Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 181
Úr gerðabókum háskólaráðs
179
stökum deildum, annað hvort með tilliti til
aðstöðu til kennslu við deildina eða á fag-
legum grundvelli með því að áskilja, að nem-
andi hafi lagt stund á nám í tilteknum
greinum til stúdentsprófs. Hins vegar telur
nefndin ekki heimilt að setja í reglugerð fyr-
trmæli um almenna aðgangstakmörkun,
hvorki með því að veita aðeins tilteknum
fjölda nemenda aðgang að skólanum né með
því að setja almennt skilyrði um tiltekinn lág-
marksárangur á stúdentsprófi. Að óbreyttum
lógum er óheimilt að setja reglur um
aðgangstakmarkanir að Háskólanum vegna
almennra þjóðfélagsaðstæðna, til dæmis fjár-
skorts til rekstrar hans eða mikillar aðsóknar
að honum. Heimildina til að setja fyrirmæli
Urn aðgangstakmarkanir eða inntökuskilyrði
1 reglugerð beri að skilja þröngt, og aðeins
verði vikið frá grundvallarreglu 1. mgr., 21.
gr. háskólalaga vegna brýnnar nauðsynjar.
2*L1L92: Fram var lögð fyrirspum rektors,
dags. 14. þ. m. til formanns Lögskýringa-
nefndar og lögmanns Háskólans vegna
agreinings um lækkun kennsluskyldu og svar
þeirra við því erindi, dags. 18. þ. m. Að áliti
lögfræðinganna var háskólaráði frjálst að
hreyta eldri reglum sínum um kennsluafslátt
’J'eð þeim hætti, sem það samþykkti 13.
agúst sl. Kjarasamningur milli fjármálaráð-
herra og Félags háskólakennara skerðir það
frelsi ekki.
i£Li2^92: Lagt fram álit Lögskýringanefndar,
dags. 27. f. m., í tilefni bréfs rektors til
nefndarinnar, dags. 2. f. m., um skrásetning-
argjald.
2ÍQ493: Fram voru lögð til kynningar drög
að reglum um Lögskýringanefnd háskóla-
ráðs, dags. 21. þ. m.
02X163)4: Lagt fram álit Lögskýringanefndar
a tillögu Gunnlaugs H. Jónssonar, háskólarit-
ara, sem vísað var til nefndarinnar 17. mars
sh Efni tillögunnar er að breyta þeirri skipan,
sem hefur verið á formlegum búningi reglna
Urn Háskóla íslands, þannig að í stað þess að
nánari reglur en koma fram í lögum um
skólann séu í reglugerð fyrir Háskólann,
verði í lögunum mælt fyrir um, að nánari
reglur verði settar af háskólaráði og kallist til
dæmis starfsreglur Háskóla íslands. Lög-
skýringanefnd telur, að um mikinn meirihluta
þeirra atriða, sem nú er mælt fyrir um í reglu-
gerð fyrir Háskóla íslands, þurfi að setja
reglur í reglugerð eða annars konar opinber-
lega birtum stjómvaldsfyrirmælum ráðherra.
Vel gæti þó verið unnt að bæta nokkuð þung-
lamalega meðferð á breytingum á reglum um
starfsemi Háskólans með því að taka til end-
urskoðunar, hvort ástæða sé til að hafa í
reglugerð fyrir Háskólann fyrirmæli um allt
það, sem þar kemur fram. Um þau atriði
mætti setja reglur í háskólaráði og birta t. d. í
kennsluskrá.
• Lög um Háskóla Islands
17.09.92: Lagt var fram bréf Stjórnsýslu-
nefndar háskólaráðs, dags. 11. þ. m., sem vék
að breytingum á lögum um Háskóla Islands
til samræmingar.
í stað 3. ml., 1. mgr., 4. gr., um háskólaráð
kæmu eftirfarandi tveir málsliðir: „Einnig
eiga sæti á fundum ráðsins háskólaritari og
einn kjörinn fulltrúi starfsmanna í stjómsýslu
og hafa þar málfrelsi og tillögurétt, en ekki
atkvæðisrétt. Setja skal ákvæði í reglugerð
um kosningu þessara fulltrúa, kosningarétt
og kjörgengi." Þetta var samþykkt.
Samþykkt var, að 1. mgr., 7. gr., orðist
svo: „Háskólaráð ræður framkvæmdastjóra
stjómsýslusviða til fimm ára í senn. Rektor
ræður annað starfslið almennrar stjómsýslu,
eftir því sem fé er veitt til og setur því erind-
isbréf. Deildarforsetar ráða starfslið einstakra
deilda að höfðu samráði við rektor og eftir
því sem fé er veitt til og setja því erindis-
bréf.“
Ennfremur var samþykkt, að úr 8. gr. falli
niður orðin: „Háskólaráð setur öðru starfsliði
stjómsýslu erindisbréf."
Stjómsýslunefnd lagði til, að 1. og 2. ml.,
11. gr., hljóðaði þannig: „Rektor skipar
hverju sinni þriggja manna nefnd til þess að
dæma um hæfi umsækjenda til að gegna
embættinu eða starfinu. Háskólaráð tilnefnir
einn nefndarmann, menntamálaráðherra ann-
an, en deild sú, sem kennarinn á að starfa við,
hinn þriðja, og er hann formaður." Tillagan
var samþykkt.
Stjómsýslunefnd lagði til, að 3. ml., 19.
gr., orðaðist svo: „Kennari, sem veitt er leyfi
í eitt ár eða skemur, getur tilnefnt kennara í
sinn stað með samþykki háskóladeildar.“
Samþykkt.