Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 45
Ræður rektors
43
framundan er mikið áhlaupaverk við skipu-
ktgningu hins sameinaða safns og uppbygg-
ingu þeirrar þjónustu, sem því er ætlað að
veita. Þar hefur Háskólinn fullan hug á að
leggja fram sína krafta sem hann megnar.
Kæru kandídatar, nú er komið að þeirri
stundu að þið takið við prófskírteinum ykkar
úr hendi deildarforseta með vitnisburði Há-
skólans um árangur ykkar í námi. Þótt leiðir
skilji að sinni, biðjum við ykkur að muna, að
Háskólinn mun alla tíð vera fús að veita ykk-
ur aðstoð og stuðning í störfum og hverja þá
viðbótarmenntun, sem þið kunnið að kjósa
og hann getur boðið. Við þökkum ykkur
ánægjulegt samstarf og samveru og óskum
ykkur og fjölskyldum ykkar gæfu og gengis
á komandi árum. Guð veri með ykkur.
Brautskráning kandídata 6. febrúar 1993
Menntamálaráðherra, kœru kandídatar og
gestir, ágœtir samstaifsmenn.
Ég býð ykkur hjartanlega velkomin til
þessarar Háskólahátíðar og brautskráningar
kandídata. Við fögnum hér þeim mikilsverða
árangri, sem þið kandídatar hafið náð með
langvinnu námi. Háskólaprófið er mikilvæg-
ur áfangi í lífi hvers stúdents. Við flytjum
ykkur velfarnaðaróskir Háskólans og einlæg-
ar vonir, að sú kunnátta, sem þið hafið hlotið
hér, geri ykkur sjálfbjarga til allra verka.
Háskólinn nýtur þess, að til hans sækir
efnilegt námsfólk, sem gerir miklar kröfur
Um gæði kennslu og hagkvæmt námsskipu-
'ag. Styrkur Háskólans er ekki síst fólginn í
óflugum nemendahópi, sem gerir sér grein
fyrir því, að framtíð íslensks þjóðfélags velt-
Ur á góðri menntun, og að góð menntun verð-
Ur einungis fengin, þar sem rannsóknir á
fuörgum fræðasviðum eru stundaðar af
krafti.
Við getum ekki vænst þess, að háskóla-
nám veiti nægan undirbúning til að verða ævi-
'angt góður starfsmaður á tilteknu sviði. En
Það á að gera okkur reiðubúin til að afla okkur
nýrrar kunnáttu, veita skilning á flóknu tækni-
°g fræðimáli, sem tilheyrir öðrum sérgreinum
en okkar eigin og temja okkur að virða sjónar-
mið annarra. Við viljum einnig heita á ykkur
að láta þá menntun, sem þið hafið hlotið,
nýtast sem best þjóðinni allri í baráttu hennar
fyrir bættum lífskjörum og efnahag. Látið það
sannast um ykkur, að háskólanámið hafi gert
ykkur færari til að bregðast við nýjum vanda
°g leita leiða til úrlausnar.
Ég mun að þessu sinni helga ræðu mína
málefnum Háskólans, inntöku nemenda og
gæðum háskólastarfsins.
Á þessum vetri hefur mikið verið rætt um
aðsókn að námi í Háskóla íslands og hvort
ástæða væri til að breyta þeim ákvæðum í
lögum, sem ráða inntöku nemenda. I gildandi
lögum segir, að „hver sá, sem staðist hefur
fullnaðarpróf frá íslenskum skóla, sem heim-
ild hefur til að brautskrá stúdenta, á rétt á að
vera skrásettur háskólaborgari, gegn því að
greiða skrásetningargjald." Samkvæmt þess-
ari lagagrein er Háskólanum skylt að taka við
öllum stúdentum, sem þangað sækja til náms.
Hugsun laganna er, að Háskóli íslands sé
þjóðskóli, sem allir eigi að geta sótt til um
nám, ef þeir hafa til þess nægan undirbúning.
í flestum tilvikum er ekki í önnur hús að
venda, vilji menn stunda háskólanámið hér á
landi. Heimilt er hins vegar að setja í reglu-
gerð ákvæði um inntöku stúdenta í einstakar
deildir. Af umræðu við setningu laganna á
Alþingi má ráða, að slíkar heimildir áttu að
vera undantekningar.
Mikið hefur verið rætt um undirbúning
þann, sem felst í stúdentsprófi, en það er
reyndar orðið fjölbreytilegt og lítið samræmt
milli skóla. Góðir námsmenn eru nú fjöl-
mennari og betur undir námið búnir en áður.
Námsmönnum með lélegri undirbúning hef-
ur ekki síður fjölgað. Sundurleitni nemenda-
hópsins á fyrsta námsári veldur ýmsum erfið-
leikum í kennslu, og mönnum er ljóst, að
töluverður kostnaður hlýst af nemendum á
fyrsta ári, sem eiga þangað ekki raunverulegt