Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 56
54
Árbók Háskóla íslands
í ræðu minni í dag um málefni Háskólans
sé ég mig knúinn til að ræða að mestu um
málefni Happdrættis Háskólans, þar sem
málstaður Háskólans hefur verið verulega af-
fluttur í fjölmiðlum og jafnvel á hinu háa Al-
þingi. Sú gerningahríð, sem dómsmálaráð-
herra og Háskólinn hafa fengið á sig í þessu
máli, er með ólíkindum, enda var henni stýrt
sem leiftursókn af atvinnumönnum í nútíma
fjölmiðlun. I slíkum ham virðast menn láta
sig litlu skipta, þótt hallað sé réttu máli, betra
sé að veifa röngu tré en engu. Ráðherrar hafa
þykkan skráp, en sárast þótti mér í þessari
sennu, hvernig vísvitandi var vegið með
röngu að einum grandvarasta starfsmanni
stjórnarráðsins. Við mættum enn minnast
heilræða Konungs Skuggsjár. „Því að eitt orð
má það mæla í bræði, ef maður gætir eigi, er
síðan vildi með gulli keypt hafa, að ómælt
væri.“ Það hefur einnig valdið Háskólanum
vonbrigðum, að fjöldi þingmanna og jafnvel
heilir þingflokkar virðast hafa sporðrennt
áróðri leiftursóknarinnar, án þess að sann-
prófa þau gögn, sem fram voru lögð. Menn
geta velt því fyrir sér, hvað gerst hefði, ef at-
kvæðagreiðsla hefði fylgt þeirri umræðu,
sem fram fór. Dómsmálaráðherra og mennta-
málaráðherra hafa haft sæmd af þessu máli,
og vil ég þakka þeim drengilega milligöngu
svo og þeim forustumönnum deiluaðila, sem
náðu ágætum sáttum í þessu máli. Ég vona,
að við eigum í vændum farsælt samstarf líkt
og við höfum reyndar ætíð átt m. a. á sviði
Almannavama. Háskólinn menntar og þjálf-
ar lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálf-
ara, sem taka þátt í björgunaraðgerðum og
forvamarstarfi. Hann menntar jarðfræðinga
og líffræðinga, sem leggja til þekkingu á
náttúruhamförum, rannsakar eldgos og land-
skjálfta og leggur Almannavömum og björg-
unarsveitum ráð, hvemig við verði brugðist.
Háskólinn berst ekki við nemendur sína eða
liknar- og hjálparsamtök, heldur virðir hann
störf þeirra og styður af fremsta megni.
Því hefur verið haldið fram í umræðu
síðustu daga, að Háskólinn hefði enga þörf
lengur fyrir tekjur af happdrættisrekstri. Rík-
ishappdrætti til að afla Háskólanum tekna sé
tímaskekkja. Nær sé að láta happdrættis-
markaðinn eftir ýmsum félögum og samtök-
um til að afla fjár fyrir sína starfsemi. Ríkis-
valdið eigi að sjá sóma sinn í að veita hverju
sinni til Háskólans því fé, sem hann þarfnast
til að geta sinnt kennslu og rannsóknum.
Aður en ég svara þessum fullyrðingum,
vil ég rekja nokkuð aðdraganda að stofnun
Happdrættisins, sögu þess og þróun. Fyrstu
lög um ríkishappdrættið Happdrætti Islands
voru samþykkt á Alþingi 1926, en heimildin
kom aldrei til framkvæmda. A þessum árum
hírðist Háskólinn í þröngbýli í Alþingishús-
inu án allra þæginda og vaxtarskilyrða. A Al-
þingi 1932 voru samþykkt lög um byggingu
handa Háskóla Islands, sem reisa átti á árun-
um 1934 - 1940, eftir því sem fé yrði veitt á
fjárlögum. Þegar til kom, treysti ríkisstjómin
sér ekki til að veita fé til byggingarinnar á
fjárlögum 1934, og því leist forráðamönnum
Háskólans ekki á biikuna. Þá var það, að há-
skólarektor, Alexander Jóhannesson, hóf bar-
áttu sína fyrir þeirri snjöllu hugmynd að fá
Alþingi til þess að veita Háskólanum einka-
leyfi til að reka peningahappdrætti hér á landi
í því skyni að afla fjár til háskólabyggingar.
Svo fór, að málið hlaut almennt fylgi með-
al þingmanna, og á þinginu 1933 voru sett lög,
sem heimiluðu fjármálaráðuneytinu að veita
Háskólanum einkaleyfi til að stofna íslenskt
happdrætti. Agóðanum skyldi varið til að reisa
hús handa Háskólanum, enda greiði leyfishafi
í ríkissjóð 20% af nettóársarði sem einkaleyf-
isgjald. Sumum þótti súrt í broti, að Háskólan-
um skyldi gert að greiða einkaleyfisgjald, þar
sem allur arður fyrirtækisins átti að ganga
beint til þess að inna af hendi lögákveðið ætl-
unarverk ríkissjóðs, honum að kostnaðar-
lausu. Fyrsta húsið, sem byggt var fyrir happ-
drættisfé, varð reyndar hús Atvinnudeildar
Háskólans, sem var fullbúið haustið 1937, en
Aðalbygging Háskólans var vígð 17. júní
1940. Vöxtur Háskólans hefur hins vegar ver-
ið slíkur, að hann hefur aldrei haft undan að
byggja fyrir þarfir kennslu og rannsókna. Sér-
leyfi hans til happdrættisrekstrar hefur þvi
verið endumýjað allt fram á þennan dag. Hús
Háskólans hafa að langmestu leyti verið reist
fyrir happdrættisfé, þótt sum árin hafi einnig
komið bein framlög á fjárlögum til viðbótar
sjálfsaflafénu. Enn eru þó margar námsgreinar
í leiguhúsnæði víðs vegar um borgina við að-
stæður, sem ekki þættu boðlegar barna- eða
framhaldsskóla, í einangrun frá hinu eiginlega