Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Qupperneq 255
Starfsemi háskóladeilda
253
skiptafræðistofnunar hefur verið með
agætum, og hefur hún reynst lyftistöng fyrir
rannsóknir og útgáfu rannsóknamiðurstaðna
v*ð viðskiptaskor.
Alþjóðleg úttekt á hagfræðiskor
Á árunum 1994-1995 var framkvæmd
óháð úttekt á kennslu og rannsóknum í hag-
fræðiskor. Úttektina annaðist þriggja manna
alþjóðleg nefnd sérfræðinga undir for-
mennsku prófessors Agnars Sandmos frá
Verslunarháskólanum í Bergen. Niðurstöður
þessarar úttektar voru afar jákvæðar fyrir
hagfræðiskor, en á það var bent, að ástæða
væri til að auka fjárstuðning við skorina. Frá
þessari úttekt er nánar sagt í kaflanum um
hagfræðiskor hér á eftir.
Tölvugjafir
Á árunum 1991-1994 þáði viðskipta- og
hagfræðideild umtalsverðar tölvugjafir. Stór-
tækastir gefanda voru Apple á íslandi, sem
gaf deildinni 7 einkatölvur ásamt geisla-
Prentara, HP á íslandi, sem gaf vinnustöð,
sem gegnir hlutverki netþjóns, og Örtölvu-
tækni, sem gaf deildinni 4 einkatölvur.
Álþjóðleg samskipti
Alþjóðleg samskipti deildarinnar voru
blómleg. Auk fjölmargra skemmri ferða tóku
allmargir kennarar deildarinnar sér tíma-
hundna bólfestu við erlendar háskólastofn-
anir við kennslu og rannsóknir. Heimsóknir
erlcndra fræðimanna til deildarinnar voru og
fjölmargar. Þrír erlendir kennarar, frá Banda-
ríkjunum, Bretlandi og Noregi, dvöldu lang-
dvölum við deildina, kenndu námskeið eða
hluta námskeiða og stunduðu rannsóknir.
Deildin varð á tímabilinu aðili að formlegum
háskólanetum, og fyrir forgöngu þeirra hefur
orðið nokkuð um nemendaskipti.
Fjárhagur
Fjárveiting til viðskipta- og hagfræði-
deildar er mjög við nögl skorin. Á sú lýsing
v*ð, hvort sem samanburðurinn er við aðra
framhaldsskóla á landinu, aðrar deildir
Háskólans eða viðskipta- og hagfræðideildir
v'ð erlenda háskóla. A árinu 1994 voru fjár-
veitingar á hvern virkan nemanda um 120
þús. kr. í skólanum í heild var fjárveiting á
hvem virkan nemanda hins vegar u. þ. b. 240
þús. kr,. eða tvöfalt hærri. Sama ár var kostn-
aður á hvem nemanda í Verzlunarskóla
íslands um 220 þús. kr., og mun sá kostnaður
vera næsta dæmigerður fyrir framhaldsskóla
landsins. Kostnaður á viðskipta- og hag-
fræðinema við erlenda vestræna háskóla er
talinn vera 2-3 sinnum hærri en þessi tala.
Mikill niðurskurður fjárveitinga, einkum
frá og með árinu 1992, hefur neytt deildina til
að fækka kennslustundum og kjörgreinum.
Ljóst er, að kennslan hefur þegar beðið alvar-
legt tjón af þessum niðurskurði, og alls ekki
verður gengið lengra eftir þessari braut.
Raunar þarf verulega auknar fjárveitingar,
eigi kennslan að geta haldið áfram að upp-
fylla alþjóðlegar kröfur um háskólanám í
viðskipta- og hagfræði.
Húsnæðismál
Deildin hefur búið við húsnæðisvanda.
Úr mjög knýjandi þörf var leyst árið 1990
með viðbyggingu í Odda og 11 nýjum skrif-
stofuherbergjum. Deildin hefur nú 22 skrif-
stofuherbergi til ráðstöfunar. Þessi herbergi
hýsa 22 fasta kennara, yfír 20 aðjúnkta og
stundakennara auk starfsmanna Hagfræði-
stofnunar og Viðskiptafræðistofnunar að
ógleymdum erlendum gestum og sendikenn-
urum. Vonir standa til, að úr þessu rætist að
nokkru leyti með kaupum Háskólans á Nýja
Garði. Hins vegar er einnig tilfinnanlegur
skortur á kennsluhúsnæði, og skrifstofa
deildarinnar býr við óviðunandi aðstöðu.
Stjórnsýsla
Háskólaárin 1990-1992 var Brynjólfur
Sigurðsson, prófessor, forseti viðskipta- og
hagfræðideildar og Guðmundur Magnússon,
prófessor, varadeildarforseti. Árin 1992-
1994 var Guðmundur Magnússon deildarfor-
seti og Ágúst Einarsson, prófessor, vara-
deildarforseti.
Skrifstofustjórar deildarinnar eru Eva
Hreinsdóttir, cand. oecon., og Kristín Klara
Einarsdóttir, B. A. Fulltrúar á skrifstofu
deildarinnar eru Hildur Bjamadóttir og Guð-
björg Jóhannesdóttir.
Ragnar Ámason.