Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Síða 204
202
Árbók Háskóla íslands
stafanir, sem nauðsynlegar væru til að standa
við fjárlagarammann. Rektor fól fulltrúum
Háskólans í nefndinni, Guðmundi Magnús-
syni, Gunnlaugi H. Jónssyni og Jóni Torfa
Jónassyni að undirbúa hugmyndir um
aðgerðir, sem lagðar yrðu fyrir háskólaráð
13. ágúst.
A háskólaráðsfund komu Guðmundur
Magnússon, prófessor, og Jón Torfi Jónas-
son, dósent, til að skýra frá hugmyndum
vinnuhóps rektors um lækkun útgjalda
Háskólans á árinu 1992. Ennfremur komu
Herdís Sveinsdóttir, formaður stjómar náms-
brautar í hjúkrunarfræðum, María H. Þor-
steinsdóttir, formaður stjómar námsbrautar í
sjúkraþjálfun, og Þorsteinn Loftsson, for-
maður stjómamefndar lyfjafræði lyfsala.
Guðmundur Magnússon gerði grein fyrir til-
lögum vinnuhópsins, en þær voru í sjö
þáttum: 1) Stofnanir og þjónustuverkefni.
2) Kennsla. 3) Starfsmannamál. 4) Samn-
ingur við utanaðkomandi stofnanir. 5) Fram-
kvæmd og eftirlit með útgjöldum. 6) Til-
lögur, sem bera þarf undir háskólaráð.
7) Hugmyndir, sem ræða þarf vegna næsta
árs. I hverjum þætti voru fjölmargir liðir, og
rakti Guðmundur þá helstu. Hugmyndimar
vom ræddar ítarlega og kom fram gagnrýni á
þær, m. a. á hugmyndir unt að færa hluta af
takmörkuðum fjárveitingum frá rannsóknum
til kennslu. Deildarforsetar greindu frá spam-
aðarhugmyndum sínum á haustmisseri.
Nokkrar deildir sáu þegar fram úr vandanum
og hvemig staðið yrði að kennslu á næsta
hausti innan ramma fjárlaga, aðrar sáu enn
ekki í land, en unnu áfram að niðurskurði. Þá
voru bomar fram tillögur um aðgerðir til að
draga úr kostnaði við rekstur Háskólans sam-
anber hugmyndir vinnuhóps rektors. Greint
er frá afgreiðslu þeirra í fundargerð.
03.09.92: Oddný Mjöll Amardóttir, fulltrúi
stúdenta, bar fram eftirfarandi tillögu:
„Leggjum til, að skipaður verði samráðs-
hópur háskólayfirvalda, stúdenta og kennara,
sem hafi það hlutverk að samræma þær
aðgerðir, sent þessir aðilar hyggjast efna til
sem viðbrögð við niðurskurðarhugmyndum
stjórnvalda.“ Tillagan var samþykkt sam-
hljóða.
29.10.92: Áfram var haldið umræðu frá síð-
asta fundi um fmmvarp til fjárlaga fyrir árið
1993. Rektor greindi frá fundi með fjárlaga-
nefnd Alþingis 27. þ. m. og óskum Háskól-
ans um, að fjárveitingar skólans hækki um
98,2 m. kr., frá því sem gert er ráð fyrir i
frumvarpinu. Málið var rætt, og töldust óskir
Háskólans of hógværar. Var því borin frarn
eftirfarandi ályktun: „f frumvarpi til fjárlaga
fyrir árið 1993 er gert ráð fyrir, að Háskóli
íslands verði áfram að búa við jafnþröngan
fjárhag og á þessu ári. Vaxandi efnahagsörð-
ugleikar gera kröfu um auknar fjárveitingar
til menntunar og rannsókna. Annars er hætt
við, að erfiðleikarnir haldi áfram að aukast,
nýsköpun verði í lágmarki og samkeppnisað-
staða þjóðfélagsins verði hættulega veik.
Háskólaráð telur því nauðsynlegt, að Alþingi
finni aðrar leiðir til að leysa fjárhagsvanda
ríkissjóðs en þá að rýra menntun og starfs-
þjálfun eða þrengja að rannsóknum til
atvinnusköpunar og eflingar þjóðmenningar.
Þegar atvinnuleysi vex, einkum meðal ungs
fólks, er gild ástæða og réttur tími til að veita
aukin tækifæri til náms og hagnýtra rann-
sókna. I þessu skyni vill Háskólinn bæta
grunnmenntun og einnig efla framhaldsnam
og rannsóknir." Ályktunin var samþykkt ein-
róma.
04.02.93: Fyrir voru teknar tillögur Fjár-
málanefndar háskólaráðs um uppgjör ut-
gjalda ársins 1992. í forföllum nefndarfor-
manns, Amar Helgasonar, gerðu rektor og
háskólaritari grein fyrir tillögunum, sem
gerðu ráð fyrir því, að fjárhagsstaða verkefna
um áramót yrði færð á milli ára að teknu til-
liti til aðstæðna í einstökum deildum. Tillög'
urnar voru samþykkar með einu mótatkvæðj
og Fjármálanefnd falið að ganga frá uppgjnr'
útgjalda ársins 1992 á grundvelli þeirrar til-
lögu, sem hún lagði fram.
04.03.93: Öm Helgason, formaður Fjármála-
nefndar háskólaráðs, gerði grein fyrir til-
lögum nefndarinnar um skiptingu fjárveit-
ingar á fjárlögum ársins 1993. Fjölmargar
athugasemdir og fyrirspurnir komu fram,
sem Öm svaraði. Eggert Briem, forseti raun-
vísindadeildar, og Helgi Valdimarsson, f°r'
seti læknadeildar, lögðu fram eftirfarandi tn-
lögu um skiptingu fjárveitingar ársins 199-1-
„Fjárveitingar til deilda miðist við útgjöl
ársins 1992 með þeirri viðbót þó, sem
Fjármálanefnd hefur gert um færslu á halla