Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Síða 210
208
Árbók Háskóla íslands
Diane Kristjansson afhendir Sveinbirni Björnssyni, rektor, eftirstöðvar af erfðafé afabróður
hennar, Vestur-íslendingsins Aðalsteins Kristjánssonar. Afhendingin fór fram við athöfn •
Skólabæ, 1. júní 1994. Á milli þeirra er prófessor Jóhann Axelsson, en rannsóknir hans a
Vestur-íslendingum hafa hlotið styrki úr sjóði Aðalsteins. Efst til vinstri á myndinni er málverk
Nínu Tryggvadóttur af Steinari Steinarr.
18.03.93: Lögð fram tillaga, sem varðaði
LIN og samþykkt hafði verið í Stúdentaráði
Háskóla íslands (SHÍ) 15. þ. m. Tillögunni
var vísað til viðræðunefndar háskólaráðs við
LÍN.
Minningarsjóður Aðalsteins Kristjáns-
sonar
26.03.92: Stjórn Minningarsjóðs Aðalsteins
Kristjánssonar ákvað á fundi sínum 4. f. m.
að veita dr. Ástríði Pálsdóttur, erfðafræðingi,
og dr. Hafliða P. Gíslasyni, prófessor, styrki
til 6 mánaða launa rannsóknaprófessors.
Hafliði sat í þessari stöðu tímabilið 1. jan-
úar 1993 til 30. júní 1993 og Ástríður tíma-
bilið l.júlí 1993 til 30. júní 1994. í maí 1994
kom Diane Kristjansson frá Winnipeg til
landsins, en afi hennar var bróðir Aðalsteins
Kristjánssonar. Diane afhenti rektor eftir-
stöðvar Minningarsjóðs Aðalsteins, sem
ávaxtaðar höfðu verið í Kanada síðan 1949,
200 þúsund kanadadali.
Rannsóknarnámssjóður
12.08.93: Með bréfi, dags. 10. þ. m., seridi
menntamálaráðherra upplýsingar um sjóð,
sem stofnaður yrði til styrktar rannsóknar-
tengdu framhaldsnámi til meistaraprófs og
héti Rannsóknamámssjóður. Sjóðnum höfðu
þegar verið tryggðar 8 m. kr. af tekjum at
sölu ríkisfyrirtækja. í fjárlagagerð var gerI
ráð fyrir, að veittar yrðu 25 m. kr. til sjóðsins
á næsta ári. Rektor greindi frá viðræðum við
menntamálaráðherra, sem voru undanfari
þessa bréfs. Ánægja kom fram hjá háskóla-
ráði með stofnun sjóðsins, og spurt var, hvort
sjóðurinn tæki til doktorsnáms og ÞesS
meistaranáms, sem þegar hafði verið skipu'
lagt hjá háskóladeildum. Rektor var falið a
koma athugasemdum háskólaráðsfundar ti
menntamálaráðherra.
14.10.93: Menntamálaráðuneytið staðfest1
úthlutunarreglur Rannsóknamámssjóðs 1
samræmi við tillögur sjóðsstjómar, sbr. ráðu-
neytisbréf dags. 8. þ. m.