Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Page 25
Ræður rektors
23
Eitt mikilvægasta hlutverk Þjóðbóka-
safnsins er að varðveita öll íslensk rit, kynna
íslenska bókmenningu og veita jafnt lærðum
sem leikum aðgang að þeim fróðleik, sem
finna má í innlendum og erlendum ritum. Þar
er fólgin sú „þjóðargjöf,“ sem Alþingi hét
vbókaþjóðinni“ í tilefni 1100 ára byggðar á
íslandi 1974. Eins og alþjóð er einnig kunn-
ugt, setti Alþingi lög um sérstakan eignar-
skattsauka til að kosta Þjóðarbókhlöðuna, og
var að því stefnt, að framkvæmdum við
óygginguna lyki árið 1991. Stór hluti þessa
skatts hefur ekki skilað sér á byggingarreikn-
ing, og því hefur verkinu seinkað. Framhald
framkvæmda er enn í óvissu, en það er sér-
stakt gleðiefni, að menntamálaráðherra hefur
'ýst vilja sínum til að taka til hendi og vinna
að því, að Bókhlöðunni verði lokið á 50 ára
afmæli lýðveldisins 1994.
Bætt virkni og gæði rannsókna
Eins og fram kemur í skýrslum eru rann-
sóknir við Háskólann meiri og markvissari
en nokkru sinni fyrr. Auk styrkja úr sjóðum
til álitlegra verkefna og ritlauna fyrir birtan
árangur kemur umtalsverður hluti rannsókn-
arfjár frá atvinnulífi og öðrum stofnunum,
sem starfa með Háskólanum og nýta rann-
sóknagetu hans. Enn má þó gera betur. Ég
hef áður nefnt grunnfjárveitingu, sem nauð-
synleg er hverri rannsóknareiningu til að
tryggja festu í starfseminni. Æskilegt gæti
verið að umbuna þeim, sem skara frarn úr um
skilvirkni og árangur nokkum rekstrarauka af
fjárveitingu. Stöðugt þarf að efla Rannsóknar-
sjóð Háskólans og gera honum kleift að
styrkja verkefni til nokkurra ára í senn.
A undanfömum árum hafa verið gerðar
fóttækar endurbætur á stjórnsýslu Háskólans.
Eitt stærsta verkefni komandi ára verður hins
vegar endurbót á skipulagi og stjómsýslu
rannsóknarstarfseminnar, þar sem stefna
tnætti að hagkvæmari og stærri einingum
samfara auknu sjálfstæði um fjárhag og
stjómun. Háskólinn vinnur nú að uppbygg-
ingu framhaldsnáms í mörgum greinum og
að aukinni þátttöku stúdenta í rannsóknum í
samvinnu við erlenda háskóla og stofnanir.
Hann þarf einnig að auka samstarf sitt við
aðrar rannsóknarstofnanir og atvinnufyrir-
tæki í landinu og tengja sérfræðinga þar
kennslu við Háskólann.
Þótt ekki sé stefnt að miðstýringu rann-
sókna við Háskólann, gæti hann komið upp
rannsóknamiðstöðvum á völdum sviðum,
sem hafa alþjóðlegt mikilvægi og verða leið-
andi á sérsviði sínu, t. d. í íslenskum fræðum,
jarðfræðum, fiskihagfræði og lífvísindum.
Einnig þarf að gæta þess, að þekktustu stofn-
anir Háskólans svo sem Ámastofnun og Til-
raunastöðin á Keldum haldi styrk sínum og
alþjóðlegu vægi.
Bætt kennsla og aðbúð stúdenta
Stúdentar em skjólstæðingar Háskólans.
Samtök stúdenta reka umfangsmikla þjón-
ustu og málefnalega baráttu, sem hefur í alla
staði verið til fyrinnyndar og Háskólanum til
mikils sóma. Háskólayfirvöld eiga að virða
og virkja þetta ágæta starf. Þau eiga að
styrkja tengsl sín við Félagsstofnun stúdenta
og styðja áform hennar um stúdentahverfi,
aukna dagvistun og bættan rekstur þjónustu-
fyrirtækja stúdenta. í mörgum málum svo
sem dagvistun, mötuneytum og aðstöðu til
félagslífs og iðkunar íþrótta gætu hagsmunir
stúdenta og starfsmanna Háskólans farið
saman. Hæst ber þó þörfma að tryggja stúd-
entum eins góðar aðstæður og kostur er á til
að stunda nám sitt. f því sambandi þarf ann-
ars vegar að huga að beinni framfærslu stúd-
enta, hins vegar að kennslu og aðbúð til
náms.
í umræðu er róttæk endurskoðun á regl-
um Lánasjóðs námsmanna. Augljóst er, að
ekki gengur að fjármagna sjóðinn með lán-
töku á markaðskjörum. Jafnvægi verður að
nást með auknu ríkisframlagi og skynsam-
legum reglum um úthlutun og endurgreiðsl-
ur. Það er hins vegar nokkurt áhyggjuefni,
hve takmarkaður skilningur almennings virð-
ist vera á högum námsmanna og gildi náms-
lána fyrir þá, sem af þröngum efnum þurfa að
kosta langt háskólanám. Háskólinn hlýtur að
standa með stúdentum að sanngjömum ósk-
um í lánamálum og væntir þess, að stjóm-
völd gefi sér tíma til að hafa sem best samráð
við samtök þeirra um breytingar á reglum
sjóðsins. Reynslan hefur sýnt, að þeir eru
þess trausts verðir.