Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 213
ijr gerðabókum háskólaráðs
211
stöður við Háskóla íslands. Tillagan ásaml
greinargerð lá fyrir. Eftir ítarlegar umræður
var tillögunni vísað til umsagnar Reglugerð-
arnefndar, og jafnframt var deildum gefinn
kostur á að koma breytingartillögum á fram-
feri við Samráðsnefnd.
1 umræðum kom fram, að tímabundnar
raðningar væru að koma í stað fastra ráðn-
lnga háskólakennara.
ÍÍÖÍ22: Endurskoðuð tillaga að reglum um
raðningu í sérstakar kennarastöður við
Háskóla íslands var tekin fyrir. Þorsteinn
”elgason mælti fyrir tillögunni með hliðsjón
af athugasemdum, sem fram höfðu komið,
m- a. frá Reglugerðamefnd. Reglumar vom
samþykktar. Einnig var lögð fram tillaga að
alyktun háskólaráðs um sérstakar kennara-
stöður, og var hún samþykkt með lítillega
breyttu orðalagi.
Fram var lögð tillaga að breytingu
a samþykkt háskólaráðs frá 13. febrúar 1992
am ráðningu í sérstakar kennarastöður við
Háskóla íslands. Tillagan var samþykkt sam-
hljóða.
Kennaraverðlaun
“-J1L93: Samþykkt var að vísa tillögu rekt-
°rs um hvatningarverðlaun fyrir kennslustörf
1 Kennslumálanefndar háskólaráðs, sem
rttidirbyggi reglur um veitingu verðlaunanna.
Fyrir var tekin tillaga, dags. 27.
• m-> frá Kennslumálanefnd um kennara-
Verðlaun Háskóla íslands. Samkvæmt tillög-
urini yrði einum kennara Háskóla íslands
rem viðurkenning í heiðursskyni við útskrift
í ehrúar hvert ár. Tilefni viðurkenningar-
mnar yrðu ágæti í kennslu í Háskólanum,
rannsóknarstörf og stjómun og rækt kennar-
a[ts við almenningsfræðslu. Skiptar skoðanir
°ru í nefndinni um þessa tillögu og ágæti
ennar, meðal annars sökum þess hve erfitt
ag 1 að velja verðlaunaþega. Rektor var falið
irs U^a uPPlýs‘nga um, hvemig staðið væri
slíku vali við aðra skóla.
við kennslu og breyttir
Að tillögu rektors var Fjármála-
e nd háskólaráðs falið að vinna að tillögu að
Ju matskerfi fyrir vinnu við kennslu.
!^at á vinnu
aennsluhættir
26.11.92: Háskólaráð skipaði nefnd um hag-
ræðingu kennsluhátta. Nefndinni er ætlað að
gera tillögur að hagræðingu í kennslu, sem
hafi í för með sér betri kennslu og færri við-
verustundir með nemendum, án þess að það
leiði til lægri launa fyrir kennara.
18.03.93: Gísli Már Gíslason, formaður
nefndar um kennsluhætti við Háskóla
Islands, lagði fram fyrstu áfangaskýrslu
nefndarinnar, dags. 17. þ. m. Gísli gerði í
stuttu máli grein fyrir tillögum nefndarinnar,
sem voru í þremur liðum. Málið var rætt, og
Gísli svaraði fyrirspurnum. Vésteinn Olason,
forseti heimspekideildar, sem á sæti í nefnd-
inni, gerði í bréfi, dags. 18. þ. m., svofelldan
fyrirvara við tillögur í skýrslunni: „Það er
augljóst að núverandi hlutfall ntilli eininga-
fjölda og kennslustunda er mjög mismunandi
eftir deildum og að breytingin sem hér er
lögð til gefur því sumum deildum svigrúm til
hagræðingar og í ýmsum tilvikum til kjara-
bóta fyrir kennara, en öðrum nánast ekki
neitt. Eg hef þann fyrirvara gagnvart þessum
tillögum að því aðeins sé unnt að leggja inn á
þessa braut að í því felist vilyrði fyrir leið-
réttingu á hlutfalli milli eininga og vinnumats
milli deilda."
15.04.93: Fram var lagt bréf, dags. 1. þ. m.,
frá Gísla Má Gíslasyni, formanni nefndar um
kennsluhætti, í tilefni bréfs frá Vésteini Ola-
syni, forseta heimspekideildar. Þar segir, að
nefndin viti af misræmi á vinnumati á
kennslu milli deilda og ætli sér að reyna að
meta þetta misræmi. Hún hafi skilning á því,
að tillögur hennar geti leitt til minni kennslu,
og tryggja þurfi, að gæði kennslunnar minnki
ekki. Áfangatillögur nefndarinnar um breytt
mat á vinnu við kennslu voru teknar til
umræðu og eftirfarandi samþykkt gerð:
„Með vísun til bréfs formanns nefndar um
kennsluhætti, dags. 1. 4. sl., er samþykkt, að
þar til öðru vísi verður ákveðið, verði unnið
samkvæmt eftirfarandi tillögum í Áfanga-
skýrslu nefndarinnar: 1)„Á skólaárinu 1993-
1994 er stjómeiningum kennslu, þ. e.
deildum, skorum og námsbrautum eftir því
sem við á, heimilt að hagræða í kennslu-
háttum t. a. m. með fækkun fyrirlestra og
annarra viðverutíma nemenda, einföldun og
styttingu prófa o. s. frv. án þess að slík hag-
ræðing hafi áhrif á reiknaða kennsluvinnu í