Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1994, Side 172
170
Árbók Háskóla íslands
7
Æviágrip kennara við Háskóla íslands,
sem létust á tímabilinu 1991-1994
Bjarni Sigurðsson
Séra Bjami Sigurðsson, prófessor í guð-
fræði, fæddist á Hnausi í Villingaholtshreppi
19. maí 1920 og lést í Reykjavík 2. október
1991. Hann var sonur hjónanna Vilhelmínu
Eiríksdóttur og Sigurðar Þorgilssonar, bónda
á Hnausi og síðar í Straumi í Garðahreppi.
Bjarni lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum á Akureyri 1942 og embættisprófi í
lögfræði frá Háskóla Islands 1949. Embætt-
isprófi í guðfræði lauk hann 1954 og var
vígður prestur í Mosfellsprestakalli sama ár
og þjónaði því kalli til ársins 1976. Hann sat
á Mosfelli og stundaði þar búskap um skeið
ásamt prestskapnum. Bjami tók mikinn þátt í
félagsstarfi í Mosfellssveit. Hann sat í stjórn
Prestafélags íslands 1964-1970 og var for-
maður þess síðustu tvö árin. Hann átti sæti í
stjórn BSRB um árabil og í Félagsdómi um
10 ára skeið frá 1968. Hann var fulltrúi á
kirkjuþingi og sat í kirkjuráði 1970-1976. í
ritstjórn Kirkjuritsins var hann um árabil og í
ritnefnd Asgarðs 1965-1968. Á námsárum
sínum var Bjarni blaðamaður á Morgunblað-
inu. Hann sat í siðareglunefnd Blaðamanna-
félags Islands frá stofnun nefndarinnar og til
æviloka. Bjami var skipaður lektor í kenni-
mannlegri guðfræði við Háskóla íslands
1976, varð dósent 1981 og prófessor 1988.
Bjami lauk doktorsprófi í kirkjurétti við laga-
deild Kölnarháskóla 1985. Doktorsrit hans
nefnist Geschichte und Gegenwartsgestalt
des islándischen Kirchenrechtes (Guðfrœð-
ingatal 1847-2002, Rvk. 2002; Ritröð Guð-
frœðistofnunar, 6, Rvk. 1991; Æviskrár sam-
tíðarmanna, Rvk. 1982; Mbl., 12. október
1991).
Jón Sigtryggsson
Jón Sigtryggsson, prófessor í tannlækn-
ingum, fæddist 10. apríl 1908 og lést 11.
febrúar 1992. Foreldrar hans voru hjónin
Sigtryggur Benediktsson, bóndi, og Margrét
Jónsdóttir. Jón varð stúdent frá Menntaskól-
anum á Akureyri 1931, lauk embættisprófi í
læknisfræði frá Háskóla Islands 1937 og
embættisprófi í tannlækningum frá Kaup-
mannahafnarháskóla 1939. Hann var kand-
ídat á spítölum í Danmörku og aðstoðartann-
læknir á tannlæknastofu í Kaupmannahöfn
um hríð, áður en hann fluttist heim til
Islands. Jón hlaut almennt lækningaleyfi og
tannlækningaleyfi 1941. Honum var falið að
skipuleggja og hefja kennslu í tannlækn-
ingum við læknadeild Háskóla íslands, og
hófst sú kennsla á vormisseri 1945. Jón var
skipaður dósent í tannlækningum við lækna-
deild 1944, og árið 1950 varð hann prófessor
þar í tannlækningum. Á þessum fyrstu árum
tannlæknakennslunnar mæddi á Jóni svo til
öll fræðileg og verkleg kennsla í klínískum
greinum tannlæknisfræðinnar auk almennrar
stjómunarskyldu. Þegar sjálfstæð tannlækna-
deild var stofnuð innan Háskóla Islands
1972, varð hann fyrsti deildarforseti hennar.
Jón lét af störfum fyrir aldurs sakir 1988. Jón
gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir tannlækna-
stéttina, sat m.a. í nefnd um greiðslur fyrir
tannlækningar 1946-1947, í nefnd um starfs-
réttindi tannsmiða 1946-1947, í lyfjanefnd
Tannlæknafélags íslands 1952-1972, í gerða-
dómi félagsins 1957-1959 og í endurmennt-
unamefnd 1968-1969. Hann var ritari
stjómar Tannlæknafélags íslands 1947-1951
og sat í ritnefnd Árbókar Tamdœknafélags
íslands 1945-1952. Jón var mikill laxveiði-
maður. Hann veiddi í Laxá í Aðaldal. Jón var
heiðursfélagi Tannlæknafélags íslands, heið-
ursdoktor við tannlæknadeild Háskóla
Islands og riddari hinnar íslensku fálkaorðu
(Tannlceknatal 1854-1997, Rvk. 1997; Mbi,
21.-22. febrúar 1992).
Gísli Fr. Petersen
Gísli Friðrik Petersen, yfirlæknir og pró-
fessor í röntgenfræði, fæddist í Reykjavík 21-
febrúar 1906, sonur hjónanna Aage Lauritz
Petersen, verkfræðings, og Guðbjargar Jón-