Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 194
192
Árbók Háskóla íslands
13.05.93: Rektor bar fram tillögu um framlag
Háskóla Islands í Byggingarsjóð stúdenta:
„Háskólaráð ákveður að greiða árlega fjár-
framlag til Byggingarsjóðs stúdenta, sem
nemur 10% af því framkvæmdafé frá Happ-
drætti Háskóla Islands, sem er umfram 150
m. kr. á ári hverju. Hámarksframlag skal vera
jafnt þeirri fjárhæð, sem Stúdentaráð og
Félagsstofnun stúdenta greiða í sjóðinn af
skrásetningargjöldum stúdenta. Fyrir hvert
ársframlag fær Háskólinn ráðstöfunarrétt á
einni námsmannaíbúð án endurgjalds. Ibúð-
unum verður úthlutað eftir reglum, sem
háskólaráð setur. Akvörðun þessa skal endur-
skoða að fimm árum liðnum." Tillagan var
samþykkt samhljóða.
25.11.93: A háskólaráðsfund komu Brynj-
ólfur Sigurðsson, formaður Starfsnefndar um
nýbyggingar, og Vilhjálmur Skúlason, for-
maður stjómar Lyfjabúðar Háskólans. Þeir
gerðu grein fyrir byggingarframkvæmdum í
Haga og fjármögnun þeirra, en húsnæðið í
Haga var ætlað námsbraut í lyfjafræði lyf-
sala. Fram var lögð eftirfarandi tillaga:
„Háskólaráð samþykkir, að Reykjavíkur
Apótek (Lyfjabúð Háskólans) greiði eftir
fjárhagslegri getu til byggingaframkvæmda
og tækjakaupa fyrir lyfjafræði lyfsala að
Haga, Hofsvallagötu. Stefnt er að því, að sá
hluti hússins verði fullbúinn með tækjum og
búnaði árið 1994.“ Tillagan var samþykkt
samhljóða.
06.01,94: Brynjólfur Sigurðsson, formaður
starfsnefndar um nýbyggingar, gerði grein
fyrir framlögðum drögum að framkvæmda-
áætlun fyrir árið 1994. Áætlað er, að til ráð-
stöfunar verði 365 m. kr., sem skiptast þannig,
að frá Happdrætti H. í. komi 300 m. kr., rfkis-
sjóður leggi til 15 m. kr. vegna viðhalds Áma-
garðs, og frá Lyfjabúð Háskóla íslands komi
50 m. kr. framlag til að ljúka framkvæmdum
við Haga fyrir lyfjafræði lyfsala.
Sérstakt átak verður gert í viðhaldi Áma-
garðs og Aðalbyggingar Háskólans. Til við-
halds fara alls 125 m. kr., til tækjakaupa 65
m. kr., til afborgana af lánum 51 m. kr. og til
nýframkvæmda 124 m. kr.
Drögin að framkvæmdaáætlun vom rædd,
og sérstaklega var rætt um staðsetningu líf-
fræðihúss og tengsl starfseminnar við deildir
Háskólans. Afgreiðslu málsins var frestað.
06.01.94: Breytt nýting Aðalbyggingar Há-
skólans var til umræðu. Rektor greindi fra
þáverandi notkun hússins, en síðan var gert
fundarhlé og Aðalbyggingin skoðuð undir
leiðsögn dr. Magga Jónssonar, arkitekts. Að
því búnu hélt fundurinn áfram umræðu um
endumýtingu á húsnæði, sem losna mundi,
þegar bókasafnið og lyfjafræði lyfsala flyttu
úr húsinu á árinu.
20,01,94: Fram var haldið frá síðasta fundi
umræðu um framlagða framkvæmdaáætlun
fyrir árið 1994. Brynjólfur Sigurðsson, for-
maður Starfsnefndar um nýbyggingar, og
Guðmundur Eggertsson, prófessor við líf-
fræðiskor, ræddu um þörf fyrir líffræðihús.
Áætlunin var rædd frekar og sérstaklega fyr-
irhugað líffræðihús og framlag til stúdenta-
garða.
03.02.94: Fram var haldið umræðu um fram-
kvæmdaáætlun 1994. Rektor bar fram tillögu
um breytingu á áætluninni: „Áætlað framlag
til stúdentagarða 1994 verði 7,0 Mkr. Á móti
lækkar liðurinn Hagi (ris, kennaraherbergi)
úr 17,0 Mkr. í 10,0 Mkr.“ Breytingartillagan
var samþykkt.
Brynjólfur Sigurðsson hóf umræðu um
fyrirhugað líffræðihús og staðsetningu þess.
Staðsetning var rædd frekar og sérstaklega
tengsl líffræðinnar við læknisfræði. Hörður
Filippusson, dósent, Einar Stefánsson, vara-
forseti læknadeildar, Helgi Valdimarsson,
forseti læknadeildar, og Þórður Eydal Magn-
ússon, forseti tannlæknadeildar, lögðu fram
eftirfarandi bókun: „I tillögu að fram-
kvæmdaáætlun fyrir árið 1994 er gert ráð
fyrir hönnun líffræðihúss í tengslum við jarð-
fræðihús í miðri Vatnsmýri. Þetta teljum við
mjög misráðið. Vissulega er mjög brýnt að
líffræðiskor og Líffræðistofnun komist í við-
unandi húsnæði sem allra fyrst. Hins vegar
ber að harma það að ekki skuli hafa verið
reynt til hlítar að ná samstöðu um staðsetn-
ingu líffræðigreina raunvísindadeildar 1
nábýli við rannsóknastofur lækna- og tann-
læknadeildar við Vatnsmýrarveg. Með slíku
nábýli hefðu skapast aðstæður til að byggja
upp öflugan kjama fyrir rannsóknir og
kennslu í líf- og læknisfræði, sem hefði skip1
sköpum fyrir framtíðarstarf í þessum
greinum. Litlum háskóla er nauðsynlegt að
efla samvinnu og forðast sundrungu. Af