Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 54
52
Árbók Háskóla íslands
Forseti raunvísindadeildar, prófessor Eggert Briem, óskar kandídat til hamingju við braut-
skráningu í Háskólabíói, 26. júní 1993.
námi í kvikmyndafræði. Þar er ekki átt við
þjálfun í kvikmyndagerð heldur þá fræði-
grein, sem fjallar um myndræna miðlun og
kvikmyndir hliðstætt bókmenntafræði. í
þessum efnum skortir hvorki áhuga Háskól-
ans né stúdenta, en takmörkuð fjárráð binda
hendur okkar sem stendur.
Þrátt fyrir margvíslega erfiðleika getur
Háskólinn fagnað því, að innan hans ríkir
góður starfsandi. Styrkur Háskólans felst í
fjölbreytni þeirrar rannsóknarstarfsemi, sem
fram fer innan hans veggja, og í stöðugum
straumi nýrra nemenda með opinn huga, frjó-
ar hugmyndir og dugnað til starfa. Þessi öfl-
ugi nemendahópur gerir sér grein fyrir því,
að framtíð íslensks þjóðfélags veltur á góðri
menntun, og að góð menntun verður einung-
is fengin, þar sem rannsóknir á mörgum
fræðasviðum eru stundaðar af krafti. Engin
önnur rannsóknarstofnun landsins getur tengt
saman rannsóknir á óskyldum fagsviðum
með jafnauðveldum hætti, og slík samvinna
gefur oft betri lausnir en sundurgreind sér-
svið geta náð. Þessi fjölbreytni er einnig
styrkur Endurmenntunarstofnunar Háskól-
ans, sem er í örum vexti og þjónar nú um
5.000 nemendum með stuttum námskeiðum
og skemmri starfsþjálfun, sem nemendur
geta stundað með starfi. Að Endurmenntun-
arstofnun standa auk Háskóla íslands,
Tækniskóli Islands, Bandalag háskólamanna,
Verkfræðingafélag Islands, Tæknifræðinga-
félag Islands og Hið íslenska kennarafélag-
Kennarar eru úr röðum sérfræðinga og kenn-
ara Háskólans auk fjölda framúrskarandi fag-
manna úr atvinnulífi og menningarlífi. Vel
mætti hugsa sér, að vænlegustu tækifærin i
þróun Háskóla Islands og bættum tengslum
hans við þjóðlíf og atvinnuvegi felist einmitt
í aukinni og nánari samvinnu deilda Háskól-
ans og Endurmenntunarstofnunar. Það efm
verður þó að bíða annarrar ræðu.
Kæru kandídatar, nú er komið að þeirrt
stundu, að þið takið við vitnisburði Háskólans
um árangur ykkar í námi. Við vonum, að ykkur
farnist vel og það vegamesti, sem þið berið
héðan, reynist ykkur traustur grunnur undir
frekara nám og starf. Háskólinn mun alla tíð
vera fús að veita ykkur aðstoð og stuðning og
hverja þá viðbótarmenntun, sem þið kunnið að
kjósa og hann megnar að veita. Við þökkum
ykkur ánægjulegt samstarf og samveru og
óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gæfu og
gengis á komandi árum. Guð veri með ykkur.