Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 175
Æviágrip látinna kennara
173
mundur ráðinn til starfa þar, en hann hafði
komið að samningu laga um stofnun stríðs-
trygginganna. Árið 1941 varð Guðmundur
forstjóri þessa félags, og því starfi gegndi
hann til 1978, en nafni félagsins var fljólega
breytt í íslenskar endurtryggingar í samræmi
við breytta starfsemi félagsins. Guðmundur
hóf kennslu í tölfræði við Viðskiptaháskóla
Islands, og kenndi síðan við viðskiptadeild
Háskóla Islands frá stofnun deildarinnar
1941, allt til 1980, þegar hann lét af störfum
Vegna aldurs; hann var dósent frá 1959. Guð-
mundur var einn helsti hvatamaður að
stofnun Sambands íslenskra endurtrygginga
1960 og Samsteypu íslenskra fiskiskips-
frygginga 1968 og að öðrum slíkum trygg-
'ngasamsteypum; hann var stjómarformaður
Tryggingasamsteypu frjálsra ábyrgðartrygg-
*nga 1953-1978. Hann sat í stjóm Inter-
national Actuarial Association 1976-1980.
Guðmundur hafði mikil áhrif á þróun vá-
tryggingastarfsemi hér á landi, og hann var
raðgjafí margra lífeyrissjóða í trygginga-
málum; vinnusemi hans þótti með ólík-
mdum. Guðmundur var heiðursfélagi Félags
'slenskra tryggingastærðfræðinga; hann
hafði verið fyrsti formaður þess félags, þegar
það var stofnað 1968 (Kennaratal á íslandi,
TV, Rvk. 1958-1988; Mbl., 7. september
1993).
Áskell Löve
Askell Löve, prófessor í grasafræði, var
fæddur í Reykjavík 20. október 1916. Hann
lóst úr parkinsonsveiki 29. maí 1994 í San
José í Kalifomíu. Foreldrar Áskels voru
hjónin Carl Löve, skipstjóri á ísafirði, og
Tóra Jónsdóttir. Áskell ólst upp á ísafirði og
stundaði nám við gagnfræðaskólann þar.
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í
Teykjavik 1937. Þá þegar kom í ljós, að hann
var ritfær, á stúdentsprófi hlaut hann Gull-
pennaverðlaun. Áskell lauk fil. kand. prófi í
grasafræði við háskólann í Lundi 1941 og
óoktorsprófi þaðan 1943 með erfðafræði
Plantna að sérgrein. Áskell var ráðinn sér-
fræðingur í jurtakynbótum við Búnaðardeild
Atvinnudeildar Háskólans 1945, og því starfi
§egndi hann til 1951. Á þessum árum
ar>naðist Áskell auk þess kennslu, og hann
var skipaður í nefnd til undirbúnings Nátt-
úrufræðihúss, kennslubyggingar í náttúru-
fræði á háskólalóðinni, þótt ekki yrði af
byggingu þá. Árið 1951 sagði Áskell starfi
sínu lausu á Atvinnudeildinni og fluttist til
Kanada og gerðist aðstoðarprófessor við
Manitóbaháskóla í Winnipeg. Árið 1956 var
hann ráðinn prófessor í þróunarfræðilegri
flokkun plantna (biosystematics) við háskól-
ann í Montreal í Kanada, og 1964 varð Ás-
kell prófessor í grasafræði við Coloradohá-
skóla í Boulder í Bandaríkjunum. Þeirri
stöðu gegndi hann til 1973, en þá fluttist
hann til San José í Kalifomíu og hélt þar
rannsóknum sínum áfram, á meðan kraftar
entust. Áskell var afkastamikill fræðimaður,
eftir hann liggja um 400 greinar og bækur,
frumsamdar eða ritstýrðar, auk margra
umsagna og smærri greina. Verulegan hluta
rannsókna sinna vann hann með eiginkonu
sinni, Doris (fædd Wahlén), sem einnig var
grasafræðingur og doktor frá Lundi. Rann-
sóknir þeirra beindust að flokkun, uppruna
og útbreiðslu háplantna, einkum fjallaplantna
á norðlægum slóðum, flokkun, sem byggði á
frumuerfðafræði (cytotaxonomy, phytogeo-
graphy). Voru þau hjón heimsþekkt og á
meðal brautryðjenda á þessu fræðasviði.
Áskell var félagi í vísindafélögum í grasa-
fræði og erfðafræði víða um heim. Alltaf hélt
hann því vel á lofti, hvar sem hann fór, að
hann væri íslendingur; hann afsalaði sér ekki
íslenskum rikisborgararétti. Áskell varð
félagi í Vísindafélagi Islendinga 1946 (Acta
Botanica Islandica, 1995; Náttúrufrœðingur-
inn, 1997).
Jóhann J. Jakobsson
Jóhann Jósef Jakobsson, yfirverkfræð-
ingur, fæddist 9. maí 1920 á Finnsstöðum í
Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést 6. júlí
1994. Foreldrar Jóhanns voru Jakob Jens
Jóhannsson, bóndi, og Emma Pálína Jóns-
dóttir. Jóhann varð stúdent við Menntaskól-
ann á Akureyri 1941 og lauk B. Ch. E. prófi í
efnaverkfræði frá háskólanum í Minnesota
1944. Hann var verkfræðingur hjá Minnesota
Linseed Oil & Paint Co. í Minneapolis 1945,
sérfræðingur á iðnaðardeild Atvinnudeildar
H. í. 1945-1954 og deildarstjóri þar 1955-
1961. Jóhann stofnaði verkfræði- og efna-
rannsóknastofuna Fjölver hf. árið 1961, sem