Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 189
Úr gerðabókum háskólaráðs
187
Skipulag rannsóknarstofnana
210194: Fram var lögð greinargerð
Stjórnsýslunefndar háskólaráðs um rann-
soknarstarfsemi Háskólans ásamt ítarlegri
samantekt um stofnanir, fyrirtæki og rann-
sóknarstofur við Háskóla fslands. Ennfremur
lá fyrir bréf frá Þóri Einarssyni, formanni
nefndarinnar, dags. 25. f. m. Þórir og Helgi
Valdimarsson, formaður Vísindanefndar,
gerðu grein fyrir þessu máli. Ennfremur var
lögð fram greinargerð Vísindanefndar, dags.
18. f. m., þar sem settar eru fram tillögur að
lágmarkskröfum fyrir fjárhagslega sjálf-
stæðar vísindastofnanir á vegum Háskóla
Islands. Málið var rætt.
^kjalasafn Háskóla íslands
-L2J0.91. 31.10.91 oe 21.11.91: Magnús
Guðmundsson, skjalavörður, og Sveinbjöm
Rafnsson, prófessor og fulltrúi í Skjalanefnd,
kynntu tillögu að reglugerð fyrir Skjalasafn
Háskólans. Sveinbjöm færði rök fyrir því, að
safnið yrði sjálfstæð stofnun, sem heyrði
beint undir háskólaráð. Tillögunni var vísað
hl umsagnar Reglugerðamefndar með því
fororði, að skjalasafnið yrði stofnun, sem
heyrði undir háskólaráð.
-1108,93 og 26.08.93: Rektor mælti fyrir
reglum um Skjalasafn Háskóla Islands, sem
(agðar voru fram til kynningar á fundi ráðs-
lr>s 26. júní 1993. Magnús Guðmundsson,
skjalavörður, og Sveinbjöm Rafnsson, pró-
fessor, greindu frá störfum skjalasafnsins og
þeim reglum, sem um það áttu að gilda. Til-
lögumar voru samþykktar.
Tilraunastöð Háskóla íslands í meina-
Ifaeði að Keldum
■HQlllj. Bréf mm., dags. 28. f. m., var lagt
fram. í því var óskað eftir umsögn lækna-
öeildar um erindi Guðmundar Péturssonar,
forstöðumanns Tilraunastöðvar Háskóla
Islands í meinafræði, að hann yrði leystur frá
störfum forstöðumanns frá og með 1. júní
1992, en héldi þó áfram prófessorsstöðu við
læknadeild og fengi rannsóknaraðstöðu á Til-
faunastöðinni á Keldum.
2L1L9Í: Lagt var fram bréf mm., dags. 4.
Þ- m., ásamt ljósriti af bréfi ráðuneytisins frá
25. f. m., þar sem skýrt er frá því, að Guð-
mundi Péturssyni, forstöðumanni Tilrauna-
stöðvar Háskóla íslands í meinafræði, hafi
verið veitt lausn frá forstöðumannsstöðunni
frá 1. júní 1992 að telja að hans eigin ósk.
Guðmundur héldi áfram prófessorsembætti
við læknadeild Háskóla Islands, sbr. heimild
í 1. mgr., 5. gr. laga nr. 67/1990 um Tilrauna-
stöð Háskóla fslands í meinafræði. Gert var
ráð fyrir, að Tilraunastöðin greiddi laun Guð-
mundar eftir framangreinda breytingu, þótt
ráðuneytið teldi ekki einsýnt, að svo skyldi
vera og eðlilegt, að um það atriði yrði rætt á
milli Háskólans og Tilraunastöðvarinnar.
Vænst var, að Háskólinn hlutaðist til um þær
viðræður og skýrði ráðuneytinu frá niður-
stöðu þeirra.
07.01.93: Helgi Valdimarsson, forseti lækna-
deildar, greindi frá því, að á deildarfundi í
læknadeild 16. f. m. hefði verið fjallað um
dómnefndarálit um hæfni umsækjenda um
stöðu forstöðumanns Tilraunastöðvar Há-
skóla íslands í meinafræði að Keldum.
Deildin greiddi atkvæði um þrjá umsækj-
enda, og féllu atkvæði þannig: Guðmundur
Georgsson hlaut 18 atkvæði, Jakob K. Krist-
jánsson 4 og Kári Stefánsson 39. Samþykkt
var að mæla með Kára Stefánssyni sem for-
stöðumanni Tilraunastöðvarinnar til næstu
sex ára, og yrði hann jafnframt prófessor við
læknadeild Háskóla íslands.
18.02.93: Menntamálaráðuneytið tilkynnti
með bréfi, dags. 4. þ. m., að það hefði ráðið
Kára Stefánsson forstöðumann Tilrauna-
stöðvar Háskóla Islands í meinafræði að
Keldum um sex ára skeið frá 1. júní 1993 að
telja. Jafnframt hefði forseti Islands skipað
Kára Stefánsson prófessor við læknadeild
Háskóla íslands frá sama tíma.
28.10.93: Með bréfi, dags. 21. þ. m., veitti
menntamálaráðuneytið Kára Stefánssyni
lausn frá forstöðumannsstarfi Tilrauna-
stöðvar Háskóla Islands í meinafræði að
Keldum frá 1. nóvember 1993 að telja, að
hans eigin ósk. Jafnframt hafði forseti
Islands að tillögu menntamálaráðherra veitt
Kára Stefánssyni lausn frá prófessorsembætti
við læknadeild frá sama tíma að telja.
04.08.94: Lagt fram bréf mm., dags. 28.
f. m., um að Guðmundur Georgsson væri
ráðinn forstöðumaður Tilraunastöðvar Há-
skóla íslands í meinafræði að Keldum um
sex ára skeið frá 1. júlí 1994 að telja. For-