Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 44
42
Árbók Háskóla íslands
önnur rannsóknarstofnun landsins getur tengt
saman rannsóknir á óskyldum fagsviðum
með jafnauðveldum hætti, og slík samvinna
gefur oft betri lausnir en sundurgreind sér-
svið geta náð. Þessi fjölbreytni er einnig
styrkur Endumenntunarstofnunar Háskólans,
sem er í örum vexti og þjónar nú um 4.000
nemendum með stuttum námskeiðum og
skemmri starfsþjálfun, sem nemendur geta
stundað með starfi. Að Endurmenntunar-
stofnun standa auk Háskóla íslands, Tækni-
skóli íslands, Bandalag háskólamanna, Verk-
fræðingafélag íslands, Tæknifræðingafélag
Islands og Hið íslenska kennarafélag. Kenn-
arar eru úr röðum sérfræðinga og kennara
Háskólans auk fjölda framúrskarandi fag-
manna úr atvinnulífi og menningarlífi. Auk
stakra námskeiða býður stofnunin nú þriggja
missera nám í rekstrar- og viðskiptagreinum,
sem hægt er að stunda með starfi, og frá
næstu áramótum verður boðið tveggja miss-
era viðbótamám fyrir þá, sem lokið hafa
fyrra náminu. Einnig er í undirbúningi nám
fyrir stjórnendur í sjávarútvegi og fisk-
vinnslu, sem verður með svipuðu sniði.
Margt bendir til þess, að stutt starfstengt nám
sé betur komið hjá Endurmenntunarstofnun
en hjá hinum hefðbundnu deildum Háskól-
ans, sem bjóða nám, sem tekur minnst þrjú ár
til lokaprófs.
Enn er ógetið Upplýsingaþjónustu Há-
skólans, sem um árabil hefur útvegað fyrir-
tækjum og einstaklingum upplýsingar um
aðferðir og tæki og hvatt starfsmenn til
sjálfsnáms og leitar að nýjum atvinnutæki-
færum og hugmyndum til hagræðingar.
Undanfarin ár hefur fjölgað stúdentum,
sem ljúka námi frá svonefndum öldunga-
deildum framhaldsskóla. Þeir hafa oft stund-
að þetta nám með starfi og eru bundnir
ýmsum skyldum, sem gera þeim erfitt að
helga sig fullu háskólanámi eins og það er al-
mennt skipulagt. Leita þarf leiða til að gera
þessum nemendum kleift að innritast í nám
með hálfum hraða, svo að þeir geti stundað
námið með öðrum skyldum líkt og í fram-
haldsskóla. Þar þarf bæði að huga að skipu-
lagi náms og rétti til námslána.
Af þeint dæmum, sem hér hafa verið tal-
in, er vonandi ljóst, að Háskólinn hefur full-
an hug á nánu samstarfi við atvinnulíf og
leggur þar talsvert af mörkum. Svigrúm til
þessa samstarfs er þó mjög takmarkað vegna
skertra fjárveitinga. Einnig veltur mikið á
því, að hinn góði starfsandi, sem ríkt hefur
innan skólans, spillist ekki vegna átaka um
takmarkað fé. Þar vil ég þakka Félagi há-
skólakennara og Stúdentaráði skilning og
málefnalega baráttu.
Eitt mikilvægasta framfaramál í rnálefn-
um Háskólans og þjóðarinnar allrar er vænt-
anlegt þjóðbókasafn, sem stefnt er að í Þjóðar-
bókhlöðu. Með Þjóðbókasafni rnunu verða
straumhvörf í kennslu og rannsóknum við Há-
skólann og bylting í aðstöðu nemenda til
náms. Jafnframt mun opnast brunnur fróð-
leiks fyrir alla þá, sem þurfa að fylgjast með
nýjungum á sviði atvinnugreinar sinnar og
vilja endumýja þekkingu sína með sjálfs-
námi. Þjóðin öll á að geta ausið úr þessum
brunni sér til endurmenntunar og skemmtunar
svo sem henni sæmir, vilji hún nefnast bóka-
þjóð. Reyndar hefur þessi sýn svifið okkur
fyrir hugskotssjónum líkt og regnboginn, sem
við komumst aldrei undir. Það voru því gleði-
tíðindi, þegar ríkisstjómin setti sér það mark
að Ijúka smíði Bókhlöðunnar á 50 ára afmæli
lýðveldisins 1994, og enn meiri varð gleði
okkar, þegar ljóst varð, að hún stefnir ótrauð
að þessu marki, þrátt fyrir mikla örðugleika í
ríkisfjármálum. Eg vil þakka menntamálaráð-
herra, Olafi G. Einarssyni, sérstaklega þann
áhuga og skilning, sem hann hefur sýnt þessu
máli. Fyrir hans tilstilli em á fjárlögum þessa
árs 335 m. kr. til framkvæmda við Bókhlöð-
una, og á næsta ári er fyrirhugað, að allur sá
eignarskattsauki, sem innheimtur verður til að
kosta húsnæði menningarstofnana, renni
óskiptur til þessa verkefnis. Það er því ljóst,
að sá tími er skammt undan, að draumsýnin
um Þjóðbókasafn muni rætast. I henni felst
sameining Landsbókasafns og Háskólabóka-
safns og stórbætt þjónusta við öll önnur bóka-
söfn landsins. Eitt mikilvægasta skrefið til
bættrar þjónustu hefur þegar verið stigið með
kaupum á tölvukerfinu Gegni, sem Háskólinn
kostaði og tekið var í notkun á þessu ári. Not-
endur geta tengst þessu kerfi um símalínur
hvaðanæva af landinu, leitað í ritaskrám safn-
anna og gagnabönkum hér og erlendis og
pantað þjónustu eða lesið til sín gögn. Tölvu-
skráning bókakostsins er vel á veg komin, en