Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 196
194
Árbók Háskóla íslands
Norræna eldfjallastöðin
19.12.91: Menntamálaráðuneytið staðfesti
með bréfi, dags. 11. þ. m., tilmæli um, að á
vegum Háskóla Islands yrði unnið að forsögn
um húsnæði fyrir Norrænu eldfjallastöðina,
og yrði stöðin hluti af framtíðarbyggingu
fyrir náttúruvísindagreinar í Háskólanum.
Skyldi forsögnin liggja fyrir í mars 1992, og
yrði hún þá lögð fyrir ríkisstjórnina.
28.10.93: Með bréfi, dags. 26. þ. m., óskaði
menntamálaráðuneytið eftir viðræðum við
Háskóla Islands um húsnæðisntál Norrænu
eldfjallastöðvarinnar. Ráðgert var, að bygg-
ingarframkvæmdir hæfust árið 1995 í sam-
ræmi við fjárlög fyrir það ár, og stefnt yrði að
því að fullgera húsið á árinu 1997.
Fjármál
05.09.91: Lagt var fram bréf mm, dags. 27.
f. m. Þar er stjómendum stofnana ráðuneytis-
ins bent á erfiða stöðu fjármála, sem setja
muni mark sitt á fjárlagagerð fyrir árið 1992.
Sýnt þótti, að almennt yrði ekki um hærri
framlög að ræða úr ríkissjóði til stofnana á
árinu 1992 en gildandi fjárlög sögðu til um.
Hvatt var til endurskipulagningar og hagræð-
ingar í rekstri; fjárhagsstaða stofnana við árs-
lok yrði yfirfærð til næsta árs. Bréfinu fylgdi
ljósrit af bréft fjármálaráðuneytisins um
breyttar vinnuvenjur í framfylgd fjárlaga.
19,09.91: Háskólaritari gerði grein fyrir erf-
iðri fjárhagsstöðu Háskólans á fjárhagsárinu
1991 og horfum fyrir árið 1992. Ábendingar
um spamað komu fram, og bent var á mikil-
vægi þess, að háskólaráð sæi fyrir kostnað,
sem leiddi af tillögum, sem því bærust.
31.10.91: Rektor kynnti bréf til menntamála-
ráðuneytisins, dags. 28. þ. m., en þar er
óskað eftir fjárveitingu til Háskóla íslands að
upphæð 1.686,7 m. kr. fyrir árið 1992. Enn-
fremur er óskað eftir aukafjárveitingu að
upphæð 32,2 m. kr. fyrir 1991. Bréfið er ritað
með hliðsjón af Greinargerð fjármála-
nefndar Háskóla Islands um fjárlagafrum-
varp ársins 1992, sem lá fyrir á fundinum og
háskólaritari kynnti. Öm Bjartmars, forseti
tannlæknadeildar, gerði að umræðuefni við-
tal við Stefán Ólafsson, dósent í félagsvís-
indadeild (6. tbl. StúdentafréUa 1991), en þar
lýsti Stefán því yfir, að yrði hann háskóla-
rektor, legði hann tannlæknadeild niður í
spamaðarskyni. Öm mótmælti slíkum um-
mælum. Fram kom ánægja fundarmanna
með greinargerð Fjármálanefndar og var
óskað, að efni hennar yrði birt síðar. Rektor
og háskólaritari svöruðu spumingum.
16.12.91: Drög að ályktun háskólaráðs um
fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1992 voru til
umræðu. Ennfremur lá fyrir greinargerð Fjár-
málanefndar háskólaráðs um þetta mál.
Drögin og greinargerðin voru rædd, og
svörðuðu rektor og formaður Fjármála-
nefndar spumingum, sem fram komu. Álykt-
unin með áorðnum orðalagsbreytingum var
samþykkt einróma og hljóðar svo: „Háskóh
íslands er í hættu. Ef svo fer fram sem horfir
um fjárveitingar á næsta ári mun Háskólinn
ekki geta veitt neinum nýnemum kennslu a
næsta hausti, þrátt fyrir áform um skólagjöld
og þrátt fyrir ítrasta niðurskurð kennslu og
þjónustu. Um 2.000 nemendur munu þá tefj-
ast í námi, leita atvinnu á þröngum vinnu-
markaði eða sækja um skólavist erlendis með
auknum tilkostnaði stúdenta og Lánasjóðs.
Háskólanum er vel ljóst, að nú eru sam-
dráttartímar í þjóðfélaginu, og bæði einstakl-
ingar og stofnanir verða að taka á sig auknat
byrðar. Þetta hefur Háskólinn hins vegar gert
umfram aðra á undanfömum árum. Frá ártnu
1988 hefur nemendum fjölgað unr 935
(21,8%) og námsbrautum og þjónustuverk-
efnum fjölgað, án þess að fjárveitingar hafi
hækkað að raungildi. Kostnaður á hvern
nemanda hefur því lækkað verulega og er
miklu lægri en í nokkrum öðrum háskóla a
Norðurlöndum. Ef þessum nemendum hefðt
verið komið fyrir í nýjum háskóla, sem hefðt
sama kostnað á nemanda og Háskólinn hafð'
árið 1988, næmi rekstrarkostnaður þess skóla
um 330 milljónum króna á næsta ári.
Háskólinn er reiðubúinn að leita leiða ti
enn frekari hagræðingar og samdráttar ^
kennslu, en þar verður að hafa í huga,
að
að
Háskólanum ber skylda til að tryggja
gæði þeirrar kennslu, sem hann veitir, seu
sambærileg við aðra háskóla. Kennsla vi
Háskólann er nú þegar mun ódýrari en 1
öðrum sambærilegum háskólum á Norðut-
löndum, og það er samdóma álit háskóla-
manna, að ekki sé nokkur leið til að beita
almennum niðurskurði enn á ný til að m®t:>
fyrirhugaðri skerðingu á fjárveitingum næs*a