Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 173
Æviágrip látinna kennara
171
ínu Gísladóttur Petersen. Hann lést í Reykja-
yík 18. júlí 1992. Gísli varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1924, lauk
embættisprófi í læknisfræði 1930 og hlaut
almennt lækningaleyfi árið 1930 og sérfræði-
'eyfi í röntgenfræði og geislalækningum
1940. Gísli stundaði sémám í Svíþjóð og
Danmörku 1932-1934 og síðan á röntgen-
deild Landspítalans undir handleiðslu Gunn-
laugs Claessen, yfirlæknis þar, en Gísli var
aðstoðarlæknir Gunnlaugs 1934-1940. Gísli
varð deildarlæknir 1940 og 1949 eftirmaður
Gunnlaugs Claessen. Gísli lét af embættis-
störfum árið 1974 fyrir aldurs sakir. Gísli
varð aukakennari í röntgenfræði við lækna-
deild Háskóla íslands 1959, dósent 1960-
1967, prófessor 1967-1974, og stundakenn-
ari 1975-1978. Árið 1941 varði hann dokt-
orsrit sitt, Röntgenologische Untersuchungen
[iber Arteriosklerose, við læknadeild Háskóla
Islands. Gísli sat í ritstjóm Acta Radiologica
Scandinavica um skeið, og hann átti sæti í
stjóm Nordisk förening för medicinsk radio-
'ogi og í stjóm Krabbameinsfélags Reykja-
víkur frá stofnun 1949 til 1973; í Kjamfræða-
nefnd fslands sat hann frá stofnun 1956. Gísli
var formaður Félags röntgenlækna og heið-
ursfélagi þess. Hann var vel ritfær, og eftir
hann liggur töluverður fjöldi greina í inn-
lendum og erlendum læknaritum. Gísli var
heiðursfélagi Krabbameinsfélags Reykja-
vfkur og Nordisk selskab for strálebeskytt-
else (Lœknar á íslandi, Rvk. 2000; Æviskrár
Samtíðarmanna, Rvk. 1982; Mbl., 26. júlí
1992).
Jörundur Hilmarsson
Jörundur Garðars Hilmarsson, dósent í
málvísindum, fæddist í Reykjavík 15. mars
1946. Hann lést þar 13. ágúst 1992. Hann var
sonur hjónanna Þorgerðar Jörundsdóttur og
Hilmars Garðarssonar, forstjóra. Jörundur
Huk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1966. Það sama ár hélt hann utan
hl náms í indóevrópskri samanburðarmál-
fræði við háskólann í Ósló. Hann lauk „mell-
°mfagsprófí“ í vedísku, sanskrít og palí vorið
'970, en hafði áður tekið inngangspróf í
§nsku og gmnnfagspróf í rússnesku. Vetur-
inn 1970-1971 nam hann baltnesk fræði í
vilníus í Litháen og hlaut til þess sovéskan
styrk. Að því loknu tók hann aftur upp nám í
Ósló og bætti við sig fleiri indóevrópskum
málum, ossetísku, osktísk-úmbrísku, avset-
ísku og viðbótamámi í grísku. Haustið 1973
stundaði hann samanburðarmálfræði í París,
og í desember það ár lauk hann námi í balt-
neskum fræðum við Stokkhólmsháskóla, en
ekki var unnt að ljúka slíku prófi frá háskól-
anum í Ósló. Vorið 1974 lauk Jörundur
prófum í almennum málvísindum og hljóð-
fræði í Ósló og hafði þá áunnið sér námstitil-
inn cand. mag. Jörundur var stundakennari
við Háskóla íslands 1974-1975, en hélt eftir
það aftur til Ósló og lauk þar meistaraprófs-
námi vorið 1977, og ber meistaraprófsritgerð
hans titilinn Om kvalitativ avlyd i indoeuro-
peisk. Haustið 1977 var Jörundur enn við
nám í Vilníus með sovéskum styrk, veturinn
1978-1979 kenndi hann við Háskóla íslands,
en fékk þá styrk frá Alexander von Hum-
boltstofnuninni í Þýskalandi til námsdvalar í
Kiel 1979-1981. Þar lagði hann stund á tokk-
arísku, sem var honum æ síðan afar hug-
leikin. Jörundur stofnaði árið 1987 alþjóðlegt
tímarit um tokkarísku, Tocharian and Indo-
European Studies (TIES), og var hann fyrsti
ritstjóri þess. Haustið 1981 var Jörundur ráð-
inn stundakennari við Háskóla Islands, og
árið 1989 varð hann þar dósent. Haustið
1986 varði Jörundur doktorsritgerð sína,
Studies in Tocharian Phonology, Morpho-
logy and Etymology with Speciai Emphasis
on the o-Vocalism, við háskólann í Leiden.
Jörundur var dósent við Háskóla íslands til
æviloka, en árið 1987 réðst hann einnig til
starfa við Orðabók Háskólans og vann náið
með Ásgeiri Blöndal Magnússyni að því að
ljúka íslenskri orðsifjabók Ásgeirs. Jörundur
varð félagi í Vísindafélagi íslendinga árið
1990 (íslenskt mál, 14, 1992; Mbl., 23. ágúst
1992).
Óttar P. Halldórsson
Óttar Pétur Halldórsson, prófessor í bygg-
ingarverkfræði, fæddist á Isafirði 19. júlí
1937, og voru foreldrar hans hjónin Liv
Ellingsen og Halldór Halldórsson, bankaúti-
bússtjóri þar. Óttar lést 14. september 1992.
Óttar varð stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1956. Fyrst eftir stúdentspróf nam
hann efnaverkfræði í Miinchen, en hélt síðan