinu og tók þatt
í kennslu og öðru starfi. Prófessor Duane
Rosa frá West Texas A&M University var
einnig gestur deildarinnar eitt misseri og
kenndi nokkur námskeið. Christopher J. Ellis
prófessor í Háskólanum í Oregon var gestur
deildarinnar um tíma og hélt námskeið a
meistarastigi. Nokkrir kennarar skorarinnar
kenndu einnig námskeið á vegum Endur-
menntunarstofnunar Háskólans og héldu fyr-
irlestra í almannafræðsluskyni fyrir félög,
fyrirtæki og samtök.
Rannsóknir og ráðgjöf
Nokkrir skorarmenn dvöldu erlendis við
rannsóknir hluta tímabilsins, m. a. í Austur-
ríki, Bandaríkjunum, Hollandi, Hong Kong,
ísrael, Noregi, Spáni og Svíþjóð og héldu
fyrirlestra á fundum og ráðstefnum víða um
lönd. Tímaritsgreinar þeirra og bækur birtust
víða erlendis á tímabilinu og einnig her
heima, m. a. í ritröð Hagfræðistofnunar,
Iceland Economic Papers. Nokkrir skorar-
menn voru einnig kvaddir til sem ráðgjafar
alþjóðastofnana og stjómvalda erlendis og
heima.
Málstofa í hagfræði var haldin hálfsmán-
aðarlega haust og vor að jafnaði, eða alls 46
sinnum þessi fjögur ár, 1991-1994. Kennarar
skorarinnar höfðu framsögu 22 sinnum,
gestir frá erlendum háskólum og rannsókna-
stofnunum 21 sinni (þar af íslenskir gestir
erlendis frá sex sinnum) og íslenskir hag-
fræðingar starfandi hér heima, en utan
Háskóla íslands, þrisvar sinnum. Dagskra
málstofunnar 1991-1994 er birt í viðauka.
Úttekt
Að ósk hagfræðiskorar var starfið í skor-
inni lagt undir dóm þriggja manna nefndar,
sem skilaði áliti 1994. I nefndinni voru pró-
fessor Agnar Sandmo frá Viðskiptaháskól-
anum í Bergen, fyrrv. forseti Evrópska hag-
fræðingafélagsins, dr. Jóhannes Nordal,
fyrrum seðlabankastjóri, og prófessor Duane
J. Rosa frá West Texas A&M University-