Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 49
Raeður rektors
47
Islands getur á fullnægjandi hátt gegnt hlut-
'/erki sínu sem miðstöð nýsköpunar fyrir ís-
ienskt þjóðfélag, meðan hann skortir þær
starfseiningar, sem eru meginuppspretta
nýrrar þekkingar í háskólum, þ. e. nemendur,
sem vinna að rannsóknarverkefnum undir
handleiðslu kennara. Þess vegna hefur verið
■hörkuð sú stefna að byggja upp slíkt nám við
askóla Islands, án þess þó að draga úr sam-
'hnnu okkar við erlendar vísindastofnanir.
Námið hér gæti orðið í tengslum við þessar
stofnanir og gert samstarf við þær markviss-
ara.
Enginn vafi er á því, að rannsóknartengt
famhaldsnám við Háskóla íslands mun auka
nýsköpunarvirkni í þjóðfélaginu, og jafn-
>amt hvetja verðandi vísindamenn til að
akast á við þau viðfangsefni, sem brýnt er að
eysa hérlendis. Síðast en ekki síst er upp-
ýgging á rannsóknartengdu framhaldsnámi
ikleg til að stuðla að virkara samstarfi Há-
olans og Rannsóknastofnana atvinnuveg-
anna og þar með atvinnulífs í landinu. Nýleg
uttekt OECD, sem til var vitnað, mælti ein-
regið mcð uppbyggingu rannsóknartengds
famhaldsnáms hér, og menntamálaráðherra
le ur heitið þessum áformum stuðningi sín-
um.
,, Eáskólinn hefur um langa hríð haft
, lu8a á að auka kennslu og rannsóknir sínar
a sviði sjávarútvegs. Margvíslegt efni er nú í
0 1 á þessu sviði innan verkfræðideildar,
raunvísindadeildar, viðskipta- og hagfræði-
ei dar, félagsvísindadeildar og lagadeildar.
v 1 un ig hefur Háskólinn stofnsett Sjávarút-
^egsstofnun með fulltrúum þessara deilda,
■em stuðlar að samvinnu þeirra og á frum-
vVf' ah ýmsum rannsóknar- og þróunar-
^ef 'efnum á sviði sjávarútvegs. Háskólinn
Ur elcki viljað taka upp formlegt grunn-
nám í þessum greinum eftir stúdentspróf, þar
sem það mundi skarast við það nám, sem nú
er í uppbyggingu við Háskólann á Akureyri.
Hins vegar hefur háskólaráð nýlega falið
nefnd að undirbúa meistaranám í sjávarút-
vegsfræðum, sem væntanlega yrði rann-
sóknartengt framhaldsnám á vegum þeirra
deilda, sem hér voru nefndar. Einnig er að
því stefnt á vegum Endurmenntunarstofnun-
ar Háskólans að hefja á komandi hausti
þriggja missera nám í sjávarútvegsfræðum,
sem stjómendur í fiskvinnslu og útgerð ættu
að geta stundað með starfi sínu.
Háskólanum er það mikið fagnaðarefni,
að á fjárlögum þessa árs er heimild til að
stofna prófessorsembætti í fiskifræði. Þess er
vænst, að með þessu embætti tengist Háskól-
inn Hafrannsóknastofnuninni nánar en verið
hefur og auk þess helstu verstöðvum lands-
ins. Til umræðu hefur komið að efna til sam-
starfs við Vestmannaeyjabæ um aðstöðu fyr-
ir prófessorinn og stúdenta hans til samvinnu
um rannsóknir og þróunarverkefni þar við
hið einstæða fiskasafn, sem þar er rekið, úti-
bú Hafrannsóknastofnunarinnar og Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins og fyrirtæki í
sjávarútvegi, enda em Vestmannaeyjar ein
stærsta verstöð landsins.
Kæru kandídatar, nú er komið að þeirri
stundu, að þið takið við prófskírteinum ykk-
ar úr hendi deildarforseta með vitnisburði
Háskólans um árangur ykkar í námi. Þótt
leiðir skilji að sinni, biðjum við ykkur að
muna, að Háskólinn mun alla tíð vera fús að
veita ykkur aðstoð og stuðning í störfum og
hverja þá viðbótarmenntun, sem þið kunnið
að kjósa og hann getur boðið. Við þökkum
ykkur ánægjulegt samstarf og samveru og
óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gæfu og
gengis á komandi árum. Guð veri með ykkur.