Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 228
226
Árbók Háskóla íslands
Hjalti Hugason annaðist stundakennslu í
kirkjusögu 1990-1992. Kristján Búason
kenndi trúarbragðasögu á haustmisseri 1993
ásamt trúarlífssálfræði, en við þeirri kennslu
tók hann af Jóhanni Hannessyni árið 1975. Dr.
Ármann Snævarr hóf að kenna kirkjurétt árið
1990ogkenndi til 1998.
Bjöm Bjömsson hafði leyfi frá prófess-
orsembætti sínu að hálfu árin 1991-1994,
meðan hann gegndi stöðu fræðslustjóra þjóð-
kirkjunnar. Hann sinnti stjórnunar- og rann-
sóknarskyldum sínum og annaðist hluta
kennslunnar, en fól stundakennurum að ann-
ast meginhluta kennslu sinnar. Stundakenn-
arar í siðfræði voru séra Olafur Oddur Jóns-
son, séra Baldur Kristjánsson, séra Þorvaldur
Karl Helgason, séra Gunnar Kristjánsson og
séra Sigurjón Árni Eyjólfsson.
Haustið 1993 hófst djáknanám við guð-
fræðideild undir umsjón prófessorsins í
kennimannlegri guðfræði, Péturs Péturs-
sonar. Djáknanefnd þjóðkirkjunnar og full-
trúar guðfræðideildar höfðu unnið að undir-
búningi málsins og gert tillögu að námsskrá.
Kennari í djáknafræði (diakonik) var ráðin
Guðrún Edda Gunnarsdóttir, cand. theol. Tíu
nemendur hófu námið haustið 1993, sex til
30 eininga og fjórir til 90 eininga. Fyrrum
forstöðumaður Samariterhemmet í Upp-
sölum, Inga Bengtzon, kom hingað vorið
1994 og hélt námskeið og fyrirlestra í
djáknafræði.
Rannsóknarstofa í kvennaguðfræði fór
þess á leit við deildina, að kvennaguðfræð-
ingur yrði fenginn til þess að kenna a. m. k.
eitt námskeið í kvennaguðfræði á háskólaár-
inu 1993-1994. Samþykkt var að biðja Am-
fríði Guðmundsdóttur, Sólveigu Önnu Bóas-
dóttur og Sveinbjörgu Pálsdóttur að halda
fyrirlestraröð í kvennaguðfræði, þegar
aðstæður leyfðu, en þær voru allar í doktors-
námi í guðfræði.
Þórir Kr. Þórðarson var í leyfi frá kennslu
1991-1992 vegna veikinda og gegndu
Gunnar Jóhannes Gunnarsson, cand. theol.,
Gunnlaugur A. Jónsson og Sigurður Stein-
grímsson kennslu hans. Þórir lét af starfi 1.
september 1994 fyrir aldurs sakir.
Guðfræðideild sendi frá sér ítarleg svör
13. janúar 1994 viðvíkjandi fyrirhuguðum
breytingum á lögum Háskólans um ráðningu
kennara og hlutastöður. Deildin gat í grund-
vallaratriðum fallist á, að aðilar utan hennar
tengdust deildinni, svokallaðir „tengdir
kennarar," og sem hún kaus að nefna
aðjúnkta. Meginreglan yrði samt sú, að menn
hefðu starf við Háskólann að aðalstarfi, og
óæskilegt væri að breyta ráðningarformi fra
því sem nú væri, prófessorar yrðu áfram
embættismenn og aðrir kennarar skipaðir af
ráðherra. Þá var lagt til, að ekki yrði breyting
á framgangskerfi háskólakennara, ekki mætti
slaka á kröfum um hæfni við framgang, en
vel kæmi til greina, að einn aðili innan skól-
ans færi með öll framgangsmál.
Á deildarfundi 29. júní 1994 var sam-
þykkt sú breyting á vægi námskeiða, að 1
eining úr námskeiðinu „Sálgæslufræði“ yrðt
flutt yfir í námskeið, sem héti „Handleiðsla a
stofnun" og að námskeiðið „Starf á stofnun'
legðist niður í núverandi mynd.
Nemendur og inntökuskilyrði
Fjöldi stúdenta í guðfræði hefur vaxið ár
frá ári og hefur verið á bilinu 70-100. Fjöldi
kvenna hefur mjög vaxið, og voru þær ríflega
helmingur guðfræðinema kennsluárið 1993-
1994 (42 á móti 40 körlum þegar haustið
1992). Guðfræðinemar halda uppi félags-
starfi og gefa út tímaritið Orðið, sem kemur
út einu sinni á ári. Nokkurt samstarf hefur
tekist á milli norrænna guðfræðinema, og
hafa verið haldnar árlega ráðstefnur þeirra.
Fulltrúar stúdenta óskuðu á deildarfundi
22. janúar 1992, að bókað yrði, að stúdentar
væru algerlega mótfallnir hækkun skrásetn-
ingargjalda við skólann. Óánægja kom fram
meðal nemenda með notkun kennslubóka a
sænsku, og var óskað eftir, að frekar yrðu
notaðar bækur á dönsku og ensku. Guðfræði-
deild sendi frá sér umsögn um tillögur að
breytingum á lögum og reglum um inntöku
stúdenta. Deildin féllst á það sjónarmið, að
rýmka yrði heimildir til að takmarka fjölda
nemenda, sem gætu hafið nám við Háskóla
íslands, það væri í samræmi við þær fjárveh-
ingar, sem Háskólanum stæðu nú til boða.
Guðfræðideild vildi þó árétta, að slíkar breyt-
ingar fælu í sér breytta menntastefnu, sem
mjög væri umdeilanleg og krefðist sérstakrar
umræðu.