Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 238
236
Árbók Háskóla íslands
árangri í lífvísindarannsóknum nema a. m. k.
fjórir einstaklingar geti unnið saman að til-
teknu verkefni, og oft eru viðfangsefnin þess
eðlis, að fleiri þurfa að leggja hönd á plóginn.
Ennfremur er mikilvægt, að nokkur slík
rannsóknateymi séu á hverjum tíma að fást
við mismunandi verkefni við aðstæður, sem
gefa tækifæri til hvetjandi samskipta og sam-
vinnu, sem getur auðveidað lausn viðfangs-
efnanna.
Skipulag heilbrigðisþjónustu og háskóla-
starfsemi á Islandi þarf að taka mið af fá-
menni þjóðfélagsins. í nágrannalöndunum er
talið óhagkvæmt að byggja upp og reka
háskólasjúkrahús fyrir færri en tvær milljónir
manna. Dvergþjóðin íslenska verður þó að
sníða sér stakk eftir vexti og freista þess að
reka háskólasjúkrahús af alþjóðlegum gæða-
staðli fyrir íbúafjölda, sem er ekki nema átt-
undi hluti þess, sem hagkvæmt er talið ann-
ars staðar. En þeim mun óraunhæfara er að
tvöfalda hérlendis aðstöðu fyrir rannsóknir
og sérhæfða þjónustu, sem tilheyrir háskóla-
sjúkrahúsi. Þótt mikilvægt sé, að öll starf-
semi háskólasjúkrahúsa fari fram í sam-
tengdu húsnæði, er hægt að ná tilætluðum
árangri, þótt aðilar starfi í aðskildum bygg'
ingum, ef verkaskipting og samvinna er
vandlega skipulögð og starfsemin lýtur einni
samstilltri stjóm.
Námsbraut í hjúkrunarfræði
Inngangur
Tímabilið 1990-1994 var tími mikilla
breytinga í námsbraut í hjúkrunarfræði. Má
þar nefna, að haustið 1991 hófu nýnemar
nám skv. nýrri námsskrá í hjúkrunarfræði, og
nemendum fjölgaði svo mikið, að í desember
1993 varð í fyrsta sinn að grípa til fjöldatak-
markana. A þessum árum tók námsbrautin
einnig að sér ný verkefni, sem tengjast við-
bótar- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga,
en Nýi hjúkrunarskólinn, sem gegnt hafði því
hlutverki, var lagður niður um áramótin
1989-1990. Samfara þessum nýju verkefnum
fjölgaði stöðuheimildum, og umsvifin urðu
meiri. Því var brugðið á það ráð að stofna
námsbrautarráð, sem afgreiddi tiltekin mál í
umboði stjórnarinnar. Fjárveiting til náms-
brautarinnar jókst ekki í samræmi við fjölgun
stúdenta, og reyndist því nauðsynlegt að end-
urskipuleggja verklega kennslu á heilbrigðis-
stofnunum. Tekið var upp aukið samstarf við
hjúkrunarfræðinga á sjúkrastofnunum, þar
sem klínískt nám fer fram. Sjá þeir um að
samhæfa klíníska kennslu á sjúkradeildum í
samvinnu við kennara námsbrautar í hjúkr-
unarfræði. Aðrar nýjungar í starfseminni
voru málstofa í hjúkrunarfræði, þar sem
nýjar rannsóknir eru kynntar og opnir hádeg-
isfundir eru haldnir um starfsemi félagasam-
taka, sem skipuleggja fjölbreyttan stuðning
og þjónustu fyrir almenning í tengslum við
heilsumissi eða fötlun. Hafinn var undirbun-
ingur að því að koma á fót rannsóknarstolnun
í hjúkrunarfræði, sem ætlað er það hlutverk
að styðja við rannsóknir í hjúkrunarfræði a
íslandi. Loks má nefna, að haustið 1993 voru
20 ár liðin, frá því námsbraut í hjúkrunar-
fræði tók til starfa, og var þeirra tímanióta
minnst með veglegum hætti, og undirbún-
ingur hófst að fyrstu alþjóðlegu hjúkrunar-
ráðstefnunni, sem haldin hefur verið a
Islandi.
Stjórnsýsla
Frá upphafi hefur stjórn námsbrautar i
hjúkrunarfræði verið í höndum námsbrautar-
stjóra og námsbrautarstjómar. Ingibjörg R-
Magnúsdóttir, sem setið hafði í námsbrautar-
stjóm frá upphafi og verið námsbrautarstjóri
frá árinu 1976, lét af því starfi í júní 1990
fyrir aldurs sakir.
Vegna stærðar námsbrautarstjómar (tæp-
lega 30 fulltrúar) var ákveðið að stofna
námsbrautarráð, sem hefði með höndum dag-
lega stjórnun námsbrautarinnar. í upphal"1
áttu sæti í ráðinu formaður námsbrautar-
stjómar, formaður námsnefndar, tveir fast-
ráðnir kennarar og einn stúdent. Síðan var
skipun ráðsins breytt þannig, að þrír fast-
ráðnir kennarar sitja í ráðinu, tveir stúdentar,