Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 23
Ræður rektors
21
hlýtur því að leiða til takmörkunar á þeirri
kennslu, sem boðin er eða takmörkunar á
fjölda nemenda, sem teknir eru til náms.
Hvort tveggja mundi beina nemendum til
annarra landa til náms og auka byrði Lána-
sjóðs námsmanna. í umræðu þingflokka um
væntanleg fjárlög hefur komið fram tillaga
um skólagjöld, sem lögð yrðu á nemendur til
að mæta skertum rekstrarfjárveitingum til
Háskólans. Háskólinn telur ekki ráðlegt að
fara inn á þessa braut til að ná endum saman
1 rekstri skólans. Reynsla af slíkum gjöldum
Cr, að þau fara hækkandi með tíma og geta
orðið veruleg hindrun fyrir efnaminni stúd-
enta og bammargar fjölskyldur. Ekki er að
svo stöddu ljóst, hvort Lánasjóður náms-
manna mundi lána fyrir þessum gjöldum, þar
sem einnig er rætt um verulega skerðingu á
ráðstöfunarfé hans. í þeim Evrópulöndum,
sem við skiptum mest við, tíðkast yfirleitt
ekki eiginleg skólagjöld í ríkisskólum, nema
1 nokkrum tilvikum fyrir erlenda stúdenta. Ef
skólagjöld eru reiknuð á heimamenn, kemur
jafnan á móti hærri styrkur eða námslaun frá
ríki eða sveitarfélagi. Þessar þjóðir skilja, að
háskólanám er ekki munaður velferðarþjóð-
félags heldur ein af mikilvægustu forsendum
þess.
Háskólinn væntir þess, að Alþingi og
stjómvöld marki stefnu með framsýni í huga,
þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í ríkisfjár-
málum.
Horfum þá til heiðara himins og þeirra
væntinga, sem Háskólinn ber í brjósti til
f^ngri tíma. Þar mun ég takmarka mál mitt
við þessa þætti:
Bætt launakjör
Happdrætti Háskólans og framkvæmdafé
Háskólabókasafn og Þjóðarbókhlöðu
Bætta virkni og gæði rannsókna
Bætta kennslu og aðbúð stúdenta
Aukna miðlun þekkingar til almennings
Aukin tengsl við meginstrauma þjóðlífs-
ins.
Bætt launakjör
Þótt áform stjómvalda um þjóðfélag, sem
yggir hag sinn á þekkingu og nýsköpun séu
8óð, er hætt við, að þau dugi skammt, ef
nuknum skilningi á mikilvægi vísinda og
tækni fylgir ekki róttæk endurskoðun á því
gildismati, sem nú ræður launakjörum há-
skólamanna. Hvergi er þessi endurskoðun
brýnni en við Háskólann sjálfan, þar sem
þjálfun nýliðanna til rannsóknastarfa fer
fram. Að óbreyttum kjörum getur Háskólinn
ekki keppt við erlenda háskóla eða fyrirtæki
í atvinnulífi hér um hæfa menn til kennslu-
og rannsóknastarfa. Þeir, sem þegar em í
störfum, geta ekki framfleytt sér nema þeir
stundi aukakennslu og önnur aukastörf, sem
lama frumkvæði í rannsóknum og spilla gæð-
um kennslunnar. Gmndvallarbreyting á
launakjörum við Háskólann er því ein fyrsta
forsendan, sem uppfylla þarf til að við njót-
um hagsældar af auknu fé til vísinda og
tækni.
Þessi gmndvallarbreyting næst ekki
fram, fyrr en gildismat þjóðarinnar á störfum
Háskólans breytist. Háskólinn getur hins
vegar bætt kjör starfsmanna sinna í nokkmm
mæli innan þess ramma, sem fjárveiting á
fjárlögum setur, þar sem ákvörðun um skipt-
ingu þess fjár er nú í höndum Háskólans
sjálfs. Svigrúm þyrfti að gefast innan þess
ramma til að veita gmnnfjárveitingu til rann-
sókna, sem tryggir festu í rannsóknastarf-
seminni. Rjúfa þarf það beina samhengi, sem
nú ríkir milli kennslulauna og viðveru í
kennslustundum og byggja launin fremur á
mati þeirrar vinnu, sem námskeið krefst.
Auka þarf fjármagn sjóða, sem greiða þókn-
un umfram daglaun vegna afkasta og skil-
virkni f störfum. Slík hvatning með launum
þarf einnig að ná til starfsmanna í þjónustu-
stofnunum og stjómsýslu. Koma þarf á fram-
gangskerfi sérfræðinga og ná sanngjömum
samningum um laun stundakennara og hæfn-
iskröfur til þeirra.
Happdrætti Háskólans og framkvæmdafé
Mikilvægasta fjöregg Háskólans er
Happdrættið. Án þess væri Háskólinn vart
nema svipur hjá sjón, enda mun það eins-
dæmi, að ríkisháskóli afli sjálfur fjár til sinna
bygginga. Hann gerir reyndar gott betur, því
að hann greiðir einnig um 60 m. kr. á ári fyr-
ir einkarétt sinn á rekstri peningahappdrættis,
en það fjármagn rennur til Byggingasjóðs
rannsóknastofnana atvinnuveganna. Þrátt
fyrir þetta háa einkaleyfisgjald á Háskólinn
stöðugt í vök að verjast fyrir samkeppni