Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Síða 260
258
Árbók Háskóla íslands
háskóla. Væntanlega munu nemendur dvelja
eitt misseri af þremur erlendis til að fá dýpt á
því sviði, sem þeir vilja sérhæfa sig á, en taka
aðferðafræðileg námskeið og skrifa lokarit-
gerð við Háskóla Islands. Unnið er að því að
ná samningum við erlenda háskóla þannig,
að kostnaðarauki nemenda af námi erlendis
verði sem minnstur. Til að skorin verði gjald-
geng í slíku samstarfi verður gagnvirkni að
ríkja. Til að svo verði, þarf skorin að bjóða
upp á nokkurt úrval námskeiða á ensku, og er
unnið að því.
Öll námskeið skorarinnar eru þriggja ein-
inga. Haldnir eru 3-4 fyrirlestrar á viku, og í
nokkrunt námskeiðum eru einnig 1-2 verk-
efna- og dæmatímar á viku. Ef fjárhagur
skorarinnar væri rýmri, væri boðið upp á
aukna kennslu í minni hópum. Aukin áhersla
hefur verið lögð á, að nemendur vinni raun-
hæf verkefni í samráði við fyrirtæki, og
skipta slík verkefni tugum á hverju ári. For-
maður viðskiptaskorar er Ingjaldur Hanni-
balsson, dósent, og varaskorarformaður er
Ami Vilhjálmsson, prófessor.
Ingjaldur Hannibalsson.
Málstofa í viðskiptafræði
1994-1995
Norvald Monsen, Viðskiptaháskólanum í Bergen:
Norsk Hydro’s Communication to Inter-
national Capital Markets: A Blend of
Accotmting Principles, 24. mars 1994.
Reynir Jóhannsson: Birgðastýring hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, 31. maí 1994.
Sólveig Hjaltadóttir: Shell-stöðvar - liugmyndir
um stjórnun og þjónustu, 31. maí 1994.
Þröstur Sigurjónsson: Viðskiptasiðareglur, straum-
ar og stefnur, 31. maí 1994.
Ingjaldur Hannibalsson: Þróun framleiðni á
íslandi, 23. september 1994.
Runólfur Smári Steinþórsson: Rannsóknir á mark-
vissri stjórnun atvinnuþróunarfélaga, 23.
september 1994.
Snjólfur Ólafsson: Stefnumótun í atvinnumálum
íslensku þjóðarinnar, 23. september 1994.
Stefán Svavarsson: Samanburðarathugun á þróun
reglna um reikningsskil á Norðurlöndum, 15.
desember 1994.
Stefán Svavarsson, dósent.
Kristín Bjömsdóttir: Líftímagreining, undirstaða
allrar áœtlunargerðar - kynning á markaðs-
brunni, sem hannaður var í Lotus-Notes, 9■
mars 1995.
Amar Bjamason: Útflutningur eða dauði - þroun
og staða útflutnings sjávarafurða Islendinga,
10. apríl 1995.
Vigdís Wangchao Bóasson, Silfurtún hf.: Compet-
itive Advantage and Global Expansion - an
lcelandic Perspective, 19. október 1995.
Morten Huse, Norland Research Institute: Stake-
holder Issues and Corporate Governance, 7.
nóvember 1995.
Ásgeir Þórðarson, Verðbréfamarkaði Islands-
banka: Breytileg skuldabréf, 24. nóvember
1995.
Bjami Ármannsson, Kaupþingi hf.: Hlutabréfa-
vilnanir, 24. nóvember 1995.
Jón Sigurgeirsson, Seðlabanka íslands: Gild'
afleiðuákvœða við lántökur, 25. nóvember
1995.
Ólafur Ásgeirsson, fslandsbanka: Afleiður í gjald-
eyrisviðskiptum, 25. nóvember 1995.