Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 248
246
Árbók Háskóla íslands
Samþykkt var að endumýja unitmótora
deildarinnar á preklínik með loftmótorum í
spamaðarskyni. A deildarfundi, 28. apríl
1994, kom fram, að fyrir tilstilli deildarfor-
seta hefðu fengist 4.140.000 kr. úr List-
skreytingasjóði ríkisins til listskreytinga í
húsnæði tannlæknadeildar og læknadeildar
H. I. í Læknagarði, og voru fyrir það fé keypt
22 listaverk.
Kennsla
Deildarfundur samþykkti 26. nóvember
1991, að verkleg kennsla yrði tekin upp við
deildina fyrir aðstoðarfólk tannlækna, svo-
kallaða tanntækna, enda fengist greiðsla
fyrir í samræmi við drög að fjárhagsáætlun
um þetta nám. Tæki námið 1 ár, og yrðu 7
nemar teknir á hverja önn. Bóklegt nám færi
fram í Armúlaskóla. I námsstjóm sitji full-
trúi frá undirbúningsdeild í Ármúlaskóla,
fulltrúi forseta tannlæknadeildar og for-
stöðumaður námsins. Ekki var talið nauð-
synlegt að auglýsa stöðu kennslustjóra fyrir
þetta nám, þar eð kennslan væri aðeins til
reynslu í 1 ár. Samþykkt var, að Inga B.
Ámadóttir veitti þessu námi forstöðu; á
deildarfundi 18. janúar 1993 var hún endur-
ráðin. Fyrstu tanntæknamir útskrifuðust
haustið 1992, og útskrifuðust þá 3, en vorið
1994 höfðu alls 30 nemendur lokið þessu
námi. Frekari upplýsingar um tanntæknanám
er að ftnna á netfanginu fa.is (sjá þar heil-
brigðisskólinn).
Á deildarfundi 26. nóvember 1991 skýrði
Halla Sigurjóns, formaður kennslunefndar,
frá ósk kennara í lífeðlisfræði um flutning á
kennslu um eitt misseri, þannig að í stað þess
að lífeðlisfræðikennsla hæfist á vormisseri 1.
árs og héldi síðan áfram og lyki á haustmiss-
eri 2. árs, þá hæfist hún á haustmisseri 2.
kennsluárs og lyki vorið eftir. Þetta tryggði,
að nemendur hefðu fengið kennslu í líffæra-
fræði, áður en lífeðlisfræðikennsla hæfist, en
líffærafræði er kennd á 1. ári. Framkvæmd
þessa máls var vísað til kennslunefndar.
Samþykkt var, að tannlæknanemar fylgdu
læknanemum í lyfjafræði á haustönn, en nytu
á vorönn kennslu dósents tannlæknadeildar í
sérhæfðri lyfjafræði. Á deildarráðsfundi, 12.
október 1992, var lagt til, að dregið yrði úr
kennslu prófessors Þorkels Jóhannessonar í
lyfjafræði, en kennsla lyflæknis deildarinnar,
Arsæls Jónssonar, MD, FRCP, ykist að sama
skapi. Samþykkt var á deildarfundi, 16. mars
1993, að hefja kennslu í frumulíffræði á vor-
misseri 1994, og yrði greinin kennd á fyrsta
ári. Á sama fundi var vísað til kennslu-
nefndar tillögu um, að hafinn yrði undirbún-
ingur kennslu í félagstannlækningum.
Kennarar
Eftirtaldir voru ráðnir aðjúnktar til
þriggja ára frá hausti 1991: Helgi Magnússon
í tannsjúkdómafræði og tannfyllingu, Hall-
dór Fannar í gervitannagerð og Jens S. Jens-
son í krónu- og brúargerð. Eftirtaldir stunda-
kennarar kenndu á haust- eða vormissen
kennsluárið 1991-1992: Guðjón Kristleifs-
son í krónu- og brúargerð, Einar Kristleifs-
son og Páll Ævar Pálsson í tannfyllingu’
Droplaug Sveinbjömsdóttir í tannfyllingu og
formfræði tanna, Magnús Kristinsson 1
bamatannlækningum, Ægir Rafn Ingólfsson i
tannholsfræði, Öm Emst Gíslason og Bjöm
Þorvaldsson í gervitannagerð, Þór Axelsson i
bitfræði og formfræði tanna, Sæbjöm Guð-
mundsson í bitfræði og Sæmundur Pálsson i
tannréttingum.
Ólafur Höskuldsson var, 10. febrúar
1992, endurkosinn klínikstjóri til tveggja ára.
Á deildarráðsfundi, 20. september 1993, var
Sigurjón H. Ólafsson kosinn klínikstjóri ti
eins árs, og 28. apríl 1994 var Einar Ragnars-
son kosinn klínikstjóri til tveggja ára frá sept-
ember 1994. Á sama fundi var Halla Sigur-
jóns kosin teknikstjóri til tveggja ára. Fram-
lengdur var ráðningartími Rolfs E. Hans-
sonar í stöðu lektors frá 1. janúar 1992 til 3U-
nóvember 1992. Framlengdur var ráðningar-
tími Ársæls Jónssonar, læknis, í hlutastöðu
dósents í almennri lyflæknisfræði, fyrst u
ársloka 1992, en síðan með skipun til 3
ágúst 1995. Guðjón Axelsson var í rannsókn-
arleyfi á haustmisseri 1992.
Samþykkt var á deildarráðsfundi, 2--
febrúar 1993, að Einar Ragnarsson og Sigur
jón H. Ólafsson hlytu framgang úr lektors
stöðu í stöðu dósents og W. Peter Holbroo
úr stöðu dósents í embætti prófessors. Sigur
jón var skipaður dósent í munnskurðlækn
ingum og Einar dósent í gervitannagd'
báðir frá 1. janúar 1993 að telja.