Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Blaðsíða 41
Ræður rektors
39
Kæru kandídatar, nú er komið að þeirri
stundu, að þið takið við vitnisburði Háskól-
ans um árangur ykkar í námi. Látið það þó
ekki verða lok okkar samskipta. Háskólinn
mun alla tíð vera fús að veita ykkur aðstoð og
stuðning í störfum og við hverja þá viðbótar-
menntun, sem þið kunnið að kjósa og hann
megnar að veita. Við þökkum ykkur ánægju-
legt samstarf og samveru og óskum ykkur og
fjölskyldum ykkar gæfu og gengis á komandi
árum. Guð veri með ykkur.
Brautskráning kandídata 24. október 1992
Menntamálaráðherra, aðrir gestir, kœru
kandídatar, ágcetir samstarfsmenn.
Eg býð ykkur hjartanlega velkomin til
þessarar Háskólahátíðar og brautskráningar
kandídata. Við fögnum hér þeim mikilsverða
arangri, sem þið kandídatar hafið náð með
langvinnu námi, og vonum, að sá þroski, sem
namið hefur veitt, geri ykkur sjálfbjarga í
störfum og framhaldsnámi. Háskólanám á að
vera traustur grundvöllur fyrir það hugarfar
«8 þau vinnubrögð, sem nútíma tækniþjóðfé-
ag krefst af fólki. Við getum ekki vænst
Þess, að háskólanám veiti nægan undirbún-
mg til að verða ævilangt góður starfsmaður á
tilteknu sviði. En það á að gera okkur reiðu-
buin til að afla okkur nýrrar kunnáttu, veita
skilning á flóknu tækni- og fræðimáli, sem
tdheyrir öðrum sérgreinum en okkar eigin og
temja okkur að virða sjónarmið annarra, setja
°kkur í þeirra spor og vinna í þeim lýðræðis-
anda, sem á að einkenna góða stjómsiði í nú-
timaþjóðfélagi.
Elstar í ykkar liuga eru hins vegar vænt-
uigar um störf við ykkar hæfi. í fyrsta sinn í
sögu lýðveldisins skynjum við hættu á um-
talsverðu atvinnuleysi. Af öllum þrengingum
1 utvinnumálum er ótti okkar við atvinnuleysi
sterkastur. í Vestur-Evrópu hefur atvinnu-
eysi, allt að tíu af hundraði, verið landlægt
um nokkur ár. Það hefur komið harðast niður
a h'tið menntuðu starfsfólki. Nýjungar í tækni
gera eldri sérþjálfun oft lítils virði. Fólk með
't a nlmenna þekkingarundirstöðu á þá erfitt
með að tileinka sér nýjungarnar og hefur
yorki efni né aðstæður til að verða sér úti um
l’a viðbótarmenntun, sem til þarf. Háskóla-
gengnu fólki hefur haldist betur á vinnu. Það
Pa ka menn meiri sveigjanleika til að laga sig
að breyttum viðhorfum og læra ný vinnu-
brögð. Menntunin veitir einnig meiri yfirsýn
og vekur hugmyndir til úrbóta. Eg vona því,
að ykkur famist vel og þið látið ekki ykkar
hlut eftir liggja í þeirri viðreisn atvinnulífs og
efnahags þjóðarinnar, sem verður brýnasta
verkefni okkar allra á komandi árum.
A þessu ári hefur Háskólinn orðið að
grípa til spamaðaraðgerða og niðurskurðar,
sem óhjákvæmilega bitnar á nemendum,
kennurum og öllu starfsliði. Mörg þau úr-
ræði, sem gripið hefur verið til, eru Háskól-
anum þvert um geð eins konar neyðarráðstaf-
anir, sem létta verður af svo skjótt sem færi
gefst, ef þær eiga ekki að spilla því námi og
rannsóknarstarfi, sem hér fer fram. Háskól-
inn mun ekki hvika frá þeirri sannfæringu, að
bætt menntun þjóðarinnar sé besta sókn
hennar í harðnandi samkeppni þjóða um bætt
lífskjör. Hann mun því berjast fyrir auknum
fjárveitingum til menntamála og betri gæð-
um í öllu skólastarfi. Fremst hljótum við að
setja kröfuna um gæði. Ef við getum ekki
tryggt, að það nám, sem hér er stundað, veiti
jafngóða menntun og almennt gerist í háskól-
um nágrannalanda okkar, erum við að sóa
tíma og fé nemenda og þjóðarinnar, sem að
þeim stendur. Háskólinn verður að halda
hæfu kennaraliði, veita því viðunandi laun og
aðstöðu til að halda við þekkingu sinni með
eigin rannsóknum. Ef fjárveitingar til Há-
skólans skipast með sama lagi næstu ár og á
þessu ári, er ljóst, að Háskólinn getur ekki
allt í senn, tekið við vaxandi fjölda nemenda,
veitt þeim fjölbreyttara nám og tryggt gæði
þess, sem er í boði. Ef tryggja á gæðin, hlýtur
skerðing vegna takmarkaðra fjárveitinga að
koma niður á fjölbreytni þess náms, sem
boðið er og þeim fjölda, sem tekinn er til
náms. Akvarðanir í þessum efnum verða ekki