Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 236
234
Árbók Háskóla íslands
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
óskaði eftir tilnefningu fulltrúa frá lækna-
deild í nefnd, sem gera ætti tillögur um fram-
tíðarþróun heilbrigðiskerfis á Islandi, bæði
heilsugæslukerfisins og sjúkrahúsakerfisins,
sbr. bréf ráðuneytisins, dags. 26. september
1994. Samþykkt var að tilnefna Jónas Magn-
ússon í nefndina.
Haustið 1992 var Guðmundur Þorgeirsson
tilnefndur formaður þróunarnefndar, ráðgef-
andi nefndar læknadeildar um ýmis skipulags-
mál deildarinnar. Aðrir, sem í nefndina völd-
ust, voru Steinn Jónsson, Karl G. Kristinsson,
Þorsteinn Loftsson og Guðmundur Pétursson.
Nefndin skilaði lokaskýrslu í maí 1995.
Brynjólfur Mogensen var tilnefndur full-
trúi læknadeildar í Slysavamarráð. Jóhann
Ag. Sigurðsson og Lúðvík Olafsson voru til-
nefndir fulltrúar læknadeildar í stjóm Vís-
indasjóðs Félags íslenskra heimilislækna.
Bréf barst frá heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu, um að ráðherra hefði
skipað samvinnunefnd ráðuneytisins, Háskóla
Islands, Landspítala og Borgarspftala til að
gera tillögur um samvinnu sjúkrahúsanna og
verkskiptingu, og var nefndinni ætlað að
skila tillögum fyrir 1. nóvember 1993.
A deildarráðsfundi, 16. febrúar 1994, var
samþykkt, að fjársýslunefnd læknadeildar
yrði skipuð Hannesi Blöndal, Sigurði Guð-
mundssyni auk deildarforseta og kennslu-
stjóra og fulltrúa læknanema. Hlutverk
fjársýslunefndar er að deila fjárveitingum til
deildarinnar á milli einstakra fræðasviða
hennar, og er þar byggt á kennslu hvers
fræðasviðs skv. kennsluskrá (fjölda þreyttra
kennslueininga).
Stefna læknadeildar um nýráðningar
A deildarráðsfundi, 3. mars 1993, fjallaði
deildarforseti um, hvemig ráðningum í
stöður læknadeildar hefur verið háttað
hingað til. Þegar stöður losna, hafa þær verið
auglýstar, stundum án mikillar ígrundunar
um áframhaldandi þörf deildarinnar fyrir
þær. Ekki hefur alltaf verið hugað nóg vel að
því, hvort ástæða væri til að auka frekar starf-
semi á öðmm sviðum, t. d. þar sem miklar
framfarir hafa orðið í læknavísindum. Deild-
arforseti ræddi einnig um, hvort læknadeild
ætti að taka upp þá stefnu við nýráðningar,
sérstaklega þegar um prófessorsstöður væri
að ræða, að leita eftir hæfum umsækjendum,
áður en stöður væra auglýstar. Setja mætti a
laggimar sérstaka nefnd, sem hefði það hlut-
verk að leita að álitlegum umsækjendum t
stöðumar. Þessi nýráðningaraðferð viðgengst
víða erlendis, bæði austan- og vestanhafs.
Hún kemur ekki í veg fyrir, að aðrir en þeir,
sem leitað er til, geti sótt um og fengið stöð-
umar samkvæmt hæfnismati dómnefnda.
Sérfræðiviðurkenningar lækna
Kynntur var á deildarráðsfundi í des-
ember 1991 viðmiðunarstaðall við mat a
hæfni reyndra heimilislækna til að öðlast
formlega sérfræðiviðurkenningu í heimilis-
lækningum, þótt þeir uppfylli ekki kröfur um
framhaldsnám samkvæmt ákvæðum sér-
fræðireglugerðar, sem nú hefur verið sett um
heimilislækningar. í febrúar 1995 var sam-
þykkt endurskoðuð reglugerð um veitingu
lækninga- og sérfræðileyfa.
Doktorspróf
Samþykkt var á deildarráðsfundi, 15. jan-
úar 1991, að í stað Guðmundar Sigurðssonar
tæki Þórólfur Þórlindsson sæti í dómnefnd um
ritgerð, sem Olafur Olafsson hefur lagt fram
til doktorsvamar; aðrir í dómnefndinni voru
Jóhann Ag. Sigurðsson og Hrafn Tulinius.
Þann 25. apríl 1992 varði Paul Joensen
doktorsritgerð sína Parts of Faroese Neuro-
epidemiology, og 11. september 1993 varði
Sigurður Guðmundsson doktorsritgerðina
The Postantibiotic Effect - From the Test
Tube to the Laboratory Animal. Hrafn Tul-
inius, Ingvar Teitsson og Timo Palosuo fra
Finnlandi voru skipaðir í dómnefnd um dokt-
orsritgerð Þorbjöms Jónssonar, Stttdies on
tlie Clinical Significance of Rheumatoid Fac-
tor Isotypes. Ritgerðin var talin hæf
vamar, og andmælendur voru skipaðir Ingvar
Teitsson og Timo Palosuo. Vömin fór fram
24. október 1993.
Viðurkenning fyrir vísindarannsóknir
Þorsteinn Loftsson hlaut viðurkenningu
vísindanefndar 1992 fyrir framúrskarandi
vísindarannsóknir.