Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 241
Starfsemi háskóladeilda
239
ritgerð sína við University of Minnesota
1994. Rannsókn hennar fjallar um upplifun
fólks með langvinna lungnasjúkdóma af
veikindum sínum frá sjónarhóli heildræns
skilnings á manneskjunni. Helga beitti eig-
indlegri aðferðafræði í rannsókninni og
byggði á reynslu íslenskra viðmælenda.
Kristín Bjömsdóttir varði doktorsritgerð sína
v'ð Columbia University í New York 1992.
Rannsókn hennar fjallar um hugmyndafræði-
lega þróun hjúkrunarstarfsins á íslandi á tutt-
agustu öldinni. í ritgerðinni lýsir Kristín inn-
lendum og erlendum áhrifum, sem mótuðu
hjúkrunarstarfið, sérstaklega á fyrri hluta 20.
aldar. Jafnframt fjallar hún um hjúkrunar-
starfið á nútíma hátæknisjúkrahúsum. 1
greiningu sinni beitir hún kvennafræðilegu
sjónarhomi.
Ýmsir aðrir kennarar í hjúkrunarfræði
ttnnu að doktorsritgerðum á þessu tímabili
eða Guðrún Kristjánsdóttir, Guðrún Mar-
teinsdóttir, Marga Thome og Margrét Gúst-
afsdóttir. Loks skal geta þess, að á árunum
1990-1994 var unnið að því að koma á fót
Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði. Haustið
'991 var byrjað að kenna nýnemum sam-
kvæmt nýrri námskrá. Með henni vom
gerðar ýmsar breytingar á skipulagi og
áherslum í námi til B. S. gráðu í hjúkrunar-
fYíeði. Einingum í hjúkrunarfræði hefur verið
'jölgað, og sérstök áhersla er lögð á tengingu
fræði legs og klínísks náms á öllum stigum.
Auk þess að vera í fararbroddi varðandi
kynningu og þróun nýjunga í hjúkmnarfræði
nú sem fyrr, er komið til móts við breyttar
ttherslur í heilbrigðisþjónustunni, sem þegar
hafa orðið og vænta má á komandi árum. Til
þessa verkefnis fengu ýmsir kennarar í náms-
braut í hjúkrunarfræði styrki úr kennslumála-
sjóði, og það var mikilvægur stuðningur við
Þessa umfangsmiklu breytingu. Samfara
Hýrri námskrá voru tekin upp ný vinnubrögð
v'ð klíníska kennslu á heilbrigðisstofnunum.
Híúkrunarfræðingar, sem starfa á þeim
deildum, þar sem klínískt nám fer fram,
v'nna í náinni samvinnu við kennara náms-
brautar í hjúkrunarfræði að því að skipu-
*e8gja námsdvöl stúdenta, þannig að hún
nýtist þeim sem best. Til að undirbúa við-
homandi hjúkrunarfræðinga fyrir þetta hlut-
verk hafa verið skipulögð stutt námskeið, þar
sem helstu áhersluþættir námsins og nýj-
ungar í hjúkrunarfræði eru kynntar. Hafa þau
verið mjög vinsæl og þótt nýtast hjúkrunar-
fræðingum vel, ekki bara í kennslunni,
heldur einnig í starfi.
Á fundi háskólaráðs, 18. mars 1993, var
samþykkt að heimila námsbraut í hjúkrunar-
fræði að halda samkeppnispróf að loknu
fyrsta misseri. Miðað hefur verið við, að 60
nemendur haldi áfram námi á öðru misseri að
vori. Þessi ákvörðun var aðallega tekin í ljósi
þess, að nemendum hafði fjölgað mikið, og
því reyndist mjög erfitt að veita þeim öllum
nægjanleg námstækifæri og leiðbeiningu á
heilbrigðisstofnunum.
Ný verkefni
Samkvæmt ákvörðun menntamálaráð-
herra færðist öll viðbótarmenntun hjúkrunar-
fræðinga til námsbrautar í hjúkrunarfræði um
áramótin 1989-1990. Þá var Nýi hjúkrunar-
skólinn lagður niður. í kjölfar þess var Ragn-
heiður Haraldsdóttir ráðin til að vinna að
stefnumótun varðandi viðbótamám íhjúkrun-
arfræði með kennurum námsbrautarinnar og
fulltrúum hjúkrunarfélaganna. Var tekin
ákvörðun um að skipuleggja sérstaka náms-
leið fyrir hjúkrunarfræðinga úr Hjúkrunar-
skóla íslands, sem öðlast vilja B. S. gráðu í
hjúkrunarfræði. í upphafi var um 60 eininga
nám að ræða, þar af 18 valeiningar, en í maí
1994 var ákveðið að stytta námið unt 15 ein-
ingar, þar af 5 valeiningar. í árslok 1994 höfðu
27 hjúkrunarfræðingar lokið þessu námi.
Jafnframt hefur námsbrautin boðið upp á
viðbótamám á ýmsum sviðum hjúkrunar,
sem ákveðnir kennarar hafa skipulagt og séð
um í samvinnu við kennara námsbrautar-
innar. Við flutning á starfsemi Nýja hjúkrun-
arskólans tók námsbraut í hjúkrunarfræði við
námi í skurð- og svæfingahjúkrun, sent Sig-
ríður Halldórsdóttir hafði skipulagt. Lauk því
námi í janúar 1990. Á árunum 1991-1992 var
boðin námsleið í bráðahjúkrun, sem Htund
Sch. Thorsteinsson sá um. í janúar 1993
hófst viðbótamám í geðhjúkrun í umsjón
Eydísar K. Sveinbjarnardóttur, og árið 1994
var í boði viðbótamám í heilsugæslu og
hjúkrun barna og unglinga, sem Sólfríður
Guðmundsdóttir hafði umsjón með. Haustið
1994 hófst síðan aftur kennsla í viðbótamámi